Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 15.08.1984, Blaðsíða 7
15. ágúst 1984 - DAGUR - 7 Kristín hafði hraðar hendur við snyrtinguna, greip hvern orminn á fætur öðrum og kom þeim fyrir kattarnef. Þama er verið að pakka 5 eða 10 punda fiski. Ábúðarfullir yfirmenn og verkstjórar ganga um salinn og fylgjast með að allt sé í stakasta lagi. Þessi með möppuna undir hendinni er ekki að fara á 01- ympíuleikana. 39 Fleirí ormar i i I inum en áður var - segir Kristín Aðalbjörnsdóttir, sem unnið hefur við fiskvinnslu í 30 ár Það var alveg að koma kaffí og fíestir farnir fram er bjallan hríngdi. Ein kona stóð samt áfram við borðið sitt og snyrti, þurfti víst að klára úr kassanum sem hún varmeð. Það var ekki um annað að ræða en að stela nokkrum mínút- um frá Krístínu Aðal- bjórnsdóttur, fyrst allar hinar voru farnar fram. Hún tók vel í spjall og myndatöku. Handtökin voru hröð oggreinilegt að þarna var enginn viðvan- ingur á ferð. Fiskinum er slengt á borðið, beina- garðurinn skorínn úr, hann má ekki vera of þykkurþá verður nýtingin slæm. Haukfrán augu leita að bannsettum orminum í fiskinum, og hann snar- lega gómaður ef til hans sést. Kantarnir eru snyrtir, aðeins afstirtiunni og þar með er fiskurinn klár til pökkunar. - Ertu búin að vinna lengi viö fiskvinnslu? „Ætli ég sé ekki búin að vinna í 30 ár í íshúsi. Ég er búin að vinna hjá Þormóði ramma síðan hann var stofnaður og þar á und- an var ég fyrir sunnan í fiskverk- un. Það var á Kirkjusandi." . - Ertu ekki með háan bónus,, svona vön? „Það fer allt eftir ástandi þorsksins. Ef hann er stór og góður er hægt að fá ágætan bónus." - Ertu með þannig fisk núna? „Nei, þessi fiskur er leiðin- legur. Hann er laus og mikill ormur í honum, en hann er ekki skemmdur." - Er mikill ormur í þorskin- um? „Já, mér finnst vera mikill ormur í þorski nú til dags. Mér finnst hann hafa aukist, það er líka talað um það. Þegar ég var fyrir sunnan var ekki svona mikill ormur." - Líkar þér fiskvinnan vel? „Já, já, mér líkar hún ágæt- lega, ég hef ekki yfir neinu að kvarta." Við töfðum hana þá ekki iengur, allir farnir fram í kaffi og fiskvinnslufólki veitir víst ekki af smáhvíld og ljótt að stela af því kaffitímanum. - HJS Pab þarf að 99 borga fisk- vinnuna betur 2.000 kr. Það á að borga þetta miklu betur, þetta er það sem heldur þjóðfélaginu uppi." - Þú vildir þá líklega ekki missa bónusinn? „Nei, það er sko ábyggilegt. Bónusinn er ekkert slæmur. Fólk vinnur mjög jafnt þó hann sé, það er ekkert að flýta sér." - Er fiskvinnan ekkert ein- hæf? „Mér finnst alls ekki leiðinlegt að vinna í fiski, það er margt miklu leiðinlegra. Eg hef unnið í búð og á hóteli og mér finnst þetta betra. Áður en ég fór að vinna hér fannst mér ég vera svo bundin í vinnunni. Það er alltaf hægt að fá að skreppa frá í fisk- vinnunni. Ég er því mjög ánægð með þessa vinnu, ég held að t.d. skúringar á sjúkrahúsi séu miklu leiðinlegri." - Vinnurðu allan daginn? „Já, ég vinn allan daginn og er með heimili. Börnin eru orðin stálpuð, ég er ekki með nein smábörn, þetta er því ekkert erfitt," sagði þessi hressa kona að lokum. - HJS - segir Björg Jóhannsdóttir, sem vinnur við pökkun Eftir spjall við verkstjór- ann brugðum við okkur inn i sal og virtum fyrir okkur fólk við vinnu sína. Þarna voru konur á öllum aldri, efsvo má segja, við að snyrta og pakka físk. Þarna var líka karípening- ur, ætii þeir færi ekki kon- unum fískinn íbökkum og brýni fyrir þær hnífana, það er vinsælla aðþeir bíti vel. Það var svona rétt að maðurþorði að trufía kon- urnar við vinnuna, þær leggja sig allar fram til að ná sem mestum bónus. Þarna var ein góðleg við pökkun og við svifum á hana. Kvaðst hún heita Bjórg Jóhannsdóttir. - Ertu búin að vinna hérna lengi? „Ég er búin að vinna hjá Þor- móði ramma síðan 1969, fyrst í gamla húsinu og fylgdi svo með þegar flutt var í þetta húsnæði." - Ertu ánægð með kaupið? „Ja, það er nú erfitt að segja um það. Tímakaupið er allt of lágt, en bónusinn gerir kaupið sæmilegt. Tímakaupið í dagvinnu ekki nema 2.600 á viku og er bónusinn getur verið svona um Bjórg Jóhannsdóttir gaf sér smátíma lil að lila upp frá pökkuninni og þá var tækifærið gripið og smellí af henni mynd. Texti og myndir: HJS 09 mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.