Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -15. ágúst 1984 María Guðmundsdóttir: Já, ég hef borðað mikið af nýj- um kartöflum og þær voru ákaflega góðar. Hefur þú smakkað nýjar íslenskar kartöflur í ár? Stefán Árnason: Ég tek upp hjá sjálfum mér og það er mjög góð uppskera, ég hef aðeins smakkað á henni. Óskar Hermannsson: Já, fyrir löngu síðan og þær voru mjög góðar. Ég fæ um 15-17-falda uppskeru af góð- um kartöflum. Jóhann Möller: Já, og þær voru fínar. Ég á ekki eigin garð. Valdís Albertsdóttir: Já, þær voru mjög góðar þess- ar sem ég smakkaði. - Rætt við Símon Gestsson, útibússtjóra að Ketilási í Fljótum Er tíðindamenn Dags voru á ferð í Fljótunum á dögunum rákust þeir á kaupfélagsútibú að Ketilási. En þar sem þeir voru á hraðferð á Siglufjörð var ákveðið að koma við á Ketilási daginn eftir og það stóð heima, Ketilás var enn á sínum stað og nú voru þessir sömu tíðinda- menn á hraðferð á Hofsós, en gáfu sér samt tíma til að staldra við og taka útibússtjór- ann tali. Útibússtjóri á Ketilási er Símon Gestsson og er hann hér í Viðtali Dags-ins. - Hvenær var þessu útibúi komið á laggirnar? „Petta er útibú frá Sauðárkróki og það tók til starfa 1978. Ég tók hins vegar ekki við fyrr en ’81.“ - Er mikið að gera hérna? „Yfir sumarið er nóg að gera. Við þjónum Fljótunum og ferða- mönnum sem leggja leið sína hingað. Petta eru krossgötur hérna, Siglufjörður-Ólafsfjörður og upp í Skagafjörðinn. Pað er þó nokkuð af ferðafólki sem kemur hingað yfir sumartímann. Á veturna er frekar lítið að gera, þá eru það bara sveitabæirnir hérna í Fljótunum." - Er ekki mikil ófærð hérna yfir veturinn og erfitt að komast í búð? „Jú, það er mikið rétt. Þá er kannski farið af einum bæ og hann tekur vörur fyrir næstu bæi í kringum sig. Sjálfur tek ég oft vörur fyrir nágrannabæi mína, ég vil hlífa fólkinu við að fara út í stórhríðina sem er ansi oft hér í Fljótunum yfir veturinn.“ - Hvað hafið þið opið lengi? „Yfir sumarið er opið frá kl. 9 á morgnana til 22 á kvöldin og kl. 13-22 um helgar. Við erum með tvískiptar vaktir, það eru 3 á hvorri vakt. Yfir veturinn er opið kl. 9-17.45 og til kl. 19 á föstu- dögum. Þá erum við bara þrjú sem vinnum hérna.“ - Þið eruð með meira en mat- vöru, er ekki svo? „Jú, það er margvísleg þjón- usta hérna. Hér er pósthús og ég sé algjörlega um það líka, það er innifalið í mínu starfi. Það er þó nokkuð að gera í því. Við erum með véla- og varahlutaverslun. Ég reyni að vera með alla vara- hluti í heyvinnuvélar. Ef ég á þá ekki til útvega ég það með næstu ferð. Þetta er mikilvæg þjónusta, því ekki mega vélarnar stoppa yfir heyskapinn hjá bændunum." - Er starfssvið útibússtjóra ekki ansi fjölbreytt? „Ætli það megi ekki segja það, ég sé um allt hérna. Panta inn vörur, sé um pósthúsið og fylgist með að ekkert vanti. Ég sé um alla reikninga, en sjálft bókhald- ið er unnið uppi á Sauðárkróki. Ég þarf að senda þeim söluskýrsl- ur og vinna sjóðbók." - Svona í lokin, geturðu sagt okkur eitthvað af sjálfum sér? »Ég er fæddur og uppalinn Fljótamaður. Áður en ég tók við útibússtjórastöðunni var ég vöru- flutningabílstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og mjólkurbílstjóri í sveitinni. Ég bý hér á Barði í Haganeshreppi, er þar með 50 rollur og nokkra hesta. Ég fer mikið á hestbak, er núna nýkom- inn ríðandi frá Vindheimamel- um. Það er mjög þægilegt að fara á hestbak á kvöldin þegar maður er búinn að hanga hér inni allan daginn." - HJS Símon Gestsson. Sóðaskapur eða hirðuleysi Ha alaqning a oli og gosdrykkjum í sjoppum Sigurjón Gunnlaugsson hringdi: Mér er farið að blöskra það hversu háa álagningu sjoppur og fleiri staðir sem selja gosdrykki geta haft. Sem dæmi get ég nefnt að ég fór inn á flugvöll og þar keypti ég mér eina litla kókflösku. Hún kostar frá verksmiðju 7,80 krón- ur en er seld út á flugvellinum á 25 krónur þannig að gróðinn á hverri flösku er orðinn 17,20 krónur. Það munar víst öllu hvað þetta snertir að þarna eru einir 6 stólar fyrir framan þar sem hægt er að tylla sér. Mér finnst hins vegar að það eigi að koma fram hvernig sjoppureksturinn þrífst. Þetta mun víst vera löglegt en mér of- býður þetta samt sem áður. Borgarbarn hringdi: Mig langar að leggja orð í belg varð- andi umhverfismál. Ég brá mér í ökuferð um daginn og ók þennan hefðbundna Eyjafjarðarhring mér til mikillar ánægju um flest, en því mið- ur var margt á þeirri leið sem stakk í augu. Ég man ekki betur en bændur og búalið hafi haft frumkvæðið að undirskriftasöfnun gegn álveri. Ástæðan var sú, að slíkt verði eins og kaun í fegursta firði landsins. Það fer ekki fjarri því að ég sé sammála þeim hvað varðar álverið, en eftir ökuferð- ina fékk ég á tilfinninguna að margir bændurnir hafi nú kastað steininum að álverinu úr glerhúsi. Mér ofbauð nefnilega sóðaskapur- inn sem blasti við mér á mörgum bæjum í einu „byggilegasta héraði landsins“. Víða mátti lesa tækniþró- un íslensks landbúnaðar á líðandi öld heima við bæjardyr. Tækin höfðu verið skilin eftir þar sem þau síðast höfðu verið notuð; heyvinnuvélar, dráttarvélar sem bílar. Ruslara- gangurinn er víða slíkur, að mig skortir orð til að lýsa honum. Slík umgengni er eins og kaun á fallegri sveit. Nú er ég ekki að halda því fram, að Eyfirðingar séu upp til hópa ekki- sens sóðar, því flestir eru þeir þrifa- menn. En ég held að þetta sé fyrir hreint hugsunarleysi; menn hafa alist upp við að þetta eigi bara að vera svona og svo eru hlutirnir látnir danka. Þess vegna skora ég á Eyfirð- inga að taka sig nú á og hreinsa drasl- ið burtu. Sem betur fer eru til undan- tekningar; ég nefni Stóra-Hamar sem dæmi. Ábúendur þar ættu að taka Eyfirðinga í kennslustund í um- gengni til sveita.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.