Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -13. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - _____________LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLYSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR.HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Virkjum hugvit Davíðs og Nils Norður við Lónsbrú í Glæsibæjarhreppi er rekið fyrirtækið DNG, en nafnið samanstend- ur af upphafsstöfunum í nöfnum eigendanna; bræðranna Davíðs og Nils Gíslasona. Þeir bræður eru engir hvunndagsmenn. Þeir hafa alla tíð verið grúskarar; gefnir fyrir að kanna ótroðnar slóðir, einkum á tæknisviðinu. Upp- finningar þeirra og tilraunir eru margar og sumar ævintýralegar. Aðrar hafa reynst nyt- samlegar, þó samtíðarmenn þeirra hafi ekki alltaf haft greind eða getu til að nýta sér það. Á undanförnum árum hafa þeir bræður þróað ýmiss konar tölvustýrðan búnað, sem er hvort tveggja í senn; flókinn en þó sáraein- faldur í notkun. í þessu sambandi nægir að minna á aflstýribúnað fyrir mikla raforkunot- endur, eins og t.d. bændur, og handfærarúll- urnar, sem farið hafa sigurför um landið. Einnig hafa þær getið sér gott orð í Færeyjum. Fleira mætti nefna. Þeir bræður stofnúðu fyrirtæki til að fram- leiða þau tæki sem þeir höfðu þróað og fengið einkaleyfi til framleiðslu á. Þeir hafa sjálfir starfað við framleiðsluna og auk þess skapað atvinnu fyrir aðra. Framleiðslan selst. Ætla mætti að fyrirtækið væri á grænni grein, ekki síst vegna þess að rætt hefur verið um þá þörf sem er fyrir nýiðnað í atvinnukreppunni. Þess vegna væri ástæða til að greiða götu fyrir- tækja sem þeirra bræðra eins og kostur væri. En það er öðru nær. DNG hefur lengst- um barist í bökkum og stór hluti af tíma þeirra bræðra hefur farið í göngu milli pen- ingastofnana til að halda rekstrinum gang- andi frá degi til dags. Nú var svo komið, að þeir voru að gefast upp á baslinu og höfðu í hyggju að flytja starfsemina til Færeyja. Sem betur fer er nú útlit fyrir að úr rætist og stofn- að verði hlutafélag um rekstur DNG um leið og rekstrinum verður að minnsta kosti bjarg- að í horn. Því miður geta ráðamenn fleiri fyrirtækja sagt svipaða sögu og þeir Davíð og Nils, ekki síst nýrra fyrirtækja sem sett eru á laggirnar til að auka atvinnu. Það kunna ekki allir á „kerfið", hvað þá að menn í atvinnurekstri hafi tíma til að velgja leðurklædda kerfisstól- ana í Reykjavík dögum saman. Úr þessu verð- Ur að bæta. Það verður að tryggja nýjum at- vinnufyrirtækjum rekstrarfé, geti ráðamenn þeirra sannað að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Hæfileikamenn eins og þeir bræður, Davíð og Nils, eru ekki á hverju strái. Þeir eiga að fá tækifæri til að grúska og þróa ný tæki. Það á síðan að vera annarra að framleiða þau og koma þeim á markað. Þannig virkjum við best íslenskt hugvit og á því þurfum við að halda til að efla atvinnulífið. - GS Viðar Ottesen, hótelstjóri á Siglufirði. „Siglfirðingar kunna að H skemmta ser - segir Viðar Ottesen, hótelstjóri Hótel Höf n, Sigluf irði Þrátt fyrir lítinn ferðamanna- straum, að mati Siglfirðinga, er hótel á Siglufirði, Hótel Höfn. Hótelstjóri er Viðar Ottesen og er hann einnig eig- andi hótelsins, ásamt konu sinni, Jónu Guðjónsdóttur. Blaðamenn Dags voru á ferð á Siglufirði í síðustu viku og gistu þá á Hótel Höfn, það voru því hæg heimatökin að fá Viðar í smáspjall um hótelreksturinn og sjálfan sig. - Það er best að byrja á þessu venjulega, hvaðan ertu? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, við hjónin fluttum hingað um áramótin '80-'81. Ég er lærður þjónn, lærði það í Naustinu í Reykjavík. Var búinn að vinna þar í 23 ár, þar af 16 ár á barnum þegar ég fór að hugsa mér til hreyfings." - Hvað kom til að þið völduð Siglufjörð? „Það var nú eiginlega bara til- viljun. Þegar ég fór að hugsa mér til hreyfings var þetta hótel aug- lýst til sölu og ég keypti það. Mig langaði til að verða eigin herra og maður kaupir ekki svo auðveld- Iega hótel í Reykjavík, það er töluvert frábrugðið verðlagið þar. Þetta er gamalt hús og við höfum verið að reyna að halda því við. Húsið brann 1958 og var endurbyggt þá, en ætli það hafi ekki verið byggt milli 1930 og '40." - Hefur alltaf verið hótel í þessu húsnæði? „Upphaflega var þetta byggt sem hótel og hér hefur alltaf ver- ið hótelrekstur, en á tímabili, löngu áður en ég kom, voru hér skrifstofur Þormóðar ramma á einni hæð. Það var Siglfirðingur sem átti hótelið á undan mér og hann hafði rekið það í þessari mynd í 12 ár, áður en ég keypti það." - Þið kvartið undan litlum ferðamannastraumi, er ekki skil- yrði að hafa ferðamenn til að geta rekið hótel? „Já, það er rétt, hér er ekki mikið um ferðafólk. Þó koma hingað útlendingar. Hér á hótel- inu gistir aðallega fólk sem kem- ur hingað í sambandi við atvinnu- lífið. Siglufjörður hefur lítið ver- ið kynntur sem ferðamannabær, nú eru hins vegar uppi einhverjar ráðagerðir hjá Fjórðungssam- bandinu að gera það. í sumar hefur oft verið fullt hjá mér og ég kvarta ekkert. Ég get tekið 24 í gistingu, það eru 14 herbergi." - En veturnir? „Veturinn er mjög rólegur í sambandi við gistingu, en þá er það félagslífið, sem er mjög mik- ið og gott. Það eru haldin hér böll, fundir og alls kyns uppá- komur, ég leigi oftast út salinn fyrir böllin. Við höldum alltaf ball hér á haustin með skemmti- atriðum og tískusýningu. Skemmtiatriðin eru heimatilbúin og sýningarfólkið er héðan úr bænum. Þessi böll eru ákaflega vinsæl og það hefur komið fólk á þau alla leið sunnan úr Reykja- vík og svo kemur fólkið úr sveit- inni líka. Við reynum að gera þetta ball svolítið öðruvísi en önnur böll." - Eru haldin hér böll um hverja helgi? „Já, það eru yfirleitt böll hér föstudag eða laugardag um hverja helgi. Það eru tvær hljóm- sveitir í bænum, báðar lands- þekktar, það eru Gautar og Mið- aldamenn. Þeir spila á böllunum til skiptis yfir veturinn, en fá svo hvíld yfir sumarið. Þá eru þeir pantaðir vítt og breitt um landið og þá fáum við aðrar hljómsveitir til að spila hér. Ég tók eftir því þegar ég kom hingað að hér fer fólk á böll til að dansa, fyrir sunnan situr fólk meira og drekkur. Siglfirðingar kunna að skemmta sér." - Hvernig hefur reksturinn gengið? „Hann hefur gengið alveg ágætlega, en heilsársrekstur er alltaf erfiður. Hér eru stundum vinnuflokkar yfir veturinn sem gista hjá mér og svo er ég með matsölu og það er töluvert að gera í því. En stundum er einn maður á hótelinu og þá verð ég að hafa næturvörð. Það er hálf- hlægilegur rekstur, gistingin borgar ekki næturvörðinn. En böllin bjarga þessu yfir veturinn. Ég var svo bjartsýnn þegar ég kom að ég sagði að síldin kæmi aftur og það er ekki útilokað, eft- ir því sem Norðmenn segja núna." - Hvernig hefur ykkur hjón- um líkað vistin á Siglufirði? „Mjög vel, Siglfirðingar hafa tekið okkur mjög vel og það er ekki svo lítils virði þegar maður kemur svona ókunnugur. Þetta er mjög ólíkt Reykjavík, en mér finnst miklu manneskjulegra hérna, ég var bara orðinn nafn- númer fyrir sunnan. Sumir myndu kalla þetta sveitalegra hér, en ekki ég. Ég held að ég sakni einskis úr Reykjavík, nema auðvitað vina og ættingja. Við hjónin fórum ekki svo mikið í leikhús eða á aðrar uppákomur sem eru í Reykjavík. Við skrepp- um líka oft til Reykjavíkur. Við köllum það að skreppa, þó Reyk- víkingum finnist mjög langt að koma hingað. Við förum líka stundum inn á Akureyri, verslum og förum í Sjallann." - Þið finnið ekkert fyrir ein- angrun? „Nei, við höfum ekki fundið beint fyrir því. En einn veturinn fórum við ekkert héðan. Um vor- ið þegar við fórum héðan á bíl og komum út úr göngunum hinum megin fann ég víðáttuna, það var mjög skrýtin tilfinning. En mér finnst ég ekki vera einangraður þegar ég er á staðnum," sagði Viðar að lokum. - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.