Dagur


Dagur - 13.08.1984, Qupperneq 7

Dagur - 13.08.1984, Qupperneq 7
6 - DAGUR - 13. ágúst 1984 13. ágúst 1984 - DAGUR - 7 Ásmundur og 5. holan Ásmundur Bjarnason, sem hér á árum áður var einn af sterk- ari spretthlaupurum Evrópu, nú betur þekktur sem vinsæll og skemmtilegur kylfíngur á Húsavík, háði harða baráttu við 5. holuna á Húsavíkurvell- inum í opna mótinu þar um helgina. Það fór vel á með „Munda“ og 5. holunni í fyrri hring, því þá gerði kappinn sér lítið fyrir og lék á tveimur höggum í holuna - 170 metra en parið er 3 högg.. En í síðari hring á laugardag bar til tíðinda. Upphafshögg hlauparans kunna small í grjóti fyrir framan hann, kúlan þeyttist til baka, yfir höfuð undrandi kylf- inganna og Ásmundur sem hafði ætlað að senda kúluna að 5. holu mátti „tölta“ á eftir hvítu kúlunni niður á 2. braut. Þar sagði sú hvíta: „Nei, takk, ég er ósláanleg," og Ásmundur mátti taka víti. Að því loknu stillti hann sér upp fyrir 3. högg. í hendinni hafði hann trékylfu númer 3. Hann sló undan vindi, „pinnhitti“ kúluna eins og sagt er á golfmóti, vindurinn var með og allt eins og það gat best orðið úr því sem komið var. - En því miður. Nú var 5. holan orðin par 4 a.m.k. og höggið allt of stutt þótt það væri sennilega með lengstu höggum sem slegin hafa verið á par 3 holu. Ásmundur tók þessu öllu saman með jafnaðar- geði, hánn hafði fengið enn eina söguna í safnið sitt og talan 7 sem hann fékk að þessu sinni á 5. holu verður vonandi (?) uppörvun ein- hverjum sem þar lendir í vanda. Fram meistari Nú um helgina fór fram úrslita- keppni á íslandsmóti 5. flokks í knattspyrnu hér á Akureyri, og vann Fram lið Fylkis í úrslit- um 3:1. Leikið var á KA-velIi og MA-velli og sá KA um framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði mjög vel. Átta lið voru mætt til leiks og var þeim skipt í tvo riðla, í öðrum riðlin- um léku Austri, Fylkir, Grindavík og Keflavík, en í hinum riðlinum KA, Fram, Breiðablik og Akranes. Úrslit í leikjum riðlakeppninnar urðu þessi: Keflavík-Grindavík 7:0 Fylkir-Austri 10:0 Grindavík-Austri 6:2 Fylkir-Keflavík 2:2 Keflavík-Austri 7:0 Fylkir-Grindavík Fram-Akranes KA-Breiðablik Fram-KA Breiðablik-Akranes Breiðablik-Fram Akranes-KA 9:0 3:2 2:2 2:0 3:1 1:1 6:2 Síðan var leikið um endanleg sæti í keppninni. KA sigraði lið Austra í keppni um 7. sætið með 10:0. Akranes tryggði sér 5. sætið með sigri á Grindavík 9:0. Mörkin fyrir KA í leikjunum skoruðu Jón Egill Gíslason og Karl Pálsson gegn Breiðabliki. Sveinn Tryggvason og Jón Egill Gíslason gerðu mörkin gegn Ak- urnesingum og í leiknum gegn Austra skoraði Kristján Hreins- son 4 mörk, Karl Karlsson 3, Halldór Jóhannsson 2 og Jón Eg- ill Gíslason 1 mark. deildin aftur af stað: Keppnin í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu hefst aftur annað kvöld, og þá Ieika á Akureyri Þór og Fram. KA á hins vegar leik á miðviku- dagskvöld, mætir þá KR í Reykjavík. Varla þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi leiks Pórs og Fram, því þar mætast tvö lið sem eru í bullandi fallbaráttu. Pór og Fram eru neðst á stigatöfl- unni með 12 stig en þar skammt undan eru svo KA og Breiðablik með 13 stig. Tapi Þórsarar leiknum gegn Fram sitja þeir því einir á botni deildarinnar og þá er útlitið fyrst orðið s'vart. Sigur og þrjú stig geta hins vegar bjargað miklu og orðið það sem liðið þarfnast til þess að komast á sigurbraut og tryggja sæti sitt. Ekki verður róðurinn mikið léttari hjá KA sem á eftir fjóra útileiki og aðeins einn heimaleik. KA-menn verða svo sannarlega að berjast sem einn maður ef þeir ætla sér að halda sætinu í 1. deild, en liðið hefur sýnt að það hefur burði til þess. Og svona til þess að rifja upp fyrir mönnum stöðuna fyrir sumarfrí leik- manna: Akranes 12 10 1 1 22:8 31 Keflavík 13 7 3 3 16:11 23 Þróttur 13 4 6 3 14:12 18 Valur 13 4 5 4 15:11 17 Víkingur 12 4 4 4 21:20 16 KR 13 3 6 4 13:20 15 UBK 13 2 7 4 12:14 13 KA 13 3 4 6 19:27 13 Fram 13 3 3 7 14:17 12 Þór 13 3 3 7 16:21 12 Opna Húsavíkurmótið í golfi: Skúli vann sigur eftir hörð átök undir lokin „Ég veit ekki nema ég hefði bara sofíð áfram ef ég hefði ekki verið í baráttunni,“ sagði Skúli Skúlason GH er síðari dagur Opna Húsavíkurmótsins í golfí var að hefjast. Skúli sem jafnframt var mótsstjóri og dómari í mótinu hafði fengið gubbupest eftir fyrri dag móts- ins og því lítið sofíð. Hann var með örugga forystu eftir fyrri daginn, átti þá 4 högg á næsta mann, og svo fór að hann hífði sigurinn í land og vann Húsa- víkurmótið í fyrsta skipti. Rúmlega 70 kylfingar úr 8 golf- klúbbum mættu til leiks á Húsa- vík og léku þar í sæmilegu veðri á mjög skemmtilegum velli sem sennilega hefur aldrei verið betri. Keppt var í þremur flokkum, karla-, kvenna- og unglinga- flokki. Skúli Skúlason sem er for- maður kappleikjanefndar Golf- klúbbs Húsavíkur og hafði veg og vanda af undirbúningi mótsins sem slíkur, tók strax forystuna, en hann lék fyrri dag mótsins á 40 + 37 höggum eða 77 höggum. Annar var Kristján Guðjónsson GH á 81 svo forysta Skúla var 4 högg. Skúli mætti hálflasinn til leiks síðari daginn, var þá með upp- gangspest en lét það ekki á sig fá. með forgjöf: Kristján Guðjónsson GH Gísli Vigfússon GH Skúli Skúlason GH 141 149 149 Hann sagði áður en haldið var af stað að hann ætlaði sér að sigra, og það gerði hann þrátt fyrir að hart væri að honum vegið er líða tók á mótið. Þórhallur Pálsson GA sem hafði leikið á 89 höggum fyrri daginn lék nú við hvern sinn fingur, spilaði völlinn við parið og var farinn að sauma ískyggi- lega að Skúla. Það gerði einnig Kristján Hjálmarsson, fyrsti landsliðsmaður Húsvíkinga í golfi, en hann var valinn í lands- lið 21 árs og yngri í síðustu viku. án forgjafar: Sigríður B. Ólafsdóttir GH Sólveig Skúladóttir GH Pat Jónsson GA með forgjöf: Sigríður B. Ólafsdóttir GH Sólveig Skúladóttir GH Pat Jónsson GA 203 226 231 151 166 171 En Skúli gaf sig ekki, hann „sigldi" í gegn og er upp var stað- ið stóð hann efstur. Lítum þá á úrslit mótsins. Drengir án forgjafar: Ólafur Ingimarsson GH Ragnar Ragnarsson GH Aðalbjörn Pálsson GA 192 192 197 Karlar án forgjafar: Skúli Skúlason GH Þórhallur Pálsson GA Kristján Hjálmarsson GH Þórhallur sigraði Kristján í bráðabana, lék 1. holu á einu undir pari. 159 161 161 Hörkukeppni hjá strákunum. Eftir fyrri dag voru fjórir með möguleika á sigri en þeir skildu jafnir Ólafur og Ragnar er upp var staðið. í bráðabana fóru þeir og þá sigraði Ólafur. með forgjöf: Ólafur Ingimarsson GH 152 Aðalbjörn Pálsson GA 159 Ragnar Þ. Ragnarsson GH 160 Kristján í landslið Skúli Skúlason. Kristján Hjálmarsson kylfíng- ur úr Golfklúbbi Húsavíkur hefur verið valinn í landslið ís- lands undir 21 árs, og er Krist- ján fyrsti Húsvíkingurinn sem er valinn í landslið í þessari íþrótt. Val hans kemur ekki á óvart, Kristján hefur í sumar leikið mjög vel og hann hefur skipað sér í raðir bestu leikmanna lands- ins þótt ungur sé að árum. Verk- efni landsliðsins undir 21 árs er að keppa í Evrópumótinu sem fram.fer í næsta mánuði en auk Kristjáns eru í liðinu ívar Hauks- son GR, Úlfar Jónsson GK, Magnús Ingi Stefánsson NK, Þorsteinn Hallgrímsson GV og Sigurður Sigurðsson GS. Akureyrarmótið í sundi: Armann Helgi vann besta afrekið Ármann Helgi Guðmundsson vann besta afrekið á Akureyr- armótinu í sundi og er þetta þriðja árið í röð sem hann vinnur það afrek. Nú synti hann 100 metra skriðsund á 1:00,3 mín. sem gaf honum 550 stig. Þá voru á mótinu veittar viðurkenningar fyrir bestu af- rek í kvennaflokki og yngri aldursflokkum. í kvennaflokki hlaut Guðrún Tómasdóttir 358 stig, Svavar Þór Guðmundsson 425 stig í drengjaflokki, Birna Björnsdóttir 330 stig í meyja- flokki og Otto Karl Tulinius 281 stig í sveinaflokki. Sigurvegarar í hinum ýmsu greinum mótsins urðu sem hér segir, en á mótinu keppti einn- ig sundfólk frá Siglufírði og Bolungarvík: 50 m baksund mcvja: Birna Björnsdóttir, Óðni 50 m skriðsund sveina: Otto K. Tulinius, Óðni Sek. 44,6 Sek. 34,2 100 m skriðsund kvenna: Mín. 200 m fjórsund karla: Mín. 100 m bringusund drengja: Mín. Elt'n S. Harðard., UMFB 1:12,7 Ingimar Guðmundss., Óðni 2:44,6 Svavar Þ. Guðmundss., Óðni 1:28,6 Jón K. Sigurðsson, KS 1:28,6 100 m skriðsund karla: Ármann H. Guðm.s., Óðni Mín. 1:00,3 50 m skriðsund meyja: Anna M. Björnsdóttir, KS Sek. 37,3 50 m flugsund meyja: Sek. Anna M. Björnsdóttir, KS 42,9 50 m flugsund sveina: Gunnar Ellertsson, Óðni Sek. 41,1 50 m bringusund sveina: Otto K. Tulinius, Óðni Sek. 46,4 50 m baksund sveina: Sek. Kristján Sturlaugsson, KS 42,1 50 m bringusund meyja: Ása F. Kjartansdóttir, KS. Sek. 45,0 50 m llugsund kvenna: Elín S. Harðard., UMFB Sek. 37,2 50 m baksund kvenna: Elín S. Harðardóttir, UMFB Sek. 39,3 200 m fjórsund kvenna: Mín. 100 m bringusund karla: Mín. 100 m baksund karla: Mín. Elín S. Harðard., UMFB 3:01,3 Ingimar Guðmundss.,Óðni 1:19,3 Svavar Þ. Guðmundss., Óðni 1:18,7 Boltinn í marki Þórs, sigurmark KA er staðreynd. Á innfelldu myndinni sýnir Magnús Jónatansson dómari Sigurbirni Viðarssyni rauða spjaldið. Harkan var Myndir: KGA fyrirrúmi! — þegar KA sigraði Akureyrarmeistaramótinu KA er Akureyrarmeistari í knatt- spyrnu 1984. Liðið varði titil sinn frá í fyrra með því að sigra Þór í leik liðanna á laugardaginn með eina markinu sem skorað var í leiknum. Leikurinn einkenndist af hörku leikmanna, dómarinn sýndi gula spjaldið fimm sinnum í leiknum og einu sinni greip hann til þess rauða, en léleg knattspyrna var á boðstólum fyrir hina 580 áhorfendur sem borguðu sig inn á leikinn. Undanfarin ár hefur Akur- eyrarmótið ekki notið mikillar virð- ingar, hvorki meðal leikmanna né áhorfenda, en nú er verið að reyna að breyta því. Fyrir leikinn og í leikhléi skemmti HLH-flokkurinn ásamt liðsmönnum Ingimars Eydal og leikið skyldi til úrslita um Akur- eyrarmeistaratitilinn, framlenging og vítakeppni ef með þyrfti. Til þess að auka enn á sigur- viljann þá fær nú sigurliðið % hluta af hagnaðinum af leiknum, en það þykir mér þó með ólíkindum ef kaupa þarf leikmenn KA og Þórs til að berjast hvorir gegn öðrum. Þórsarar léku undan sterkri sunn- angolu í fyrri hálfleiknum og sóttu mun meira. Á 14. mín. áttu þeir að ná forystunni í leiknum. Guðjón Guð- mundson átti þá langa sendingu fram völlinn til Halldórs Áskelssonar sem lék upp að endamörkum, renndi síðan boltanum út á Kristján, en hörkuskot hans frá markteig small í stönginni innanverðri. Á 32. mín. átti síðan Halldór þrumuskot í þverslá KA- marksins eftir góðan undirbúning Bjarna. En fyrri hálfleik lauk án þess að mark væri skorað og gekk leik- mönnum afar illa að hemja boltann og allt of lítið reynt að halda boltanum niðri. KA hafði varla átt marktækifæri í fyrri hálfleiknum og mátti vel við una að sleppa með jafntefli í hálfleik. Minnstu munaði að KA gerði sjálfs- mark í upphafi síðari hálfleiks, og þurfti Þorvaldur í markinu að bjarga vel frá samherja. En KA-menn náðu nú mun betri tökum á leiknum undan golunni og pressuðu nokkuð án þess þó að leika vel. Á 14. mín. tók Erl- ingur Kristjánsson miðvörður KA aukaspyrnu fjá miðlínu, sendi fastan og háan bolta að marki Þórsara, mark- vörður þeirra Baldvin Guðmundsson kom út á móti, en misreiknaði eitt- hvað skotið, sem hann missti yfir sig og í netið fór boltinn. Mikil harka færðist nú í leikinn og átti dómarinn Magnús Jónatansson fullt í fangi með að hemja leikmenn. Hann var óspar á spjöldin og greip til þeirra af slíkum hraða að helst minnti á kúreka í byssuleik. Hann lét þó gulu spjöldin duga þar til á 30. mín. síðari hálfleiks að hann lét Sigurbjörn Viðarsson bakvörð Þórs hafa það rauða fyrir ljótt brot á Mark Duffield og léku því Þórsarar með 10 leikmenn síðustu 15 mín. leiksins. Þegar 8 mín. voru til leiksloka, léku þeir Óli Þór og Bjarni laglega í gegnum vörn KA, Bjarni komst í opið færi, en þegar hann ætlaði að skjóta braut Erlingur gróflega á honum og að sjálfsögðu var dæmd vítaspyrna. Árni Stefánsson tók spyrnuna, en Þorvaldur Jónsson markvörður KA varði glæsilega í horn. Síðasta tækifærið í leiknum fékk síðan Hafþór fyrir KA þegar hann komst einn í gegnum vörn Þórs í lok leiksins eftir langt útspark Þorvaldar, en Baldvin varði mjög vel skot hans, sló boltann upp í þverslána. Þannig lauk því leiknum með sigri KA 1:0 og í leikslok var þeim afhentur veglegur bikar að launum. Knattspyrnulega séð var þessi leikur afar slakur og bæði liðin þurfa mik- ið að laga hjá sér ef þeim á að takast að forðast fall í 2. deild. Lið Þórs lék betur í leiknum og hefði átt að sigra, en getuleysi þeirra uppi við mark andstæðinganna er ótrúlegt. Það er ekki hægt að tala um óheppni leik eftir leik. Það ætlar sér enginn að skjóta í stöng eða rétt framhjá úr dauðafærum og þegar það gerist er það vegna þess að menn eru ekki nógu góðir til að gera það sem þeir ætla sér að gera. Erfitt er að tína til leikmenn úr þess- um leik sem léku betur en aðrir. Þeir voru allir svipaðir. Guðjón lék nú all- vel hjá Þór og vonandi að hann sé að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann í allt sumar, Jónas og Nói standa ávallt fyrir sínu og það kom mér á óvart þegar Kristjáni var skipt út af í síðari hálfleik. Hjá KA lék Bjarni Jónsson af öryggi í vörninni og Þor- valdur markvörður bjargaði sigrinum fyrir lið sitt með því að verja vítið. Njáll, Stefán Ólafs og Mark Duffield fengu gul spjöld hjá KA, en Bjarni og Nói hjá Þór, auk þess rauða sem fyrr er getið. ÞA Hvað sögðu þeir? Magnús Jónatansson: Þorvaldur Jónsson: j „Ég var alltof góður við þá, tuðið og röflið var alveg með ólíkindum. Ég hefði getað gefið miklu fleiri spjöld í leiknum," sagði Magnús Jónatansson dómari sem gaf fimm gul spjöld og eitt rautt í leiknum. „Þetta var gott skot hjá honum, en hann náði því ekki nógu utarlega og ég fór í rétt horn. Já, ég var heppinn,“ sagði Þorvaldur Jónsson markvörður KA um vítaspyrnuna sem hann varði í leiknum og vildi ekki gera mikið úr þessu afreki sínu. Nói Björnsson: Þorsteinn Ólafsson: „Þetta var mjög lélegur leikur og lítið um knattspyrnu," sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs. „Ég vil sem minnst um þetta tala,“ bætti hann við. „Óánægður, vonbrigði, þetta var hreinasta hörmung," sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs er hann var cmirður álits á leiknum. „Tvö skot í stöng og misnotuð vítaspyrna, ekki glæta í þessu hjá okkur uppi við mark- ið og við verðum að leika betur ef við ætlum okkur fleiri stig í íslandsmót- inu. En ég óska KA til hamingju með Akureyrarmeistaratitilinn,“ sagði hann að lokum. Gústaf Baldvinsson: „Knattspyrnan var heldur bágborin leiknum," sagði Gústaf Baldvinssoi þjálfari KA eftir leikinn. „Það von þó jákvæðir punktar í þessu hj; okkur, við fengum ekki á okkur marl í leiknum, og við sigruðum sem e aðalatriðið þó við lékjum ekki vel. Éj er aldrei óánægður eftir sigurleik."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.