Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 3
 22. ágúst 1984 - DAGUR - 3 Atvinnu- og menntamál - verða aðalmálin á 26. Fjórðungsþingi Norðlendinga að Reykjum í Hrútafirði Leikfélag Akureyrar: Nýtt leikár hafið Nýtt leikár er hati hjá Leikfé- lagi Akureyrar og hefst það með samlestri á gamanleiknum „Einkalíf" eftir Noél Coward. Þetta er klassískur gaman- leikur um 50 ára gamall og hef- ur verið mjög vinsæll á undan- förnum árum. 5 leikarar koma fram í verkinu og eru aðalhlut- verk í höndum Sunnu Borg, Gests E. Jónassonar, Theó- dórs Júlíussonar og Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur. Leik- stjóri er Jill Brooke Arnason, en leikmynd og búninga gerir Una Collins, en hún gerði einnig búninga fyrir My Fair Lady sem sýnt var við miklar vinsældir á síðasta leikári. í vor hætti leikfélagið aö sýna Kardemommubæinn fyrir fullu húsi og mun því hefja sýningar á honum aftur. Fyrsta sýning verð- ur 8. september og fyrirhugað er að sýna út september, þannig að þeir sem misstu af þessu sívinsæla barna- og fjölskylduleikriti í vor hafa enn tækifæri til að sjá það. Jólaleikritið verður nýtt leikrit sem Sveinn Einarsson fyrrum þjóðleikhússtjóri er að skrifa fyr- ir Leikfélag Akureyrar og ber það nafnið „Ég er gull og ger- semi". Aðalpersónan í því er Sölvi Helgason er Davíð Stefáns- son gerði ódauðlegan með bók sinni Sólon íslandus. Sveinn mun leikstýra verkinu sjálfur, en í hlutverk Sölva hefur enn ekki verið ráðið. í byrjun næsta árs hefjast æfingar á söngleiknum um þá frægu söngkonu Edith Piaf, eftir Pam Gems. Sigurður Pálsson leikstýrir því verki, en að sögn Signýjar Pálsdóttur leikhússtjóra er ekki ákveðið endanlega hver fær að spreyta sig á aðalhlutverk- inu. Að lokum má geta þess að síð- asta ár var metár í sögu félagsins, sýningargestir voru tæp 20 þúsund. Alls voru 55 sýningar á My Fair Lady, 17 á Súkkulaði handa Silju og 27 á Karde- mommubænum. - mþþ. 26. Fjórðungsþing Norð- inga verður haldið að Reykj- um í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984. Rétt til þing- setu eiga 94 fulltrúar sveitarfé- laga og sýslufélaga á Norður- landi, auk alþingismanna og annarra gesta. Pingsetning fer fram fimmtu- dag 30. ágúst kl. 8.30 e.h. og hefst með setningarávarpi formanns, Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra Hvammstanga. Gerð verður grein fyrir fram- lögðum málum nefnda og fjórð- ungsráðs. Framkvæmdastjóri sambandsins Áskell Einarsson, flytur skýrslu um'starfsemi sam- bandsins. Tillögur endurskoðun- arnefndar sveitarstjórnarlaga verða kynntar af ritara nefndar- innar Hólmfríði Snæbjörnsdótt- ur. Síðan verða ávörp gesta og al- mennar umræður. Á föstudagsmorgun að lokinni skýrslu iðnráðgjafa, Friðfinns K. Daníelssonar og framsögu Einars Eyþórssonar um atvinnuráðgjöf í Noregi verður rætt um nýjar leiðir í atvinnumálum. Fram- sögumenn eru: Ingjaldur Hanni- balsson, forstjóri Iðntæknistofn- unar íslands, Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaður og Torfi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri. Eftir hádegi verður aðalum- ræðucfni menntunarmál dreifbýl- isins - fjárhagsleg staða og stjórnun. Framsögumenn verða Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, Valgarður Hilm- arsson, oddviti og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri. Guð- mundur Ingi Leifsson, kynnir rekstur fræðsluskrifstofa og Atli Guðlaugsson, formaður Menn- ingarsamtaka Norðlendinga ávarpar þingið. Á föstudagskvöld verður sam- kvæmi með kynningardagskrá í boði Vestur-Húnvetninga. Þing- inu lýkur síðari hluta laugardags- ins með afgreiðslu mála og kosn- ingum til fjórðungsráðs og nefnda. Fyrir þinginu liggja m.a. til- lögur um staðarval stóriðju, stöðu Kröfluvirkjunar, atvinnu- stöðu sveitanna, skólamál í dreif- býli, endurskoðun útvarpslaga, háskólakennslu á Norðurlandi og valdadreifingu og byggðajafn- vægi. Til sölu Che ílet Malibu árg. 1979. 6 cyt, sjálfskiptur með vökvastýri. Upplýsingar í Véladeild KEA sími 22997 og 21400. — hófst i morgun Dömufatnaður - herrafatnaður og barnafatnaður Bútar-Skór- og fleira og fleira. Þetta er alvöruútsala sem enginn ætti að missa af SlMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.