Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -13. ágúst 1984 Lærdomsnk ferð Eyfirðinga í álverksmiðjur Alcan í Kanada Vinnuskilyrði í alla staði mjög góð — Sameiginleg fréttatilkynning ellefumenninganna sem fóru til Alcan Sameiginleg fréttatilkynning frá þátttakendum í kynnisferð til Kanada: Dagana 7.-10. ágúst sl. fór 11 manna hópur Eyfirðinga í kynn- isferð til Kanada og heimsótti kanadíska álfyrirtækið Alcan. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast starfsemi Alcan í áliðn- aði svo og hvaða áhrif slíkur iðn- aður hefur á hérað þar sem land- búnaður er mikilvægur þáttur í atvinnustarfseminni. Þetta hérað, sem heitir Sagueny- St. Jean og er hluti Quebecfylkis, er af svipaðri stærð og ísland og íbúafjöldinn um 270.000 manns. Helstu auðlindir héraðsins eru vatnsorka, barrskógar og gras- lendi sem nýtt er til kvikfjárrækt- ar. Héraðið er eitt helsta mjólk- urframleiðslusvæði Kanada. Oll sú orka sem verksmiðjur Alcan nota í Kanada kemur frá eígin orkuverum. Orkufram- leiðsla Alcan í umræddu héraði er um 2.700 MW, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en öll raf- orkuframleiðsla á íslandi. Fyrirkomulag ferðarinnar var skipulagt fyrirfram af hálfu Alcan en ákveðnar breytingar voru gerðar á dagskrá í samræmi við óskir hópsins. M.a. var komið á fundi með fulltrúum bændasam- taka í héraðinu og farið var í kynnisför á kúabú sem Alcan rekur í 5 km fjarlægð frá einni af eldri álverksmiðjum fyrirtækisins í héraðinu. í máli fulltrúa bænda kom fram að ýmsir erfiðleikar hefðu komið fram í sambúð land- búnaðar og áliðju á fyrri ára- tugum, en þau vandamál væru nú úr sögunni eftir að bættar mengunarvarnir hefðu komið til. Hópurinn skoðaði eitt raforku- ver og tvær álverksmiðjur. Önnur álverksmiðjan, sem hóf starfsemi 1926, er ein sú stærsta í heiminum með um 450.000 tonna framleiðslu á ári. Þessi verk- smiðja var endurbyggð að nokkru leyti á stríðsárunum og vakti það athygli hópsins að þá þegar tók Alcan í notkun lokaða bræðsluofna. Síðari verksmiðjan sem hópurinn skoðaði var byggð £ "*» JF"** 'tm^" Athugað hvort einhver mengunaráhrif sjáist á barri trjánna í þremur áföngum á árunum 1977-1984 og er árleg framleiðsla hennar nú, fullbúinnar, um 170.000 tonn. Verksmiðja þessi er búin mjög fullkomnum meng- unarvörnum og að mati hópsins eru vinnuskilyrði í alla staði mjög góð. Það var samdóma álit sér- fræðinga Alcan í mengunarmál- um og fulltrúa bænda sem rætt var við um þessa nýju verksmiðju að engin mengunarvandamál væru samfara rekstri hennar. í þessu sambandi telur hópurinn rétt að leggja áherslu á að nátt- úrufarslegar aðstæður í nágrenni verksmiðjunnar eru að töluverðu leyti frábrugðnar aðstæðum í Eyjafirði. Fulltrúar Alcan leituðust við að svara öllum spurningum sem fram komu í ferðinni á mjög op- inskáan hátt og vakti athygli hópsins sú ríka áhersla sem fyrir- tækið leggur á góð mannleg sam- skipti innan fyrirtækisins, við nágranna þess og samfélagið í heild. Þátttakendur í ferðinni voru Valur Arnþórsson, sem jafn- framt var fararstjóri, Finnbogi Jónson, Hermann Sveinbjörns- son, Ingimar Brynjólfsson, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, Jón G. Sólnes, Jón Sigurðarson, Tómas Ingi Olrich, Tryggvi Gíslason, Valgerður Bjarnadótt- ir og Þóroddur Þóroddsson. mm M{ og athugað upp í nautgrip á búgarði Alcan í sama tilgangi. Engin sjáanleg mengun er frá nýja álverinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.