Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ekkert má út af bera Ríkisstjórnin vinnur nú að því að gera það sem kallað hefur verið verkefnalisti fyrir næstu miss- eri. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu áframhald- andi barátta við verðbólguna, en ljóst er að ef slakað verður á árvekninni í þeim efnum mun hún æða af stað á nýjan leik. Samkvæmt nýjustu útreikningum á hækkun framfærsluvísitölunnar er verðbólgan nú um 20% á ári. Áður hafði hún komist niður undir 10% og undanfarið hefur ver- ið talað um að verðbólgan væri um 15%. Breyt- ing til hækkunar upp í 20% verðbólgu á ári er því miður allt of mikil. Enn hefur ekki náðst sá stöðugleiki sem menn héldu að væri í sjónmáli og ekkert má út af bera svo allt fari ekki í handa- skolum. Mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar hlýtur því að vera að halda verðbólgunni niðri. Á það hefur hún lagt aðaláherslu og bregðist hún í þeim efnum líta margir stuðningsmenn hennar svo á að hún sé ekki lengur traustsins verð og þá sé fokið í flest skjól. Að sjálfsögðu verður að reyna að halda atvinnuvegunum gangandi, en sú viðleitni má ekki koma niður á meginmarkmiðinu, að halda verðbólgunni í skefjum. Eina raunhæfa leiðin til að komast úr þeirri lægð sem efnahagslíf þjóðarinnar er nú í er að auka framleiðsluna, koma við meiri hag- kvæmni í rekstri og auka sparnað á öllum sviðum. Kins vegar kostar framleiðslu- og fram- leiðniaukning hjá atvinnuvegunum peninga og þegar þröngt er í búi hjálpast allt að við að gera þessa endurreisn örðuga. Mikið liggur því við að rétt skref verði stigin á næstu vikum. Leiðrétta verður launin Kjarasamningar launþega og atvinnurekenda eru nú lausir og með haustinu má jafnvel búast við átökum á vinnumarkaði. Komi til harðvítugrra átaka og jafnvel stöðvunar atvinnugreina af þeim sökum, er eins víst að sá árangur sem þó hefur náðst í efnahagsmálum verði að engu gerður og þær fórnir sem launþegar hafa þegar þurft að færa verði til einskis. Forystumenn launþega standa því frammi fyr- ir erfiðu vandamáli. Þeir þurfa að gæta hags- muna umbjóðenda sinna sem best og það verð- ur ekki gert með harðvítugum átökum. Á hinn bóginn er ljóst að þeir sem verst eru settir í þjóð- félaginu verða að fá úrbætur. Launamunur hefur aukist gífurlega og allt kapp þarf að leggja á að leiðrétta þá skekkju sem orðin er. Takist það ekki í frjálsum samningum verður löggjafinn að grípa í taumana því ástandið er að verða óþol- andi. Þetta á einkum við um þær starfsstéttir sem vinna við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þær verða að fá leiðréttingu sinna mála. Filippía Kristjánsdóttir: Rödd að sunnan Pað var í júlí síðastliðnum. Þrír stórir langferðabílar biðu farþeg- anna niður við Austurvöll. Þótt veður væri dumbungslegt var hlýja í lofti og ferðahugur í fólk- inu sem streymdi að og fyllti- hvern bílinn af öðrum, svo hvert sæti varð skipað. Það er Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar sem stendur fyrir skemmtiferð hinna öldruðu þegna sinna. Ferð- inni er heitið til Krísuvíkur og Bláa lónsins við Grindavík. Fyrr- nefnda staðinn höfðu víst margir farþeganna séð áður, en færri augum litið furðuverkið Bláa Iónið. Það var ekki að sjá á sumum í hópnum að þeir væru komnir á ellilaunaaldurinn. Það bera ekki allir ellina utan á sér. Lífsskilyrðin og læknavísindin sjá fyrir því. Öldungunum fjölgar svo um munar, þótt heimili handa þeim rjúki upp eins og gorkúlur, hrökkva þau hvergi nærri. Alltaf fjölgar á biðlistun- um. Leiðsögumaður er með í hverj- um bíl. Okkar maður birtist bros- andi, sagðist heita Jón og bera alltaf rauða skyggnishúfu í svona ferðalögum til þess að farþegarn- ir gætu komið auga á sig utan bíls og leitað til sín ef á lægi. Rauða húfan ætti að vera eins konar vitaljós farþeganna. Þegar hún birtist við bílinn gætu menn séð að nú skyldi lagt af stað aftur, þá þyrfti ekki að nota flautu bílsins og engum að bregða. Þótti mér þetta gamansöm umhyggja. Lík- lega höfðum við skemmtilegasta fararstjórann. Mér fannst ekki nóg að vita að hann héti bara Jón. Ég varð í það minnsta að fá að vita föðurnafnið. Ég notaði fyrsta tækifærið sem gafst til þess að segja honum það. Hann tók því brosandi og kvaðst skyldu bæta úr því við tækifæri sem hann og gerði. „Ein daman mín hérna aftur í bílnum," sagði hann, er ekki ánægð með að vita að ég héti bara Jón og er það skiljan- legt þar sem það segir ekki svo mikið. Ég er Arnason og er alinn upp hjá „vondu fólki“ fyrir vestan, sem margir kannast við úr ævisögu séra Arna. Síðan bætti hann nokkrum velvöldum orðum við þessa útskýringu og fékk að launum dynjandi lófa- klapp. Við ókum sem leið lá fram hjá Kleifarvatni sem virtist eins og hafsjór. Einn farþeginn fræddi okkur um það að vatnið hefði verið að smálækka sl. 20 ár síðan tæki það aftur að hækka í jafn- langan tíma og nú væri það í há- marki. Fararstjórinn kvaðst ekki þora að rengja þetta þar sem farþeginn væri sama sem uppal- inn á vatnsbakkanum eða í grennd við hann. Raddir heyrð- ust um að vatnsmagnið færi eftir veðurfari. Nokkrir menn voru þarna við silungsveiði. Eins og venjulega ólgaði og vall í grautarpottunum í Krísuvik og borholan sem þarna er óvirk og engum til gagns gefur frá sér ískrandi vein um leið og hún þeytir frá sér sjóðandi gufunni. Filippía Kristjánsdóttir. Hvers vegna í ósköpunum er þessi kraftur ekki nýttur. Hefði ekki verið hyggilegra að beisla þessa miklu orku fremur en Kröflu þar sem allt virðist ganga á afturfótunum. Stundum er seilst langt yfir skammt án forsjár eða fyrirhyggju. Tvær auðar og yfirgefnar byggingar í nágrenni Krísuvíkurhveranna vöktu hjá mér spurningar án þess að ætlast til svara. Það er skólahúsið, sem hefur aldrei fengið neitt hlutverk og litla kirkjan sem stendur þarna einmana veðruð og skellótt, eins og hróp í þögninni. Þetta var undarlega óþægileg til- finning sém greip mig föstum tökum. Ég varð að beita mig valdi til þess að losna við hana. Áfram var haldið yfir Ög- mundarhraun áleiðis til Grinda- víkur. Nýja kirkjan skoðuð, enda vel þess virði, svo vönduð og glæsileg sem hún er. Til sóma fyr- ir byggðarlagið. Bláa lónið liggur í leyni milli hæðanna. Mörg stórvirki lands okkar leyna á sér þar til komið er á áfangastað. Það er vissulega stórmerkilegt hverju jafn fámenn þjóð hefur náð að koma í fram- kvæmd á fáum árum. Sköpunar- verk Guðs eru stórkostleg og viskan sem hann gefur mönn- unum til afreka og framkvæmda er aðdáunarverð svo maður fyll- ist djúpri lotningu. Þarna inn á milli fjallanna gef- ur að líta merkilega sýn. Risavax- ið hitaveitukerfið sér heimilum íbúa Suðurnesja fyrir birtu og yl. Þarna er hjartað sem dælir og dælir og enn er mannvirkið ekki fullfrágengið það þarf mikið fé til framkvæmdanna. Þá er það sjálft lónið. Það hefur orðið til af frá- rennslinu frá stöðinni á þurru landi, hrauninu. Þarna hafa orðið efnabreytingar við mætingu hrauns og vatns. Vatnið er fagur- blátt og ber nafn með réttu. Guf- an sem liggur yfir lóninu minnir mig á dalalæðuna heima eftir heitan sumardag að undanskildu því að þessi gufa hverfur ekki við uppkomu morgunsólar eins og glitrandi döggin af grasinu. Nokkrir sjúklingar eru á stjákli í jaðri lónsins. Vonandi fá þeir bót meina sinna. Lítill skáli stendur norðan og vestan við Ión- ið honum hefur verið komið upp til aðstöðu fyrir þá sem leita sér lækningar þarna. Hótel Bláa-lón er nokkru norðar. Það er lágreist vinalegt timburhús. Þegar inn er komið mætir manni notaleg heimilis- hlýja. Öllu er snyrtilega fyrir komið, hver hlutur á sínum stað. Hlaðborð og rjúkandi kaffi bíður gestanna sem urðu sannarlega fegnir eftir langan dag. Eftir ánægjulega stund þarna inni var lagt af stað beinustu leið til borg- arinnar. Þegar við nálgumst ál- verksmiðjuna i Straumsvík sneri sessunautur minn sér að mér og sagði. „Hérna nokkuð fyrir sunn- an Straumsvík áttum við hjónin sumarbústað en við urðum að flýja vegna mengunar frá álver- inu, jafnvel eftir að gerð var til- raun að hefta mengunina. And- rúmsloftið varð viður styggilegt. Það er tómt mál að tala um að hægt sé að koma í veg fyrir óholl- ustuna. Þú sérð nú gróðurinn hérna í kring eða öllu heldur gróðurleysið, allt sviðið og lit- laust.“ Við urðum sammála einn- ig um það að nú sæju iðjuhöldai útlendra stóriðjuvera að lífríki þeirra eigin landa væru að verða eyðileggingunni að bráð. Því væri þörf að leita nýrra miða þar sem þeir héldu að fáir vissu um ógn- valdinn, sem í leyni liggur þar til verkin sýna merkin og orðið of seint að byrgja brunninn. Filippía Krístjánsdóttir. Mér varð á í messunni Undirritaður, Magnús Þorvalds- son, óskar eftir að koma á fram- færi fáeinum orðum. í grein minni í Degi mánudaginn 20. ágúst sl. stóð m.a.: „...Raunar hafa forystumenn nefndarinnar (þ.e. Atvinnumála- nefndar Akureyrar, innsk. M.Þ.) hrópað hátt á málmverið vestur- heimska, verið jafnvel með gífur- yrði í garð þeirra er hafna málm- veri alfarið í gjöfulustu sveit landsins..." Hér varð mér alvarlega á í messunni og er þar ekki við neinn prentvillu-púka að sakast, ein- ungis fljótfærni mína. Ég bið viðkomandi velvirðingar á þessu frumhlaupi mínu, en það sem ég vildi sagt hafa var: „...Raunar hafa forystumenn nefndarinnar hrópað hátt á málmverið vesturheimska. Hafa umræður komist á það stig, að félagar þeirra úr hópi meðmæltra hafa jafnvel verið með gífuryrði í garð þeirra er hafna málmveri alfarið í gjöfulustu sveit landsins..." Það var alls ekki ætlan mín að vera með atvinnuróg um einn né neinn, einungis að benda á að ég sem leikmaður hef ekki heyrt né séð annað en þetta, sem frá nefndinni hefur komið, í undan- genginni atvinnuumræðu. Sé það hins vegar ekki svo er það nefnd- armanna að upplýsa illa upp- lýsta meðborgara sína. Ég biðst afsökunar á áðurnefndum mistökum mínum og vona að téðir nefndarmenn virði mér það á betri veg. Með vinsemd Magnús Þorvaldsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.