Dagur


Dagur - 15.08.1984, Qupperneq 4

Dagur - 15.08.1984, Qupperneq 4
4 - DAGUR -15. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fyrirhyggjuleysi er slæmur ferðafélagi Um helgina gerðust hörmulegir atburðir inn til fjalla. Ungt fólk, komið um langan veg frá fjarlægum löndum til að kynnast stórbrotinni íslenskri náttúru, lét lífið fyrir því afli sem í náttúrunni býr. Atburðir sem þessir eru því miður ekkert einsdæmi og á undanförnum dögum hefur nær daglega mátt lesa og heyra fréttir af slysförum í óbyggðum landsins. Það er því ljóst að eitthvað er að og aðgerða er þörf til að sporna gegn slíkum óhöppum. Sigurður Jósefsson bóndi á Torfufelli er vanur fjallamaður og hefur oft liðsinnt þeim sem ætlað hafa inn á öræfi upp úr Eyjafjarð- ardal, oft illa búnir. Hann segir í nýlegu helg- arviðtali í Degi, að hann hafi oft hugsað út í hversu mikla möguleika við íslendingar eig- um ónýtta í sambandi við ferðalög í óbyggð- um landsins. Sigurður greinir frá sínum hug- myndum í þessu sambandi, en segir síðan: „Það er bara eitt í þessu; mér hefur fundist sem ferðaskrifstofur erlendis geri of mikið úr góða veðrinu uppi á öræfum, þar sé alltaf logn og blíða, sumarsól. Það verður að gera mönnum grein fyrir því, að hætta er á að þeir hreppi tvísýn veður. “ Síðar í viðtalinu nefnir Sigurður dæmi um fyrirhyggjuleysi ferðamanna: „Eitt sinn kom hingað þýskur náungi um miðjan október og ætlaði að ganga suður yfir fjöll. Hann var á götuskónum einum saman til fótanna og leist okkur illa á fyrirhugaða ferð hans og þótti hann lítt undir langar göngur búinn. Við gát- um talið hann af þessari ævintýramennsku og var hann okkur þakklátur fyrir og sendi kveðju þegar hann var kominn heill á húfi heim til Þýskalands aftur. “ Ekki eru allir ferðamenn jafn lánsamir og sá sem fór um garð hjá Sigurði. Margir ana út í ófæruna án þess að leita sér upplýsinga hjá kunnugum og reyndum mönnum, ellegar þá að fengnar upplýsingar reynast ekki haldgóð- ar. Þar við bætist að upplýsingar um færð og veður á fjallaleiðum íslands gilda skammt, því saklaus lækur að morgni getur verið orð- inn að skaðræðisfljóti að kveldi. Þess vegna þarf að fara að með gát og opinberir aðilar þurfa að stórauka varnaðarorð og bæta leiða- merkingar á öræfum. Tíð slys og hrakningar erlendra ferðamanna á fjallvegum íslands mega ekki verða til þess að drepa þann vísi sem vaxinn er í þjónustu við ferðamenn hér- lendis. — GS. „Fjördagur“ — Hátíð fyrir krakkana Sunnudaginn 26. ágúst standa skátar um land allt fyrir barna- og unglingadegi. Fyrirmyndin að þessum degi er Reykjavík- urmót barnanna sem skátar í Reykjavík hafa verið með síð- ustu tvö ár og vel hefur þótt takast. Þó að skátar sjái um framkvæmd hátíðarinnar er öllum heimil þátttaka og allir hvattir til að mæta. Fjördagur nefnist hátíðin og verður þar háð keppni í hinum ýmsu þrautum og verður keppt í tveim aldursflokkum, 7-9 ára og 10-12 ára. Greinarnar verða tíu talsins, til dæmis verður keppt í snú-snú, að ganga á girðingu, kvartmílu á reiðhjólum, húla- hopp og fleira í þeim dúr. Verð- laun verða veitt fyrir hverja grein. í gangi verður fimmtar- þraut og tugþraut, gefin verða tíu verkefni sem krakkarnir eiga að leysa og ef þau leysa fimm þeirra hafa þau lokið keppni í fimmt- arþraut og ef þau ljúka öllum verkefnum er tugþrautinni lokið. Allir sem ljúka fimmtar- eða tugþraut fá viðurkenningu. Einnig verður ýmislegt á seyði sem fremur verður sniðið fyrir unglinga, reynt verður að fá hljómsveitir til að spila og for- ráðamenn Fjördags hafa áhuga á að fá svokallaðar „bílskúrshljóm- sveitir" bæjarins til að koma úr skúrunum og láta í sér heyra á hátíðinni. Þá er viðbúið að ein- hver fyrirtæki í bænum verði með tískusýningu á skólafatnaði og fleira í þeim dúr. Á Fjördegi verður seldur Fjörkall, brúða sem er tákn dagsins. Og að sjálfsögðu verða góðmetisbúðir á svæðinu. Þátt- taka í Fjördegi kostar ekkert, hvorki aðgangseyrir né þátttöku- gjald í keppnum. Skátar ætla sem sé að sjá um skipulag, en öllum er frjálst að troða upp með atriði, hvort sem um er að ræða sýningu eða aðra skemmtun. Dagskráin er enn ekki fullmótuð og við ýmsu að búast. Fjörið verður á opna svæðinu fyrir neðan Samkomu- húsið, sunnudaginn 26. ágúst. - KGA. Þing Sjálfsbjargar - Landssambands fatlaðra: Mótmælir niðurskurði á Framkvæmdasjóði 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. var haldið í Sjálfsbjargarhúsinu, dagana 8.-10. júní sl. Þingsetning var venju frem- ur hátíðleg þar sem minnst var 25 ára afmælis samtakanna er stofnuð voru 4. júní 1959. Af því tilefni tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, á móti þingfulltrúum að Bessa- stöðum. Aðalumræðuefni þingsins var lífeyris- og tryggingamál og höfðu þeir Ingólfur Ingólfsson, félagsfræðingur og Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri almennra lífeyrissjóða, þar framsögu. Mörg önnur hagsmunamál fatlaðra voru einnig á dagskrá og fylgja hér helstu ályktanir: 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. mótmælir harðlega þeim niður- skurði á Framkvæmdasjóði fatl- aðra, sem nemur meira en helm- ingi lögboðinnar greiðslu úr sjóðnum. Samtökin höfðu vænst mikils af hinum nýju lögum um málefni fatlaðra, og harma því mjög þessa skerðingu sjóðsins þegar á fyrsta ári eftir gildistöku laganna. Þetta hefur ekki aðeins í för með sér mikinn drátt á þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar heldur kemur algjörlega f veg fyrir möguleika á nauðsyn- legum nýframkvæmdum. Þingið harmar afgreiðslu Al- þingis á „Búsetamálinu", þar sem jjar hefðu opnast góðar leiðir fyr- ir fatlaða í húsnæðismálum. Jafn- framt beinir þingið því til lands- sambandsstjórnar að hún fylgist náið með framvindu „Búseta" og taki jafnvel upp viðræður við forsvarsmenn „Búseta" um hvort og hvernig hægt sé að tryggja fötluðum húsnæði á sem viðráð- anlegustum kjörum. Þingið beinir þeim tilmælum til svæðisstjórna, að þær hvetji sveitarfélög og atvinnurekendur til að stofna til nýiðnaðar sem tæki mið af vaxandi þörfum fyrir ný atvinnutækifæri handa fólki með skerta starfsorku. Þingið bendir á þá leið í þessu sambandi að sveitarfélög veiti atvinnurek- endum fyrirgreiðslu hvað lóða- mál og aðra þjónustu á vegum sveitarfélagsins varðar, gegn því að stofnandi fyrirtækisins skuld- bindi sig til að veita ákveðnu hlutfalli af fötluðu fólki atvinnu í fyrirtækinu. Þessi fyrirtæki yrðu að öðru leyti óvernduð og í þeim ynnu saman jöfnum höndum fatl- aðir og ófatlaðir. Þingið bendir á þá tilraun í þessa veru sem Ör- yrkjadeild ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, Vinnumiðl- un Kópavogs og fleiri aðilar eru að gera í þessa átt á Reykjavíkur- svæðinu. í framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára voru kjörin: Formaður: Theodór A. Jónsson, Seltjarnarnesi. Vara- formaður: Jóhann Pétur Sveins- son, Reykjavík. Ritari: Kristín Jónsdóttir, Reykjavík. Gjald- keri: Vikar Davíðsson, Reykja- vík. Meðstjórnandi: Valdimar Pétursson, Ákureyri. Varamenn: Guðmundur Hjaltason, Akur- eyri, Valgerður Guðjónsdóttir, Grindavík, Helga Axelsdóttir, Neskaupstað. Olöf Ríkharðs- dóttir og Sigursveinn D. Kristins- son, sem átt höfðu sæti í fram- kvæmdastjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Landssambandsstjórn er þann- ig skipuð: Reykjavík Trausti Sig- urlaugsson, Austurland Unnur Jóhannsdóttir, Stykkishólmur Lárus Kr. Jónsson, Akranes Halldór Sigurðsson, Húsavík Árni Björn Þorvaldsson, Suður- nes Friðrik Ársæll Magnússon, ísafjörður Messíana Marsellíus- dóttir, Bolungarvík Jóhann Kristjánsson, Vestmannaeyiar Arnmundur Þorbjörnsson, Ár- nessýsla Pálína Snorradóttir, Ak- ureyri Snæbjörn Þórðarson, Sauðárkrókur Branddís Bene- diktsdóttir, Siglufjörður Valey Jónasdóttir, Blönduós Guð- mundur Klemenzson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.