Dagur - 22.08.1984, Page 6

Dagur - 22.08.1984, Page 6
6 - DAGUR - 22. ágúst 1984 - segir Hilmar Ágústsson yfirverkstjóri hjá Sigló hf. rækjuvinnslan, á miðhæö eru vistlegar kaffistofur og salerni og á neðstu hæðinni er gaffal- bitaframleiðslan. Þingmaður nokkur var að skoða rækju- vinnsluna á undan okkur og á meðan við spjölluðum við yfir- menn hringdi síminn látlaust og þurftu þeir jafnvel að bregða fyrir sig erlendum tungumálum. Fyrst var rætt við Hilmar Ágústsson yfirverk- stjóra. „Sigló hf. tók til starfa í byrjun apríl eftir gagngerar breytingar. Aður var hér til húsa Siglósíld hf. en með tilkomu nýrra eigenda var húsinu gjörbreytt og fram- leiðslu einnig. Nýju eigendurn- ir, sem eru 5 heimaaðilar og 5 utanbæjarmenn fóru út í rækju- vinnslu og við það þurfti að breyt miklu.“ - Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu? „Það eru um 160 á launaskrá. Við höfum tvær fastar vaktir í rækjunni. Sú fyrri hefst klukkan 4 á morgnana og stendur til 12 á hádegi. Hin síðari er frá klukkan 1 til klukkan 7 á kvöldin og ef mikið berst að þá bætum við einni kvöldvakt við, frá klukkan 8 á kvöldin og til klukkan 3 á nóttunni. Þegar unnið er á þremur vöktum vinnum við um 7-8 tonn af pill- aðri rækju á sólarhring. Það eru ágætis aflcöst. Á milli þarf svo að þrífa vel, því rækjan er viðkvæm vara og það má ekkert út af bera til að hún skemmist ekki.“ - Þetta hafa verið miklar fjár- festingar hjá ykkur? „Já, það voru keyptar nýjar vélar og betri, t.d. 3 pillunarvél- ar, auk endurbótanna á húsinu sjálfu, þetta var óhemju dýrt.“ - Hvernig gengur að selja? „Það gengur ekkert að selja. Við höfum selt eitthvað smáveg- is, ekkert sem máli skiptir, lík- lega um 110 tonn frá því við byrj- uðum. Birgðir hlaðast upp og all- ar frystigeymslur eru orðnar fullar. Við eigum um 300 tonn af rækju. Það er orðið svo mikið um þessar rækjuvinnslur, annars tel ég það ekki höfuðorsökina fyrir því að markaðir hafa lokast. Or- sökin liggur í veiði Norðmanna, þeir eru komnir á okkar markaði og þá þrengist um. Margar rækjuvinnslur hafa fyrirhugað að stoppa. Það er ekki hægt að halda úti rekstri endalaust þegar ekkert selst.“ - Eru margir bátar sem landa hjá ykkur? „Við erum með 17-20 fasta báta og af misjafnri stærð. Það hefur verið heldur tregt hjá bát- unum upp á síðkastið. Þeir hafa mikið verið úti hjá Grímsey og á Skagafjarðardjúpi. Þegar ísinn kom lokuðust einhver svæði, en það er alls staðar rækja. Það er búið að veiða óhemju magn af henni undanfarið, en áður var hún aldrei veidd í neinum mæli.“ - Er fólkið ánægt? „Ég held að fólkið sé ánægt hjá okkur, það er gott kaup. Við erum með bónuskerfi og það bætir launin mikið. Ég held að fólkið kvarti ekki. Við höfum líka nóg af fólki, það virðist leita hingað.“ mþþ. Séð yfir vinnusal síldarvinnslunnar. Konurnar eru að leggja niður gafTalbita, en í ár selur Sigló hf. 28 þúsund kassa af gaffalbitum til Rússlands. Hilmar Ágústsson yfirverkstjóri: Stundum er unnið hérna á þremur vöktum allan sólarliringinn. Það var óskaplcga mikið að gera hjá Sigló hf. er blaða- menn Dags komu þar við á ferð sinni um Siglufjörðinn fyrir skemmstu. Húsið er á þremur hæðum. Á þeirri efstu er m4,, t Margrét Franklínsdóttir bruggar vínsósuna sem Rússamir eru svo hrifnir af, auk þess rekur hún kvennaathvarf í bruggstöð sinni. „Uppskríftin er leyndarmál - segir yfirbruggarinn og kvenna- athvarfskonan Margrét Franklínsdóttir Allir gaffalbitar sem fram- lciddir eru hjá Sigló eru í vín- sósu og er hún Iöguð í sérstöku herbergi, þar sem allt er yfir- fullt af pottum og kraumandi kerum. Yfir vínsósubruggstöð- inni hangir skilti hvar á stendur: Kvennaathvarfið. Blaðamönnum lék forvitni á að kanna athvarf þetta nánar og hittu að máli konu eina vígreifa er veifaði sleif mikilli yfir höfði sér. Kvaðst hún heita Margrét Franklínsdóttir og vera yfir- bruggari á staðnum. Hún sér um að vínsósan uppfylli gæðakröfur Rússanna og að því er við komumst næst er hún sú eina er kann uppskriftina. Hún vildi alls ekki gefa upp hvað væri í henni. „Það er algjört hernaðarleyndarmál." Við spurðum því nánar út í kvennaathvarfið sem hún rekur jafnframt bruggstöðinni. „Það var stofnað í vor og hefur verið mikið að gera. Hingað geta allar konur komið. Stundum gerum við undantekningu og hleypum karlmönnum hingað inn, en það er ekki alveg sama hverjir það eru. Við veljum úr þá álitleg- ustu.“ Það var farið að krauma allverulega í einum pottinum hjá Margréti yfirbruggara og kvenna- athvarfskonu svo við sáum okk- ár ráð vænst að yfirgefa hana. Sleifin var auk þess komin á loft. mþþ. „Orsök birgðasöfnunar liggur í veiðum Norðmanna“ 22. ágúst 1984 - DAGUR - 7 „Þurftum að lagfæra mikið“ - segir Guðmundur Skarphéðinsson verksmiðjustjóri Ríkið átti gömlu Siglósíld hf. en um áramótin urðu eigenda- skipti, er 5 heimamenn og 5 utanbæjarmenn keyptu fyrir- tækið og breyttu nafninu yfir í Sigló hf. Heimamenn eiga þvi 50% í fyrirtækinu og það er til mikilla bóta. Það þurfti að breyta ýmsu öðru en nafninu, húsið var ónýtt, en það er 22 ára. Það þurfti ansi margt að lagfæra, rafmagnið var ónýtt og þurfti að leggja nýtt, einnig settum við nýtt þak og öll gólf eru ný. Þetta var allt orðið svo sjúskað og Ieiðinlegt.“ Það er verksmiðjustjóri Sigló hf. Guðmundur Skarphéðinsson sem segir frá. „Það voru keyptar nýjar vélar, við notum þó enn eina gamla pill- unarvél, en annað er nýtt. Við erum t.d. með lausfrysti sem frystir allar rækjur, einnig erum við með svokallaðan „hristara" en hann hristir allt vatn af rækjunum áður en þær fara í frystingu. Það er algjör nýjung.“ - Þið eruð ekkert hræddir við birgðasöfnunina? „Við eigum vissulega mikið af óseldri rækju, en ég tel að það sé að birta yfir. Það eru samningar yfirstandandi, en ég get lítið sagt á þessu stigi um þá. Fyrirtækið leigir frystiklefa í gamla Þormóði ramma, því það á ekki nóga frystiklefa.“ - Hvernig gengur með gaffal- bitana? „Við erum að vinna upp í hefð- bundinn samning við Rússa, en slíkir samningar eru gerðir ár hvert. Þeir virðast vera mjög hrifnir af gaffalbitunum. Samn- ingurinn í ár hljóðar upp á 28 þúsund kassa. Við byrjuðum í maí að vinna upp í hann og eig- um að ljúka fyrir áramót. Það gengur vel og ég held að okkur takist að standa við samninginn. Framleiðslan er flutt með skipum til Murmansk." - En hvaðan kaupið þið dós- irnar? „Við framleiðum allar dósir sjálfir. Við eigum sérstaka vél, dósastansara sem stansar allar okkar dósir.“ - Hvað er unnið lengi í gaffal- bitunum? „Það er 10 tíma vinnudagur í gaffalbitunum, frá 7 á morgnana til 6 á kvöldin." - Hvað segirðu mér af síld? Eitthvað um hana? „Já, við söltum á haustin og hún er svo unnin á veturna. Hún er ennþá unnin upp á gamla mátann, söltuð í tunnur. Að vísu eru komnar vélar núna sem skófla síldinni í tunnurnar og er þá ákveðinn þungi mældur í hverja tunnu. Það vinna um 60 manns við síldarsöltun hjá okkur. En það er tímabundin vinna. Við erum með þjónustu við báta, löndum úr þeim og göngum alveg frá. Sjómenn geta þá geng- ið frá þegar þeir koma í land og er það kærkomið." - Nú fer að hausta. Missið þið þá ekki mikið af starfsfólki í skóla? „Jú, það hætta líklega unt 30 unglingar í haust þegar skólarnir byrja, en okkur hefur gengið vel að manna fyrirtækið og erum bjartsýnir.“ mþþ. Hér er verið að leggja gaffalbita niður í dósir. „Rússarnir vilja bara vínsósu“ — segir Steinunn Bergsdóttir verkstjóri í síldarvinnslunni Þegar við gengum niður á neðstu hæðina, þar sem gaffal- bitaframleiðslan fer fram tókum við eftir því að fólk sem var á leið þangað inn fór úr skónum sínum og klæddist stíg- vélum. Var okkur sagt að verksmiðjan sæi algerlega um skótau starfsfólks' síns. Það eru keypt stígvél í massavís sem starfsfólk nýtur góðs af. Þetta er gert til að fyrirbyggja að menn gangi um á útiskóm inni í vinnslusölunum. Það eru miklar hreinlætiskröfur gerðar í Sigló hf. En við erum sem sé komnar að gaffalbitafram- leiðslunni og þar hittum við að máli Steinunni Bergsdóttur verkstjóra. „Ég er verkstjóri hér yfir síld- inni og hef verið frá því við byrj- uðum í vor. Annars hef ég unnið hjá verksmiðjunni í 20 ár. Byrj- aði í snyrtingunni og síðan færð- ist ég milli starfa, ég var lengst í eftirlitinu enda núna sem verk- stjóri. Það hafa orðið miklar breyt- ingar síðan í vor. Mikil endurnýj- un og það skapar mun betri starfsaðstöðu. Húsnæðiðvar orð- ið svo lélegt, það þurfti að gera eitthvert átak. Við höfum haft bónus frá árinu 1977 og það bætir launin mikið, stúlkur sem vinna hér fá um 5.000 krónur á viku í kaup. Það eru 43 pláss við bandið og það er fullt núna. En það vinna fleiri hér í salnum, líklega um 60 manns. Mestur hluti framleiðslunnar fer til Rússlands, en einnig þó nokk- uð á innanlandsmarkað. Gaffal- bitarnir frá Sigló eru allir í vín- sósu, Rússarnir vilja ekki annað.“ mþþ. Steinunn Bergsdóttir verkstjóri: Starfsaðstaðan hefur breyst mikið til batn- aðar. Texti: mþþ. Myndir: HJS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.