Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 22.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 22. ágúst 1984 Oskum eftir hreinlegu lagerhúsnæði á Akureyri. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 91-19495 milli kl. 17 og 19 alla daga. Nú er fiskurinn í ís í okkar kæliborði Margar tegundir svo sem: Ýsa (Barselóna) ★ Fiskpottréttir Nýr iax ★ Marineraður fiskur Fiskur í raspi ★ Og fleira og fleira. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast, að lögtök geti farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldaseðli 1984, er féllu í eindaga hinn 15. þ.m. og eftirtöld- um gjöldum álögðum eða áföllnum 1984 á Akur- eyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr., lífeyristryggingagjald skv. 20. gr., atvinnu leysistryggingagjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði og vinnueftirlits- gjald. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lesta- og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif- reiða, slysatryggingagjaldi ökumanna, þunga- skatti skv. ökumælum dieselbifreiða febrúar, mars, apríl og maí sl., söluskatti fyrir apríl, maí og júní sl., og viðbótar- og aukaálagningum sölu- skatts vegna fyrri tímabila, launaskatti v/1983 og gjaldföllnum launaskatti 1984, skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, sýslu- vegaskatti skv. 23. gr. I. nr. 6/1977, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, tryggingagjaldi af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum, vörugjaldi af innl. framleiðslu, gjöldum af innl. tollvörutegund- um, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, matvælaeftirlitsgjaldi, gjaldi til styrktarsjóðs fatl- aðra, og til hvers konar gjaldahækkana. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Bæjarfógetinn á Akureyri og Daivík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 20. ágúst 1984. Maðurinn í skóginum. Mynd: KGA. Ólafsfirðingar á vina- bæjamóti í Noregi - Næsta mót í Ólafsfirði eftir 2 ár Tuttugu og fjórir Ólafsfirðing- ar með bæjarstjórann Yaltý Sigurbjarnarson í broddi fylk- ingar eru nýkomnir heim frá vinabæjamóti í Horten í Nor- egi. Hópurinn flaug til Kaup- mannahafnar og hafði svo við- komu í vinabæ sínum í Dan- mörku, Hillerpd áður en haldið var til Noregs. í Hilleród var vel tekið á móti hópnum og eins í Horten sem er í Oslófirði. í liópi Ölafsfirðinga voru þrír fulltrúar bæjarins, félagar úr kvenfélagi, sóknarnefnd, Nor- ræna félaginu, Sparisjóðnum og þá kepptu 6 stúlkur í íþróttum. í lok vinabæjamótsins í Horten buðu fulltrúar Ólafsfjarðar til vinabæjamóts í Ólafsfirði árið 1986 og mæta þar fulltrúar frá Horten, Hilleród, Karlskrona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi. Nýjung í filmuvinnu Mynd: KGA Þórður Kárason í Pictor: „Já blessaður vertu, það er alltaf nóg að gera. Ég kemst aldrei í frí,“ sagði Þórður Kárason, eig- andi og starfsmaður prentþjón- ustunnar Pictor, sem er til húsa að Brekkugötu 3. í Pictor er unnin öll alhliða undirbúningsvinna fyrir prentun og auglýsingagerð, auk almennr- ar filmuvinnslu. Og þetta er eina fyrirtækið á Akureyri með svo- nefnda Daylight filmuvinnu, sem er alger nýjung. Tækjakostur er allur nýr og mjög fullkominn. Þórður er 19 ára og hefur undanfarin ár verið við nám og störf í offsetljósmyndun. -KGA. Fjölskylduhátíð vegna 20 ára afmælis Sumarbúðanna við Vestmannsvatn verður sunnudaginn 26. ágúst Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14 og síðan er öllum boðið til kaffidrykkju. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir fjölskylduna allan daginn, bátsferðir, leikir og íþróttir. Dvalargestir fyrr og nú sérstaklega hvattir til að koma með fjölskyldur sínar. Allir velkomnir. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.