Dagur - 13.08.1984, Side 9

Dagur - 13.08.1984, Side 9
13. áqúst 1984 - DAGUR - 9 Gengið um kerskálann í nýja álverinu Grande Baie. Hlýtt á útskýringar framkvæmdastjóra Shipshaw-orkuversins. Aldursforsetarnir í ferðinni Jón G. Sólnes og Ingimar Brynjólfsson á leið yfir hafið í Alcan-þotunni. Myndir: Hermann Sveinbjörnsson. Valur Arnþórsson, sem var fararstjóri hópsins, ásamt framkvæmdastjóra nýja álversins. Lærdómsrík ferð og flest jákvæðara en menn áttu von á Ferð sú sem hópurinn fór í var í alla staði ákaflega lærdómsrík og um það voru allir þátttakendur sammála. Miðað við þá reynslu sem íslendingar hafa af samstarfi við alþjóðleg stóriðjufyrirtæki, þ.e. Alusuisse, kom mönnum mjög á óvart hve starfsmenn Al- can voru opinskáir og hreinskiln- ir. Þegar þeir heyrðu hve mikinn áhuga 11-menningarnir höfðu á að ná sambandi við fulltrúa bænda og náttúruverndarmanna, var allt gert til að auðvelda það og dagskránni, sem var mjög þröng og erfið, var breytt í sam- ræmi við óskir Eyfirðinga. Hvar- vetna voru háttsettir starfsmenn Alcan með í för, nema hvað þeir hurfu af vettvangi þegar hópur- inn ræddi við stjórnarmenn í bændasamtökum svæðisins. Gat því farið fram mjög opinská um- ræða um samskipti bænda við Alcan. Eins og fram kemur í sameig- inlegri fréttatilkynningu hópsins, sem allir tóku þátt í að semja á heimleiðinni aðfaranótt föstu- dags, töldu fulltrúar bænda að sambúðarvandamál álverksmiðj- anna og landbúnaðarins væru úr sögunni. Á því svæði sem hópur- inn heimsótti er mikil skógrækt og skógarhögg. Að öðru leyti er þetta fyrst og fremst mjólkur- framleiðslusvæði, en þarna er einnig korn- og kartöflurækt. Engin merkjanleg áhrif hafa orð- ið á grasframleiðslu þrátt fyrir stóraukna álframleiðslu í hérað- inu og skemmdir hafa ekki komið fram á trjám af völdum áliðnað- arins. Fulltrúar bændanna sögðu að ekki hefði orðið nein merkj- anleg breyting á jarðvegi í hérað- inu þau 60 ár sem áliðnaður hefur verið þar. Upphaflega var engin andstaða gegn því að álver yrðu reist á svæðinu. Menn litu á það sem guðsgjöf að stórt og öflugt iðnfyr- irtæki vildi hefja þar rekstur, enda var svæðið afskekkt og strjálbýlt. í upphafi þekktu menn ekki mengunarhættuna af stór- iðjurekstri af þessu tagi. Síðar þegar sú vitneskja var fyrir hendi hófst barátta fyrir bættum meng- unarvörnum og stóð hún í um 25 ár. Smátt og smátt var gengið að kröfunum og bændur telja ástandið fullkomlega viðunandi í dag. Á þröngu svæði umhverfis verksmiðjurnar er ekki stunduð grasrækt af öryggisástæðum, nema hvað Alcan hefur sitt eigið nautgripabú þar sem mengunar- hættan er hvað mest, um 5 km frá verksmiðjuvegg gamallar verksmiðju og í rtkjandi vindátt. Það er eins konar tilraunabú- garður til að kanna hugsanleg áhrif á dýrin og framleiðsluna. Þau hafa ekki verið merkjanleg, enda er mengunin á búgarðinum aðeins 6-7 ppm (parts per mill- ion) af flúor í grasinu, en við náttúrlegar aðstæður er slík mengun 4-5 ppm. Kröfur sem gerðar eru í Quebecríki hljóða upp á 40 ppm. Áðalálframleiðslusvæði Alcan er í Sagueny-St. Jean og það svæði skoðaði hópurinn. Parna er stærsta súrálsverksmiðja í Kan- ada, þarna er Arvida álbræðslu- verksmiðjan, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kanada og með þeim stærstu í heimi, með 432 þúsund tonna ársframleiðslu. Á stríðsárunum var verksmiðjan sem þarna var fyrir stækkuð í það sem hún er nú og endurbætt og þá þegar var öllum kerum í ker- skálum lokað. Aldarfjórðungi síðar var reist álverksmiðja á ís- landi með opnum kerum, eins og mönnum er kunnugt. í héraðinu eru einnig tvær aðrar álverk- smiðjur, í Alma með 73 þúsund tonna ársframleiðslu, og sú allra nýjasta og fullkomnasta í Grande Baie, með 171 þúsund tonna framleiðslu. í tengslum við þess- ar álbræðslur eru rafskautaverk- smiðjur og raforkuver sem Alcan á og má segja að áliðnaðurinn þarna sé að öllu leyti sjálfum sér nægur, nema hvað báxít þarf að flytja frá öðrum löndum. Upphaflega var okkur sagt að ekki mætti taka myndir inni í verksmiðjunum vegna fram- leiðsluleyndarmála. Pó fékk hóp- urinn ljósmyndara með sér í Shipshaw orkuverið fyrsta daginn og einnig í Arvida álbræðsluna. Tók hann myndir að beiðni hópsins. Seinni daginn fékk einn fulltrúi hópsins að taka með sér myndavélar í nýjustu verksmiðj- una, en þá var ljósmyndarinn ekki tiltækur að sögn Alcan- manna. Geysilegur munur var á þessari gömlu verksmiðju í Arvida og þeirri nýjustu. Þó hafa miklar endurbætur verið gerðar á þeirri gömlu. Að bera þetta saman var eins og svart og hvítt og þurfti enga sérfræðinga til að sjá þenn- an mun. í gömlu verksmiðjunni var töluvert ryk að sjá og sums staðar mikill hiti. í þeirri nýju var þetta með allt öðrurn hætti, hreinlegra og snyrtilegra en við eigum að venjast í mörgum iðn- fyrirtækjum á t.d. Akureyri. í nýju verksmiðjunni voru vinnu- skilyrði öll til mikillar fyrirmynd- ar og auk þess hefur verið komið upp geysimikilli sjálfvirkni, þannig að mannshöndin þarf óvíða að koma nálægt nema í sambandi við eftirlit. Þessi verk- smiðja var byggð í þremur 57 þúsund lesta áföngum og var þeim síðasta lokið á þessu ári. Við að skoða þessa nýjustu verksmiðju, sem nýtir að veru- legu leyti allt aðra tækni en eldri verksmiðjur og er líklega sú tæknilega fullkomnasta í heimin- unt í dag, breyttu margir í hópn- um um skoðun varðandi vinnu- stað eins og álver. Enda á þessi vinnustaður eiginlega ekkert sameiginlegt með þeim álverum sem íslendingar þekkja til nema nafnið. Þarna fer flest fram í meira og minna lokuðum kerfum. í þessu héraði virðist vera mik- il gróska, mikill og fjölbreyttur trjágróður, bæði barr- og lauftré. Héraðið er í dal, mjög víðum, umhverfis ána Saguenay. Lands- lag er með allt öðrum hætti en í Eyjafirði, þar sem allt er miklu þrengra. Þrátt fyrir þetta má full- yrða að margir í hópnum sem líta hvað mest til mengunarhættu varðandi uppsetningu álbræðslu við Eyjafjörð, óttast hana nú ekki svo mjög sem áður. Mengun er hverfandi lítil frá nýtískulegri verksmiðju, enginn reykur kem- ur frá henni og flúormengun er í lágmarki. Til marks má nefna það að kröfur eru gerðar um það í Kanada að flúor á hvert tonn af framleiddu áli megi ekki verða meiri en 1,45 kíló. í þessu nýja veri er talan 0,5-0,6 kíló af flúor á hvert framleitt tonn. Þar næst 99% af þeim flúor sem verður til við framleiðsluna og í þurr- hreinsiturnunum eða reykháfun- um er þessi árangur 99,5%. Stefna Alcan er að byggja smærri álverksmiðjur en áður var gert og þeir sögðust sjálfir lítt hrifnir af Arvida verksmiðjunni, sem framleiðir 430 þúsund tonn. Á næstu áratugum verður fram- leiðslan endurbætt í líkingu við nýju verksmiðjuna og byggðar smærri einingar. Fram kom í við- ræðum við bændafulltrúana að eitt starf í áliðnaði skapar 2,3 störf í öðrum greinum. Áliðnað- urinn greiðir mjög há laun, eða að meðaltali 14,50 Kanadadoll- ara á tímann (um 11-17 dollara eftir tegund starfa). Um 25% starfsmanna Alcan eru með há- skólagráðu af einhverju tagi, 33% með menntun sambærilega menntaskólanámi og aðrir með minni menntun. Það er mjög líklegt að öll um- ræða um álver við Eyjafjörð muni taka breytingum eftir þessa ferð til Kanada. I ferðinni voru bæði fulltrúar þeirra sem ekki hafa mátt heyra minnst á álver við Eyjafjörð og hinna sem hafa viljað skoða þessa hluti gaum- gæfilega. Margt kom á óvart í þessari ferð og flest ef ekki allt var mun jákvæðara en menn gátu búist við. HS ■:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.