Dagur - 15.08.1984, Síða 12

Dagur - 15.08.1984, Síða 12
Akureyri, miðvikudagur 15. ágúst 1984 ÞJÓNUSTA FYRIR PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI OLÍUSLÖNGUR og BARKA vöNDUÐ vinna HÁÞRÝSTISLÖNGUR „Hafnarleysið er algjörlega óviðunandi - segir Hilmar Kristjánsson oddviti á Blönduósi „Meginrökin fyrir því að við höfum ekki fengið fjárveiting- ar til hafnargerðar hér á síð- ustu árum hafa verið þau að ekki hafi verið unnið nægilega að undirbúningi málsins auk þess sem deildar meiningar eru uppi um nauðsyn hafnar hér. Fjárveitingavaldið virðist álíta aö við eigum eingöngu að byggja okkar afkomu á verslun og þjónustu,“ sagði Hilmar Kristjánsson oddviti á Blöndu- ósi er við ræddum við hann. „Þrátt fyrir að hér sé engin hafnaraðstaða þá hefur verið mikill vaxtarbroddur í útgerð héðan. Fyrirtækið Særún á og gerir út tvo báta sem hafa verið bæði á rækju- og hrefnuveiðum. Það er mikill uppgangur í þessu fyrirtæki og þeir hafa verið í miklum framkvæmdum í sumar. Það ástand sem við búum við varðandi hafnarleysið er hins vegar algjörlega óviðunandi og kemur í veg fyrir að þetta geti þróast með eðlilegum hætti. Það fylgir því mjög mikill aukakostn- aður að þurfa að flytja aflann langar leiðir í landi en bátarnir hafa landað að mestu leyti á Skagaströnd en það hefur jafnvel þurft að aka aflanum á bílum frá Siglufirði ef bátarnir hafa þurft að landa þar. Það hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf vegna hafnar- gerðarinnar síðustu árin og það er von okkar að ekki verði hægt að skjóta sér lengur á bak við það að veita fé í þessa brýnu fram- kvæmd á þeim forsendum að málið hafi ekki verið vel undir- búið,“ sagði Hilmar. 114 án atvinnu Utn síðustu mánaðamót voru 114 skráðir atvinnulausir á Ak- ureyri samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofu bæjarins, og voru það 30 karl- ar og 84 konur. í júlí voru skráðir 1.875 heilir atvinnuleysisdagar en það svarar til þess að 85 manns hafi verið at- vinnulausir allan mánuðinn. Gef- in voru út í júlí 314 atvinnuleysis- bótavottorð með samtals 1.930 heilum bótadögum. „Fiskur og aftur fiskur, það er það eina sem Islendingar hugsa og tala um, næstum því. Annars eru þeir ágætir. Og veðrið hérna er miklu betra en ég bjóst við - lopahúfan er algjör óþarfi . . .“ Mynd: KGA Góður afli hjá togurum ÚA Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hafa aflað vel að undanförnu. í síðustu viku landaði Sléttbakur 268 tonnum og var meginaflinn karf! eða 253 tonn. Skiptaverðmæti rúmlega 1,5 milljón krónur. Svalbakur landaði á fimmtu- dag 161 tonni og var það allt þorskur nema um 5 tonn. Skipta- verðmæti aflans var um 1,8 millj- ónir. Þegar við ræddum við Einar Óskarsson hjá ÚA fyrir helgina sagði hann að von væri á Kaldbak nú strax upp úr helginni. Sl. föstudagsmorgun var skipið kom- ið með 260 tonn af þorski, búið að setja í alla kassa en jafnvel reiknað með að skipið kæmi með um 330 tonn í land. Mikil vinna var í frystihúsi ÚA í síðustu viku, og á laugardag var unnið samkvæmt undanþágu, en eins og kunnugt er hefur helgar- vinnubann verið í gildi í sumar og verður til næstu mánaðamóta. Akureyrarbær: Vinnuvika verkfræðinga í 38 stundir „Ég tel að með þessum samn- ingi sé bæjarstjórn að gefa fordæmi um styttingu vinnu- vikunnar hjá öðrum starfshóp- um,“ segir m.a. í bókun sem Helgi Guðmundsson gerði á fundi Bæjarráðs Akureyrar 26. júlí sl. Á fundinum var m.a. til um- ræðu kjarasamningur sem Akur- eyrarbær hefur gert við Stéttar- félag verkfræðinga. Bæjarráð samþykkti samninginn, sem m.a. felur í sér styttingu vinnuvikunn- ar hjá verkfræðingum, úr 40 stundum í 38 stundir. Vegna þess segir í bókun Helga: „Ég hlýt að fagna þessum merku tíðindum og hvetja önnur stéttarfélög til þess að veita þessum réttarbótum at- hygli.“ Samningur Akureyrarbæjar og verkfræðinganna var endanlega samþykktur í bæjarstjórn í gær. Þar kom fram að verkfræðingar hjá Akureyrarbæ hefðu mun lak- ari kjör heldur en kollegar þeirra hjá sjálfstæðum verkfræðistofum í bænum. Vinnustyttingin væri því skref til að jafna þetta bil. Valgerður Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi Kvennaframboðsins, taldi styttinguna jafngilda um 9% launahækkun, þar sem hún kall- aði á auknar eftirvinnutekjur hjá verkfræðingunum. Það kom jafn- framt fram í máli hennar og fleiri bæjarfulltrúa, að stytting vinnu- vikunnar væri æskileg, en ekki tímabær aðgerð á meðan stórir hópar launafólks geta ekki lifað af launum eftir 40 stunda vinnu- viku. - GS. Síld á Sigló Bátar á Siglufirði eru nú að hefja lagnetaveiðar og síldin hefur þeg- ar gert vart við sig í firðinum, þó í litlum mæli sé. Viggó landaði 5 tunnum á sunnudaginn og í gær mun hann hafa verið með um 2 tunnur. Fleiri bátar lögðu net sín í gær og vonast Siglfirðingar eftir drjúgri síldveiði í baust. í landi er þegar farið að undirbúa söltun, jafnvel í söltunarstöðvum sem ekki hafa starfað í mörg ár. — GS. Það verður þokumóða ríkjandi á Norðurland- inu fram að helgi, suð- læg átt og skýjað, en hiti verður breytilegur að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun. # Jón forseti Jón G. Sólnes var forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi hennar í gær. Ástæðan var sú, að Sigfríður Þor- steinsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, var fjarverandi og varaforsetarnir, Helgi Guð- mundsson og Freyr Ófeigs- son, gátu heldur ekki mætt. Þá var ekki um annað að ræða en leita til aldursforset- ans, sem reyndist vera Jón G. Sólnes. # Reyndist mesti gailagripur Landinn er þekktur fyrir að vera á varðbergi í viðskiptum við útlendinga, jafnvel er reynt að plata þá aðeins; þó ekki væri nema með því að selja þeim maðkaða skreið. Slíkir prettir geta stórskaðað okkar útflutningsgreinar og taka á hart á slíkum tilburð- um. En stundum eru klækírn- ir svolítið broslegir. Þannig er hægt að hafa lúmskt gam- an af sögunni um hrossa- prangarann, sem seldi einn sinn allra- allrabesta gæðing til Þýskalands. Að sjálfsögðu lét hann hrossið ekki af hendi fyrr en kaupandinn hafði gengið á eftir honum með grasið í skónum; og að sjálf- sögðu úttroðið veskið á milll handanna. Niðurstaðan varð sú, að Þjóðverjinn varð af innihaldi veskisins, en gekk glaðbeittur á braut með hrossið. Þegar til Þýskalands kom þótti rétt að lúsabaða hrossið með sterkum efnum. En þá fór í verra; taglið datt af gæðingnum! Við rannsókn kom í Ijós, að íslenski selj- andinn hafði límt það svona líka snyrtilega á hrossið! En þar með var jafntefli á mjlli kaupanda og seljanda, þvi ís- lendingurinn var að hefna ófara í viðskiptum við Þjóð- verjann. # Varnarorð til kartöflu- bænda Sérlegur veðurspámaður Dags hefur þungar áhyggjur þessa dagana. Hann óttast sem sé frostnætur á Norður- landi þegar kemur fram yfir miðjan mánuðinn. Það er því hyggilegra fyrir kartöflu- bændur að vera við öllu búnir til að verja kartöflugrösin skemmdum, t.d. með því að safna heydreif, mosa eða öðru brennanlegu við garð- ana. Nú, ef kvikasilfrið á hita- mælinum dettur niður fyrir núllið er ekki um annað að gera en kveikja í og láta reyk- inn líða um garðana.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.