Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 17.08.1984, Blaðsíða 16
D/MKJR ____Opið á BAUTA______ frá kl. 9.00 - 23.30 alla daga Opið í SMIÐJU alla daga frá kl. 12.00 - 14. 00 og frá kl. 18.30 .BAUTINN - SMIÐJAN. Siðlaust aðdrepa gæsir í sánim Þessa dagana eru gæsir í sárum eða farnar í felli, eins og það er einnig nefnt. Fuglinn getur þá ekki flogið og á sér því fáa griðastaði nema við ár, vötn og sjó. Á undanförnum árum hafa heyrst fréttir um að gæsir séu drepnar í verulegum mæli á meðan þær eru í þessu ástandi, að því er segir í frétt frá Skotveiðifélagi íslands, þar sem slík veiðiaðferð er fordæmd. Skotveiðifélagið vekur athygli á því í frétt sinni, að gæsaveiðar á þessunt tíma eru bannaðar með lögum. Auk þess fordæmir stjórn félagsins þessa veiðiaðferð og skorar á menn að vera vel á verði gegn slíku athæfi. Verslunar- stjórar og veitingahúsaeigendur eru varaðir við að kaupa slíka bráð. Segir í fréttinni, að félagar í SKOTVÍS muni umsvifalaust kæra alla þá sem staðnir verða að drápi gæsa í felli, enda um að ræða lögbrot og gróft siðabrot. Auglýsingar í strætó Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að heimila stjórn Strætisvagna Akureyrar að setja upp auglýsingar í vögn- unum og hefur Stefáni Bald- urssyni verið falið að kynna til- högun málsins meðal fyrir- tækja og stofnana í bænum „Það stcndur fyrir dyrum kynning á leiðakerfi okkar sem verður kostnaðarsöm og hug- myndin mcð þessu er fyrst og fremst sú að kanna hvort hægt er að ná inn peningum þar á móti með þessum auglýsingum, en ef til kemur verða þær inni í vögn- unum eingöngu," sagði Stefán er við ræddum við hann. „Annars hefur engin ákvörðun verið tekin í þessu máli það er meiningin að kynna málið og sjá svo til með framhaldið." gk-. Gamli Beechcraftinn liggur rykfallinn inni í flugskýli og nú er hann farinn að bíða nýs eiganda. A innfelldu myndinni má sjá starfsmenn FN undirbúa „Skjónu“ fyrir Bretlandsflugið í gær. Myndir: KGA Flugfélag Norðurlands: Beechcraftinn seldur suður - Johannes Fossdal flaug „Skjónu“ til Bretlands í gær Flugfélag Norðurlands hf. hefur selt gamla Beechcraft- inn, sem staðið hefur inni í skýli og rykfallið undanfarin ár. Kaupandi er Einar Olafs- son, forstjóri sælgætisgerð- arinnar Opal. Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum. Tryggvi Helgason keypti þenn- an Beechcraft af bandaríska hernum ásamt öðrurn eins og komu vélarnar til landsins árið 1965. Tryggvi lét gera vélarnar upp og komu þær að góðu gagni í áætlunar- og leiguflugi Norður- flugs á sínum tíma. Þessar vélar fylgdu síðan með í kaupunum þegar Flugfélag Norðurlands hf. keypti Norðurflug af Tryggva. Þá var önnur vélin óflughæf og var hún skömmu síðar gefin til Flugsögufélags íslands, sem flutti hana til Reykjavíkur. En þar hef- ur henni ekki verið sinnt, en komið að góðum notum sem barnaleikvöllur. Hún mun því vera orðin að flaki, sem ekki hef- ur lengur sögulegt gildi. Hinn Beechcraftinn, sá sem Einar hef- ur nú keypt, var hins vegar not- aður í áætlunarflugi á vegum FN fram til ársins 1977. Þá þótti hann ekki lengur henta til þeirra nota, hann var ekki lengur í „tísku" og um margt óhentugur til áætlunar- flugs, þannig að honum var lagt. Skömmu síðar kom til tals að selja hann til Bandaríkjanna, en ekki varð úr því. Tryggvi keypti þriðja Beech- craftinn, nýrri og aflmeiri en þá gömlu, frá Reykjavík á sínum tíma, en hann var seldur til Bandaríkjanna stuttu eftir að Flugfélag Norðurlands hf. keypti Norðurflug. Beechcraftinn skipar ákveðinn sess í hugum flugáhugamanna, ekki ósvipaðan og gamli „þristur- inn“ gerir. Vélarnar þóttu og þykja mjög traustlegar, þær fljúga um 160 hnúta á klukku- stund og eru enn í notkun í hundraðatali í Bandaríkjunum og víðar, aðallega í póst- og blaðaflugi. „Skjóna“, Chieftain-vél FN, sem hlekktist á í lendingu á Bíldudal í vor þannig að annar vængur vélarinnar stórskemmd- ist, kom til Akureyrar í fyrradag. Þá hafði verið settur á hana vængur af „Rauðku“, þeirri sem hlekktist á í Ólafsfirði á sínum tíma. í gær var vélinni flogið til Bretlands þar sem endanleg við- gerð fer fram. Það tekur langan tíma, en ráðamenn FN gera sér vonir um að fá vélina til nota í jólaannríkinu. - GS. Starfsmenn Akureyrarbæjar malbika víða á Noröurlandi Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að kaupa 500 tonn af asfaíti til gatnagerðar, umfram það sem áður hefur verið keypt á árinu. Seljandi asfalts- ins er Nynás í Svíþjóð. Ástæðan fyrir þessu er þó ekki sú, að auka eigi stórlega malbik- un á Akureyri. Hins vegar hefur malbikunardeild Akureyrarbæjar tekið að sér aukin verkefni fyrir þéttbýlisstaði á Norðurlandi. Þannig hefur verið Iagt út malbik á Ólafsfirði, Grenivík og á Siglu- firði mun einnig verða malbikað. Auk þess hefur Akureyrarbær séð um malbikun fyrir Vegagerð ríkisins. Þetta reyndust umfangs- meiri verkefni en ætlað var. Þar af leiðandi þurfti aukið asfalt. - GS. Iðnaðardeildin: Erlendir umboðsmenn funda hér Nú í vikunni hófst á Akureyri fundur forráðamanna Iðnaðar- deildar Sambandsins og þeirra umboðsmanna erlendis sem annast sölu á framleiðslu- vörum Ullariðnaðar Iðnaðar- deildar. Fundinn sækja um 20 manns frá ýmsum Evrópu- löndum, Bandaríkjunum og Kanada. Fundir eins og þessi hafa verið haldnir um langt árabil erlendis á hverju ári. í fyrra var hins vegar ákveðið að halda fundinn á Ak- ureyri og það gafst svo vel að ákveðið var að endurtaka það nú. Á fundinum er kynnt ný fata- lína sem hönnuð hefur verið á Akureyri, og samanstendur hún af um 200 sýnishornum. Farið verður yfir þessi sýnis- horn, tekið tillit til óska og sjón- arnjiða umboðsmanna og síðan er gert ráð fyrir að úr þeim verði valdar 50-60 tegundir til fram- leiðslu og sölu á næsta ári. gk-. Það er ekki búist við miklu sviptingum í veðri næstu daga. Það verður áframhaldandi suðvestan- átt á Norður- og Austur- landi og hitastigið verður alveg bærilegt. Þeir fyrir sunnan halda sínu striki með rigningu og súld, upplýsti hann Páll Berg- þórsson í morgun. NIKE skómir sem fremstu íþróttamenn heims nota, eins og OL í LA sýndu og sönnuðu. Fleirí tegundir væntanlegar, t.d. körfuboltaskór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.