Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 11
13. ágúst 1984- DAGUR-11 Minning: "fl" Jón Sigurðsson Borgarhóli F. 17. sept. 1915 - D. 10. juh 1984 Meö Jóni Sigurðssyni eða Jóni á Borgarhóli, eins og hann var oft- ast nefndur, er horfinn úr hópn- um einn af þeim sem settu mik- inn svip á bernskuheimili mitt á Munkaþverá. Reyndar bjó Jón legst af á næsta bæ, en örskammt er á milli bæjanna Borgarhóls og Munkaþverár. í mínum huga eru fjölskyldurnar þrjár, sem þá bjuggu á Munkaþverá, og fjöl- skyldan á Borgarhóli sem ein stór fjölskylda, enda náskyldar og mikill samgangur milli þeirra. Jón á Borgarhóli var sá eini úr þessum stóra fjölskylduhópi sem ekki var Norðlendingur. Hann kom að vestan og ég tók snemma eftir því að Jón skar sig dálítið úr á ýmsan hátt, bæði í málfari og öðru. Hann talaði með vestfirsk- um hreim og notaði önnur orð yfir ýmsa hluti en hitt fólkið. Að útliti skar Jón sig einnig úr. Hann var mun hærri en flestir aðrir og kraftalegur mjög. Við krakkarnir vissum að enginn var eins sterkur og Jón á Borgarhóli. Hann hafði verið á Bændaskólanum á Hvanneyri og lært þar ýmsar nýj- ungar í búskap. Auk þess kunni hann ýmsar kúnstir fram yfir aðra, t.d. að spila á harmoniku og smíða og renna fallega muni, og hann hafði líka siglt til Eng- lands með togara. Allt þetta og ýmislegt fleira gerði það að verkum að ég leit mikið upp til Jóns, en það var þó engin óttablandin lotning. Jón átti að vísu til að vera dálítið stuttur í spuna og stundum jafn- vel dálítið þurrlegur, en það var aðeins yfirborðið, á bak við bjó hlýja og glettni sem börn skynj- uðu fljótt, enda hafði Jón alla tíð sérstakt lag á að tala við börn og eignaðist vináttu þeirra strax við fyrstu kynni. Þannig urðum við Jón góðir vinir, að sögn hans sjálfs, undireins daginn sem hann kom að Munkaþverá til að verða kaupamaður hjá Stefáni ömmubróður mínum. Ég var ekki há í loftinu þá og man því ekki þau fyrstu kynni, en þegar ég man eftir mér var Jón giftur Siggu frænku minni og þau farin að búa í litlu húsi á Munkaþverá. Jón Sigurðsson fæddist á Bæj- um á Snæfjallaströnd 17. sept. 1915. Foreldrar hans voru hjónin María Rebekka Ólafsdóttir og Sigurður Ólafsson. Ólst Jón upp á Bæjum hjá foreldrum sínum í stórum hópi systkina. Alls voru þau fimmtán, og fjórtán komust upp, en auk þess átti Jón hálf- bróður, samfeðra. Foreldrar Jóns voru orðlagðir fyrir dugnað, enda hefur þurft átak til að koma upp svo stórum barnahópi. Á þeim árum var afkoma alþýðufólks ekki slík að það hefði ráð á að styðja börn sín til náms. Bæja- systkinin, sem öll voru atgervis- og hæfileikafólk, hlutu því sjálf að afla sér menntunar eftir því sem tækifæri gáfust. Um vorið 1933 birtist í blaði auglýsing frá Halldóri Vilhjálms- syni skólastjóra á Hvanneyri þess efnis, að nemendur ættu þess kost að vinna fyrir námskostnað- inum á Hvanneyrarbúinu eftir veru sína í skólanum. Þeir Bæja- bræður fréttu af þessari auglýs- ingu, og varð það úr, að Jón og Óskar bróðir hans, sem var nokkrum árum eldri, hófu nám á Hvanneyri um haustið og stund- uðu það í tvo vetur, en unnu svo á búinu fyrir námskostnaði. Án efa hefur Jóni gengið námið vel, því hann var mjög næmur og verklaginn. Minntist hann dvalar sinnar á Hvanneyri með ánægju og taldi sig hafa haft mikið gagn af henni. Segja má að hún hafi skipt sköpum í lífi hans. Að afloknu námi á Hvanneyri vorið 1935 bjóst Jón til heimferð- ar, en þurfti að bíða nokkra daga í Reykjavík eftir skipsferð vestur. Hitti hann þá bónda norðan úr Eyjafirði, Stefán Jóns- son frá Munkaþverá, sem stadd- ur var á heimili Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar og Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, sem var systir Halldórs á Hvann- eyri, en Jón hafði kynnst Finn- boga syni þeirra hjóna, þegar Finnbogi var að sumri til hjá frænda sínum á Hvanneyri, og höfðu þeir Jón orðið góðir vinir. Þín bernskuár liðu á Bæjum við Djúp, þeim bæ, sem þér öllum var kærri, þar strandfjöllin rísa með gnæfandi gnúp og gjöfuli særinn er nærri. Þeim böndum, sem tengja við bernskunnar reit, á brott er ei gerlegt að þoka. Því enda þótt flutt sé í fjarlæga sveit, þau fanga til ævinnar loka. Oss blöskrar hve tímans bylting hröð burtu því gamla ryður, bæir og garðar og hjallar og hlöð hverfa og molna niður. En allt, sem kærast við áttum hér, hver átthagablettur fríður, í heimi, sem okkur hulinn er, heilt og ósnortið bíður. Nú þjakar ei lengur né þyngir gang þrauta lamandi fjötur, en heim á bernskunnar blómavang eru beinar, skjótfarnar götur. Og nú, þegar loks þinni lausn er náð, og lengur ei meinin ægja, þá verður eí hikað né heldur áð á heimleið þinni til Bæja. Vinir þig kveðja er þú heldur nú heim þá hásumardagar líða, og þér er nú hlíft við hretum þeim, haustfölva og vetrarkvíða, sem umflúið getur enginn sá, er áfram skal lífsstríð heyja, en ellinnar byrði bera má, og bíða þess eins að deyja. Vorri síðustu för ei fresta má, nær fáum vér kvöð um hana. Inn til þín líta eflaust þá ýmsir, af gömlum vana, skeggræða margt og skiptast á skrýtlum og gamanorðum, og ófáar vísur yrkja og skrá, eins og svo margoft forðum. Baldur Eiríksson. Smáauglýsingaþjónusta Dags Það skal tekiö fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða næstu viku bætast aðeins 40 kr. við verð fyr- ir eina birtingu. Verð smáauglýs- ingar er nú 220 kr., miðað við staögreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti, en 280 kr. ef ekki er staðgreitt. Ef þessi nýja þjón- usta er notuð þá kostar auglýs- ingin nú 260 kr. birt tvisvar. Tilboð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu, Stefán á Munkaþverá var mágur Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, kvæntur Þóru systur hennar. Nú stóð svo á, að Stefán vantaði kaupamann og varð það úr, að Jón réði sig til hans. Það var því 1935 sem Jón leit Eyjafjörð fyrst, en dvöl hans þar átti eftir að verða lengri en eitt sumar. Á Munkaþverá trúlofaðist hann Sigríði, dóttur Stefáns og Þóru, og gengu þau í hjónaband árið 1936. Þau byrjuðu búskap á Munkaþverá, en fluttust árið 1938 í Borgarhól, eignuðust þá jörð nokkrum árum seinna og bjuggu þar alla tíð síðan, fyrir utan þrjú ár sem þau áttu heima á Akureyri, þegar þau þurftu að hætta búskap um sinn vegna van- heilsu Sigríðar. Þau hjónin eignuðust sex börn. Eru þau: Stefán Þór flugstjóri, búsettur í Luxemburg, kvæntur Auði Hauksdóttur, Arnheiður, gift Frey Ófeigssyni héraðsdóms- lögmanni, Akureyri, Sigmar Kristinn vistmaður á Sólborg, Jón Eyþór flugvirki, Kópavogi, Þorgerður sem starfar á tann- læknastofu, Hafnarfirði, Þóra Hildur, gift Þorsteini Vilhelms- syni skipstjóra, Akureyri. Auk þeirra átti Jón son, ívar, sem nú er látinn. Jón á Borgarhóli var mjög fjöl- hæfur maður, vel greindur og bókhneigður. Smiður var hann ágætur, þótt hann hefði lítið sem ekkert lært í þeim efnum, en syst- kinin frá Bæjum munu fleiri vera hög í höndum og einn bróðirinn, Halldór í Miðhúsum, Eiðaþing- há, fyrrverandi smíðakennari, er kunnur listasmiður. Jón smíðaði margan góðan grip, þeirra á með- al leikföng sem mér eru minnis- stæð, þó nú séu brotin og týnd, ennfremur ýmsa nytjahluti, svo sem húsgögn og fleira. Urðu þessir smíðisgripir til á stopulum stundum frá búverkum. A síð- ustu árum, þegar Jón hafði að mestu hætt búrekstri, eignaðist hann betri tæki til smíða en hann hafði áður haft og sá þá fram á að geta látið gamlan draum rætast; að smíða fagra gripi. En þá var heilsu hans tekið að hnigna, svo gripirnir urðu færri en hann hefði kosið. Það var ekki aðeins heimili Jóns sjálfs sem naut þess hvílíkur hagleiksmaður hann var, því ná- grannarnir leituðu oft til hans, þegar hagvirkni þótti við þurfa, og hann ætíð reiðubúinn öðrum til hjálpar, án þess spurt væri um endurgjald. Naut fjölskylda mín þessarar hjálpsemi Jóns ríkulega. Minnist ég þess með þakklæti um leið og langrar og góðrar vináttu hans og margra ánægjulegra stunda hjá Jóni og Siggu á Borg- arhóli. Kristín Jónsdóttir. Það er erfitt að trúa því að elsku afi okkar sé dáinn. Afi, sem okk- ur þótti svo vænt um, því hann var okkur alltaf svo góður. Það voru ekki svo fá sumur sem við vorum hjá afa og ömmu í sveit- inni og áttum við margar ánægju- legar stundir þar. Afi kunni mik- ið af sögum, ljóðum og mörgu fleira, sem hann eyddi miklum tíma í að kenna okkur. Hann var gamansamur og gerði hann oft að gamni sínu við okkur krakkana og aðra. Síðasta árið átti afi við erfiðan sjúkdóm að stríða, en aldrei kvartaði hann þótt oft væri hann mikið þjáður. Við þökkum elsku afa fyrir all- ar ánægjustundirnar, sem við átt- um með honum og kveðjum hann með sárum söknuði. Minningin um afa mun ylja okk- ur um ókomin ár. Ömmu vottum við dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja hana í sorg sinni. Sigga, Auður og Laufey. Bankastörf Innlánsstofnun óskar að ráða starfsfólk til bankastarfa. Verslunarskóla eða sarnbæríleg menntun æskileg. iÉfiNGABWÉlSl FELL hf. Kaupvangsstraeti 4 -Akureyri - slmi 25455 Staða bréfbera er laus til umsóknar. Allar upplýsingar á skrifstofu stöðvarstjóra, Hafn- arstræti 102, 2. hæð. Stöðvarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.