Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Par lifa álver og landbúnaður í sátt og samlyndi Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegt álver við Eyjafjörð; sumt af skyn- semi, en því miður hefur einnig heyrst og séðst mál- flutningur, sem lýsir van- þekkingu á þróun byggðar við Eyjafjörð fyrr og síðar. En allir hafa sama mark- miðið; að efla svo eyfirskt athafnalíf, að fjörðurinn verði enn byggilegri fyrir komandi kynslóðir og eng- inn þurfi að leita út fyrir heimahagana til að byggja sér bú. Fyrir viku lauk nokk- urra daga heimsókn 11 Eyfirðinga til Kanada, þar sem þeir skoðuðu álverk- smiðjur og orkuver á veg- um ALCAN, sem er eitt stærsta álframleiðslufyrir- tæki í heimi. Vonandi verð- ur innlegg þeirra ellefu- menninganna til að lyfta ál- versumræðum á örlítið „hærra plan“. í sameiginlegri fréttatil- kynningu sem ellefumenn- ingarnir sendu frá sér við heimkomuna segir m.a.: „Það var samdóma álit sér- fræðinga ALCAN í meng- unarmálum og fulltrúa bænda sem rætt var við um þessa nýju verksmiðju að engin mengunarvandamál væru samfara rekstri hennar. í þessu sambandi telur hópurinn rétt að leggja áherslu á að náttúru- farslegar aðstæður í ná- grenni verksmiðjunnar eru að töluverðu leyti frá- brugðnar aðstæðum í Eyja- firði. “ Ingimar Brynjólfsson, bóndi og oddviti á Ásláks- stöðum 1 Arnarneshreppi, er einn af ellefumenningun- um og hann segir í blaða- viðtali eftir heimkomuna: „Við komum á búgarð í eigu ALCANS, sem var í 5 km fjarlægð frá gömlu ál- veri, sem er eitt hið stærsta í heimi. Það er ekki meiri vegalengd en svo, að álver- ið væri á Reistará en fjósið í Fagraskógi. . . Kýrnar voru ljómandi fallegir gripir. Fjósið var ekkert frábrugðið íslensku fjósi eins og þau voru byggð eftir 1950, með básum og Alfa-laval mjalta- vélum, svipuðum og við notuðum. Kýrnar mjólkuðu að meðaltali 5.500 lítra. Ég hugsaði með sjálfum mér, að ég væri vel til með að skipta á þessum kúm og mínum.“ í máli ellefumenninganna hefur komið fram, að í Saguenayhéraðinu í Quebec- fylkinu í Kanada lifir gróskumikill landbúnaður í nábýli við stærstu álverk- smiðjur heims. Það hefur líka komið fram, að nýtt ál- ver er hreinlegur vinnu- staður og starfsfólkið er ánægt með þá aðstöðu sem því er ætluð. Þessar niðurstöður styðja þá stefnu sem Dagur hefur fylgt; að það sé rétt að rannsaka álverskostinn til hlítar. Náttúrufarsrann- sóknir verður að vanda og það verður að liggja ljóst fyrir, að við höfum rekstrar- legan og þjóðhagslegan ábata af slíkri stóriðju. En menn mega ekki gleyma þvi að álver dugir ekki eitt og sér. Við þurfum auk þess á öllum mögulegum arð- sömum atvinnutækifærum að halda, ef ekki á að ríkja stöðnun eða samdráttur, í stað framsóknar og upp- byggingar, í blómlegum byggðum Eyjafjarðar. - GS. Tryggvi Gíslason skrifar Álbrœðsla Alcan í Umræða um hugsanlega ál- bræðslu í Eyjafirði hefur nú stað- ið um hríð og þótt bera nokkurn svip af ómálefnalegu karpi. Mörg orð hafa e.t.v. verið látin falla sem betur væru ósögð en þó tekur það tíma að átta sig á hlut- unum. Nú binda ýmsir vonir við að upplýsingar, sem fengust í för okkar ellefumenninganna til Kanada á dögunum, beini um- ræðunni á hollari brautir. Vona ég að svo verði, þótt enn séu þó blikur á lofti. Eftir ferðina er gjarna um það spurt hvort hún hafi breytt af- stöðu rnanna til atvinnumála á íslandi eða hugmyndum um ál- bræðslu. Jafnvel er búist við að einhverjir hafi látið turnast í ferðinni og þeim hafi snúist hugur, enda segir HS í grein í Degi 13. þ.m. að við að skoða nýjustu verksmiðju ALCAN hafi margir í hópnum breytt um skoðun varðandi vinnustað eins og álver. Snögg veðrabrigði geta oft valdið tjóni, þótt gott sé að njóta lognsins á eftir storminum. Fá- gætt er að fólk skipti skyndilega um skoðun, nema við hreinar op- inberanir, og engan í þessum hópi veit ég hafa skipt um skoðun í efnahags- og atvinnumálum við ferðina, enda var ekki um að ræða neina opinberun, þótt ferð- in væri mjög fróðleg og af henni mætti draga margan lærdóm. Enn er ég þó ekki búinn að átta mig á öllu sem ég sá og heyrði. ALCAN er mikið fyrirtæki og traust. Hjá því vinna um 70 þús- und manns í 35 þjóðlöndum, sém mun vera um 60% af öllu vinnu- afli á íslandi. Virkjað afl í raf- orkuverum ALCAN en um sex sinnum meira er virkjað vatnsafl á íslandi nú (um 27.000 Mw eða um 23.000 Gwh, Blönduvirkjun verður fullbúin nær 170 Mw). Hreinn ágóði fyrirtækisins síð- ustu 5 ár nam 1,25 milljaðri Bandaríkjadollara eða um 40 milljörðum króna, þrátt fyrir tap árið 1982 og lítinn hagnað í fyrra (aðeins 73 milljónir dollara). Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 5 milljarðar dollara eða um 165 miíljarðar íslenskra króna sem er um níföld fjárlög ís- lenska ríkisins í ár. ALCAN er því eins og marg- falt íslenska ríkið að afli og fjár- magni. í fyrirtækinu er að finna margt mikilhæfra manna sem eru bæði kurteisir og hýrir og hressir við veg. Væru þeir án efa vel fær- ir um að hafa mikil mannaforráð á íslandi og jafnvel allt forræði í iðnaði, landbúnaði og fiskveið- um, því að á þeim sviðum öllum kann ALCAN vel til verka og mættu íslendingar margt af fyrir- tækinu læra. Svo er ALCAN annt um fólk sitt og borgar því margföld laun á við íslenska at- vinnuvegi. Var sagt að starfsmenn, sem störfuðu í ker- skálunum í álbræðslu ALCAN, hefðu jafnvirði um 600 þúsund króna á ári og lægstu tímalaun væru um 250 krónur. Mættu íslenskir atvinnurek- endur taka ALCAN sér til fyrir- myndar í þessu, reka fyrirtæki sín betur og borga starfsfólki sínu hærri laun, þótt einfaldur saman- burður segi að sjálfsögðu ekki alla söguna. í tæknilegum málum virðist fyrirtækið á undan í mörgum greinum. Hins vegar stendur það óhaggað að hvert atvinnutækifæri í áliðnaði er 50 sinnum dýrara en í öðrum iðnaði. Hugsanleg áhrif flúors og brennisteins í byggðum Eyjafjarðar hafa enn ekki verið könnuð en veðrátta og náttúru- aðstæður í Saguenay-héraðinu í Kanada eru án efa mjög ólíkar því sem er í Eyjafirði. Félagslegt og menningarlegt ástand í þess- um tveimur löndum er gerólíkt 05 atvinnuleysi í Kanada hefur lengi verið 12 til 15%, og slíkt hefur sín áhrif. Erlendar skuldir íslendinga ykjust um a.m.k. fjórðung ef raforkuver fyrir 130 þúsund lesta álver yrði reist á kostnað íslenska ríkisins. Lítið fé yrði þá eftir handa öðrum at- vinnugreinum sem við þörfnumst sárlega, því að ein álbræðsla með 600 starfsmenn leysir ekki allan atvinnuvanda íslendinga heldur verður fleira að koma til. Síðast en ekki síst yrði forræði, yfirráð í höndum erlendra aðilja. Það hefur lengst af í sögu þessar- ar þjóðar verið talið óæskilegt og verið eitur í beinum manna, hvort heldur í hlut áttu danskir kaupmenn eða ensk útgerðarfyr- irtæki. Þótt gott sé að eiga ALCAN að vin er örðugt að gera svo ríkan aðilja að leiguliða sínum. Ef slíkt yrði reynt verða íslendingar að halda betur á málunum en þeir gerðu í Straumsvík. Enn er ég hins vegar þeirrar skoðunar að ís- lenskt atvinnulíf eigi að byggja á auðlindum lands og sjávar, á inn- lendri orku og íslensku hugviti og þori og menntun sem sækja verð- ur víða um lönd. Stóru stökkin hræða og sígandi lukka er best, þótt ýmsir vilji helst ekki trúa því heldur fá stóra vinninginn strax. Margra kosta er völ í íslensku atvinnulífi. Nýta má t.d. betur þann fisk sem á land berst, auka verðmæti sjávarafla að mun og minnka tilkostnað við veiðarnar, ef eftir því er leitað. En ekkert gerist af sjálfu sér. Auka má fiskirækt og með því tvöfalda þjóðartekjur íslendinga á 10 árum, að því er Eyjólfur Konráð Jónsson segir, og hann veit hvað hann syngur. Efla má smíðaiðn- að af ýmsu tagi, hvað sem úrtölu- menn segja, ef saman fer vilji og þor. T.d. má margfalda mannafla í skipasmíðum á fáum árum, ef stjórnvöld þora. Félag íslenskra iðnrekenda hefur fyrir mörgum árum gert tillögur um margs kon- ar eflingu íslensks iðnaðar til að viðhalda fullri atvinnu handa fjölgandi þjóð. Þar hafa kjörorð- in verið efnahagslegt sjálfstæði, varðveisla óspillts umhverfis og aukin tækifæri fyrir vel menntað fólk. Og ný tækifæri eru sífellt að gefast í fleiri og fleiri greinum í tengslum við matvælaiðnað og nýja tækni, ef hugvit og þor er virkjað og einstaklingar og félög fá tækifæri. Ástæðan til þess að enn er ver- ið að tala um álbræðslu í Eyja- firði eru hins vegar þeir erfiðleik- ar, raunverulegir og tilbúnir, sem nú steðja að í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar. Ef á íslandi væri eðlileg fjármuna- myndun og ekki óreiða og undansláttur að ekki sé sagt mis- rétti væri ekki verið að rétta að okkur það neyðarbrauð sem ál- bræðsla er, þrátt fyrir alla hina glæstu mynd. Þótt flúormengun sé minni en áður (aðeins 500 til 700 g á tonn af áli á ári eða 65 til 90 tonn á ári úr 130 þúsund lesta álbræðslu) og þótt álbræðslur séu þokkalegri vinnustaðir en áður, stendur krafan um íslenskt forræði í ís- lensku atvinnulífi óhögguð í huga mér. Sú krafa verður ekki hreins- uð burt. Tryggvi Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.