Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 13.08.1984, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA „Mun halda þessu starfi áfram“ - segir Jón Gíslason sem endurbyggir Gamla Lund „Ég er ákaflega undrandi yfir þeim hávaða sem orðið hefur um þetta mál. Ég þykist hins vegar vita af hverju hann er til- kominn, þeim leiðist sjálfsagt að það skuii hafa verið tekið fram fyrir hendurnar á þeim húsfriðunarnefndarmönnum og þjóðminjaverði,“ sagði Jón Gíslason húsasmíðameistari í samtali við Dag. Eitt Reykjavíkurblaðanna hefur gert úr því mikið mál að Jón sem keypt hafði Gamla- Lund skuli hafa rifið húsið og hefur blaðið fengið ýmsa aðiia eins og Þór Magnússon þjóð- minjavörð til þess að lýsa undrun sinni yfir því, og jafnvel reiði. Jón keypti húsið á sínum tíma, og fékk strax áhuga á því að koma því í nothæft ástand. Hins vegar kom í ljós að ekkert var nýtilegt í húsinu, og tók Jón því þá ákvörðun að fá fagmann til þess að teikna húsið upp eins og það var í upprunalegri myr.d, í því skyni að endurbyggja það. Var gamla húsið síðan rifið. "Ég mun halda þessu starfi áfram,“ sagði Jón, en hann hefur þegar hafist handa um endur- smíði hússins. „Það hafa þegar haft samband við mig aðilar sem hafa hug á að nýta húsið, t.d. menn sem telja að húsið sé heppilegt fyrir myndlistarsýning- ar. Ýmisleg önnur starfsemi í húsinu kæmi einnig til greina eins og smærri fundir og þess háttar.“ Jón Gíslason. Þrátt fyrir stressið og stritið í öllum alls staðar, þá geta sumir sofið - alltaf. Mynd: KGA Verðhrun á illseljanlegri rækju: i „Hættum ekki í bili að minnsta kosti“ — segir Valdimar Kjartansson sem á sæti í stjórn Árvers hf. á Árskógsströnd „Þetta er mjög slæmur tími hjá okkur, bæði til þess að halda áfram og einnig til þess að stöðva vinnsluna,“ sagði Guðmundur Ingólfsson fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunn- ar Árvers h.f. á Árskógsströnd er við ræddum við hann um þau tilmæli Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda að vinnslu rækju í landinu yrði hætt. Miklir erfiðleikar hafa verið með sölu á rækju, birgðir hafa hlaðist upp í landinu og auk þess hefur nánast orðið verðhrun á mörkuðum erlend- is. „Við höfum tekið á móti um 270 tonnum af rækju síðan vinnsla hófst hjá fyrirtækinu,“ sagði Guðmundur. Það má segja að við höfum fengið nægilegt hráefni og hér hafa yfir 30 manns unnið af tvískiptum vöktum. Við erum búin að framleiða um 60 tonn og höfum geta losnað við um helming þess. „Það er hins vegar salan sem er vandamálið. Breska verðið er nú um 1,80 sterlingspund fyrir pund- ið af rækjunni en var t.d. 2,40 pund á síðasta ári. Það er geysi- legt framboð á rækju og ég hef t.d. heyrt að Norðmenn séu farnir að bjóða lægra verð en 1,80 pund. En við munum halda fund og athuga hvernig við bregðumst við þessu vandamáli." - Sá fundur var haldinn í fyrrakvöld og við spurðum Valdi- mar Kjartansson sem á sæti í stjórn Arvers h.f. hverjar niður- stöður hefðu orðið þar. „Það verður ekki hætt, ekki í bili að minnsta' kosti,“ sagði Valdimar. Ég held hins vegar að þótt eitthvað losni um á mörkuð- um þá séu ekki líkur á því að verðið rjúki neitt upp samhliða því, framboðið er svo mikið að verðið gæti frekar lækkað en hitt. Ef við lítum svo á það sem að þeim snýr sem eru að fiska rækj- una þá sé ég ekki að neinn geri út á rækju ef verðið lækkar frá því sem nú er. Þetta hefur byggst á því að það hefur verið góður afli og varla fallið úr dagur sökum hagstæðs veðurfars en þegar veður fara að versna og verðið að lækka samhliða þá er ekki hægt að standa í þessu lengur,“ sagði Valdimar. gk-. „Engin ákvörðun verið tekin“ - segir stjórnarformaður Söltunarfélags Dalvíkur hf. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun vaðandi það hvað við gerum, hvort við hættum rækjuvinnslunni eða höldum henni áfram,“ sagði Júlíus Snorrason formaður stjórnar Söltunarfélags Dalvík- ur h.f. er Dagur ræddi við hann. „Við eigum töluvert miklar birgðir af rækju en ég hef ekki á takteinum hversu mikið það er, þetta hefur safnast upp hjá okkur, og svo fæst víst eitthvað lítið fyrir þetta þótt hægt væri að selja það. Það eru í gangi þreifingar varðandi framhald fyrirtækisins þannig að það er ómögulegt að segja á þessu stigi hvert fram- haldið verður, það eru miklu fleiri þættir sem spila þar inn í,“ sagði Júlíus. Það eru litlar breyting- ar fyrirsjáanlegar á veðrinu norðanlands. Það verður suðvest- ankaldi og e.t.v. ein- hverjar skúrir, að sögn veðurfræðings í morg- un. # Hræringar í verslunar- lífinu Eins og fram kom í Helgar- Degi þá hefur Leifur „sagna- banki" Sveinsson fest kaup á húsnæði því sem tísku- verslunin Parið hefur átt við Hafnarstræti. En Parið er ekki á götunni, því Gunnar Gísla- son og Ingunn Sigurgeirs- dóttir, eigendur verslunarinn- ar, hafa keypt jarðhæðina í Brekkugötu 3, þar sem Jón Bjarnason og Bjarki Tryggva- son hafa verið með veitinga- sölu og leiktækjasal. Þangað fer Parið í mun rúmbetri húsakynni en áður. Nú, svo er hann Bjössi Sveins, bólstr- ari, fluttur með bólstrun sina í gamla Eimskipshúsið við Skipagötu, sem í rauninni á að vera búið að rífa. En það stendur í málarekstri á milli Akureyrarbæjar og eigenda hússins og er beðið eftir úr- skurði Hæstaréttar. Á meðan fær húsið að standa. Björn var áður til húsa við Strand- götu, þar sem eitt sinn var verslunin Kjöt og fiskur, sem bræðurnir Mikael og Kristján Jónssynir ráku. Ekki vitum við hvað kemur i það hús- næði, en heyrst hefur að það verði hljómtækjaverslun, úti- bú frá Reykjavík. # Akureyrar- símaskrá í fæðingunni Ailir muna fjaðrafokið sem útkoma Akureyrarsímaskrár- innar hefur valdið undanfarin ár. Jón G. Sólnes var ábyrgð- armaður skrárinnar fyrst þeg- ar hún kom út, en þá voru það ungir sjálfstæðfsmenn sem stóðu að útgáfunni. f fyrra gaf Petit skrána út og Gunnar Berg var ábyrgðar- maður. Jón og Gunnar máttu búast við tukthúsvist fyrir til- tækið, þar sem Póstur og sími hefur einkarétt á að gefa út símaskrár. Þrátt fyrir það lætur Gunnar Berg ekki deig- an síga, því á næstunni kem- ur út símaskrá fyrir Akureyri á hans vegum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.