Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -15. ágúst 1984 Þegar minnst er á Siglufjörð er sffd það fyrsta sem kemur upp í hugann, en það er unnið fleira en sffd á Siglufírði. Þar eru frystihús, tvö meira að segja, og er annað þeirra Þormóður rammi. Á ferð sinni um Siglufjörð fyrir skemmstu, heimsóttu Dagsmenn Þormóð ramma. Yfírverkstjóri erJón Páll Salvarsson, upprunninn úr Reykjavík. Við feng- um Jón til að leiða okkur í allan sannleik- ann um Þormóð ramma. - Þetta er nýleg bygging sýnist mér, hvenær fluttuð þið í þetta húsnæði? „Það er um VA ár síðan við fluttum í þetta hús. Við vorum áður í gömlu húsi sem búið er að breyta í þurrkhús." - Hvað þurrkið þið þar? „Það eru nú aðallegá ýmiss konar fiskhausar. Við hirðum hausana og þurrkum í klefum. Þeir fara á Nígeríumarkað, þar eru þeir víst borðaðir með bestu lyst." - Hvað hafið þið margt fólk í vinnu? „Þessa dagana eru hér 50-60 Mikil vinna í alit sumar Dagur heimsækir frystihúsið Þormóð ramma á Siglufirði Jón Páll Salvarsson, yfirverkstjóri. manns í vinnu, en 80 þegar er fullskipað. Þetta er mikið til skólafólk yfir sumarið. Við erum með 2 togara og það er búið að vera mikið að gera í sumar. Við getum bætt við 30 konum án þess að færi að þrengja að." - Ykkur vantar sem sagt fólk í vinnu? „Já, og það virðist vera sama sagan hjá frystihúsum um allt land. Við höfum engar verbúðir og getum því ekki tekið við að- komufólki nema það geti útvegað sér húsnæði. Það má segja að það sé slegist um hvern mann sem losnar hér í bænum. Þú mátt geta þess að það geti allir fengið vinnu hérna sem geta útvegað sér hús- næði." - Þið eruð búnir að tölvu- Fiskurinn kominn í neytendapakkningar. Þá er að setja hann á plötur eins og verið er að gera hérna. Fiskurinn er síðan frystur og fer loks til neytenda vítt um héiminn. væða, sé ég. „Tölvan kom um leið og húsið var opnað. Hún er tengd við hverja vigt í húsinu og því er hægt að fylgjast vel með hvað framleiðslan er mikil. Þetta er ákaflega þægilegt." - Nú hefur verið deilt á bón- uskerfið að undanförnu, er engin óánægja með það hjá ykkur? „Ekki hef ég orðið var við það. Það væri enginn í húsinu ef ekki væri bónus. Hann tvöfaldar laun- in hjá sumum. Ég held að starfs- fólkið sé frekar ánægt hjá okkur. Við erum með hátalarakerfi í húsinu og það er hægt að hlusta á útvarp og kassettur, það er mesti munur.. Yngra fólkið vill spila af kassettum en eldra fólkið vill hlusta á útvarp. Þetta verður ennþá meira rriál þegar Rás 2 kemur." - Hvað er unnið lengi á daginn? „Við byrjum kl. 7 á morgnana og hættum yfirleitt kl. 6 á daginn og svo er unnið flesta laugardaga. Fólki finnst þetta betra. Ef það er unnið 8 tíma er fólkið búið kl. 4 og hefur þá smáhluta af deginum fyrir sig." - - Takið þið ungt fólk í vinnu? „Við tökum helst ekki krakka yngri en 15 ára. Við fengum samt einn hóp úr unglingavinnunni til að vinna við hausaverkunina, þau eru 13 og 14 ára." Undirrituð tók eftir því að það voru stelpur að fást við vélarnar og þar sem það er vaninn að sjá karlmenn í þess konar störfum var Jón spurður út í þetta. „Við erum eingöngu með stelpur á vélunum. Það fer bara eftir húsunum hvort það eru stelpur eða strákar á þeim, þetta er bara vani. Síðan ég kom hing- að hafa eingöngu verið stelpur á vélunum." - Hvernig hefur þér líkað á Siglufirði? „Bara mjög vel. Ég er búinn að vera hérna í 9 mánuði, réði mig í 1 ár og er að hugsa um að vera eitthvað lengur, en það er ekkert ákveðið ennþá. Ég held samt að ég gæti ekki hugsað mér að setj- ast hérna að. Eg er að byggja í Reykjavík og kom hingað til að safna fyrir því. Það fara allar peningarnir í steinsteypuna." HJS Fullir bakkar af fiski sem bíða eftir meðhöndlun. Fiskur og aftur fiskur. ^::*SKí::.¦::¦. ::...¦:::.:¦ ¦. ¦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.