Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 7
22. ágúst 1984 - DAGUR - 7 55 Rússarnir vilja bara vmsosu íí - segir Steinunn Bergsdóttir verkstjóri í síldarvinnslunni Guðmundur Skarphéðinsson verksmiðjustjóri: Það hefur gengið vel að manna fyrirtækið og við erum bjartsýnir „Þurttum að lagfæra mikið - segir Guðmundur Skarphéðinsson verksmiðjustjóri Ríkið átti gömlu Siglósíld hf. en um áramótin urðu eigenda- skipti, er 5 heimamenn og 5 utanbæjarmenn keyptu fyrir- tækið og breyttu nafninu yfir í Sigló hf. Heimamenn eiga því 50% í fyrirtækinu og það er til mikilla bóta. Það þurfti að breyta ýmsu öðru en nafninu, húsið var ónýtt, en það er 22 ára. Það þurfti ansi margt að lagfæra, rafmagnið var ónýtt og þurfti að leggja nýtt, einnig settum við nýtt þak og öll gólf eru ný. Þetta var allt orðið svo sjúskað og leiðinlegt." Það er verksmiðjustjóri Sigló hf. Guðmundur Skarphéðinsson sem segir frá. „Það voru keyptar nýjar vélar, viö notum þö enn eina gamla pill- unarvél, en annað er nýtt. Við erum t.d. með lausfrysti sem frystir allar rækjur, einnig erum við með svokallaðan „hristara" en hann hristir allt vatn af rækjunum áður en þær fara í frystingu. Það er algjör nýjung." - Þið eruð ekkert hræddir við birgðasöfnunina? „Við eigum vissulega mikið af óseldri rækju, en ég tel að það sé að birta yfir. Það eru samningar yfirstandandi, en ég get lítið sagt á þessu. stigi um þá. Fyrirtækið leigir frystiklefa í gamla Þormóði ramma, því það á ekki nóga frystiklefa." - Hvernig gengur með gaffal- bitana? „Við erum að vinna upp í hefð- bundinn samning við Rússa, en slíkir samningar eru gerðir ár hvert. Þeir virðast vera mjög hrifnir af gaffalbitunum. Samn- ingurinn í ár hljóðar upp á 28 þúsund kassa. Við byrjuðum í maí að vinna upp í hann og eig- um að ljúka fyrir áramót. Það gengur vel og ég held að okkur takist að standa við samninginn. Framleiðslan er flutt með skipum til Murmansk." - En hvaðan kaupið þið dós- irnar? „Við framleiðum allar dósir sjálfir. Við eigum sérstaka vél, dósastansara sem stansar allar okkar dósir." - Hvað er unnið lengi í gaffal-' bitunum? „Það er 10 tíma vinnudagur í gaffalbitunum, frá 7 á morgnana til 6 á kvöldin." - Hvað segirðu mér af síld? Eitthvað um hana? „Já, við söltum á haustin og hún er svo unnin á veturna. Hún er ennþá unnin upp á gamla mátann, söltuð í tunnur. Að vfsu eru komnar vélar núna sem skófla síldinni í tunnurnar og er þá ákveðinn þungi mældur í hverja tunnu. Það vinna um 60 manns við síldarsöltun hjá okkur. En það er tímabundin vinna. Við erum með þjónustu við báta, löndum úr þeim og göngum alveg frá. Sjómenn geta þá geng- ið frá þegar þeir koma í land og er það kærkomið." - Nú fer að hausta. Missið þið þá ekki mikið af starfsfólki í skóla? „Jú, það hætta líklega um 30 unglingar í haust þegar skólarnir byrja, en okkur hefur gengið vel að manna fyrirtækið og erum bjartsýnir." mþþ. Þegar við gengum niður á neðstu hæðina, þar sem gaffal- bitaframleiðslan fer fram tókum við eftir því að fólk sem var á leið þangað inn fór úr skónum sínum og klæddist stíg- vélum. Var okkur sagt að verksmiðjan sæi algerlega um skótau starfsfólks' síns. Það eru keypt stígvél í massavís sem starfsfólk nýtur góðs af. Þetta er gert til að fyrirbyggja að menn gangi um á útiskóm inni í vinnslusölunum. Það eru miklar hreinlætiskröfur gerðar í Sigló hf. En við erum sem sé komnar að gaffalbitafram- leiðslunni og þar hittum við að máli Steinunni Bergsdóttur verkstjóra. „Ég er verkstjóri hér yfir síld- inni og hef verið frá því við byrj- uðum í vor. Annars hef ég unnið hjá verksmiðjunni í 20 ár. Byrj- aði í snyrtingunni og síðan færð- ist ég milli starfa, ég var lengst í eftirlitinu enda núna sem verk- stjóri. Það hafa orðið miklar breyt- ingar síðan í vor. Mikil endurnýj- un. og það skapar mun betri starfsaðstöðu. Húsnæðið var orð- ið svo lélegt, það þurfti að gera eitthvert átak. Við höfum haft bónus frá árinu 1977 og það bætir launin mikið, stúlkur sem vinna hér fá um 5.000 krónur á viku í kaup. Það eru 43 pláss við bandið og það er fullt núna. En það vinna fleiri hér í salnum, líklega um 60 manns. Mestur hluti framleiðslunnar fer til Rússlands, en einnig þó nokk- uð á innanlandsmarkað. Gaffal- bitarnir frá Sigló eru allir í vín- sósu, Rússarnir vilja ekki annað." mþþ. Steinunn Bergsdóttir verkstjóri: Starfsaðstaðan hefur breyst mikið til batn- aðar. Texti: mþþ. Myndir: HJS. Hér er veríð að leggja gaffalbita niður í dósir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.