Dagur - 22.08.1984, Side 12

Dagur - 22.08.1984, Side 12
Akureyri, miðvikudagur 22. ágúst 1984 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Útsýniö af efstu hæð Verkalýðshallarinnar er ákaflega skemmtilegt og það verður ekki amalegt að hafa méð því góðan mat þegar þarna verður veitingastofa. Mynd: KGA. Álversandstæðingar: Afhentu Stein- grími mótmælin Laxeldi: Stofn- fundur í Úlafsfirði Stofnfundur hlutafélags um fiskirækt í Ólafsfjarðarvatni verður haldinn í'Ólafsfirði í dag. Aðalhluthafar verða Veiðifélag Ólafsfjarðarvatns sem á eina milljón og Ólafsfjarðarbær sern á 400 þúsund en aðrir hluthafar lcggja fram minni upphæðir. Tal- að hefur verið um 5 milljón króna hlutafé og þegar hafa aðil- ar skrifað sig fyrir 4,7 milljónum af þeirri upphæð. gk-. Ólafsf jörður: Engin rækja í bili „Það voru þrír aðilar sem sóttu um það á sínum tíma að gera héðan út á rækju og vinna hana í landi, og við gengumst fyrir því í samráði við ráðu- neytið að þessir aðilar reyndu að koma sér saman og stofna eitt fyrirtæki því það var úti- lokað að veita fleirum en ein- um aðila slíkt leyfl hér,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði í samtali við Dag. „Þessir aðilar hafa rætt saman um eitt og annað þessu viðkom- andi en á meðan þær viðræður stóðu yfir hófst verðfall á rækju þannig að þá stoppuðu þessir að- ilar enda er óðs manns æði að fara út í þetta eins og staðan er í dag. Ég hef grun um að það sé með þetta eins og svo margt annað, menn þykjast víða sjá gull og þá vilja allt of margir græða og endirinn verður sá að enginn hef- ur nóg. En menn munu sjálfsagt fylgjast með framvindunni," sagði Valtýr. gk-. Laust fyrir hádegi í dag af- hentu þrír fulltrúar andmæl- enda álvers við Eyjafjörð Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, undirskrifta- lista með nöfnum tæplega 3.300 manns, sem höfðu skrif- að undir listana. Þetta voru Erlingur Sigurðarson, Gunn- hildur Bragadóttir og Bjarni Guðleifsson. Að sögn Erlings hófst söfnun undirskriftanna í kjölfar funda- halda sem stóðu frá 12.-26. júní. Erlingur sagði að söfnun undirskrifta hefði lokið 20. júlí, en síðan þá hefði verið beðið með afhendingu vegna fjarveru forsætisráðherra, en hann var er- lendis. Söfnunin fór fram á Akur- eyri og í Eyjafjarðarbyggðum, allt út í Ólafsfjörð. Einnig bárust listar úr Fnjóskadal, en íbúar þar töldu sig hafa um málið að segja þar sem þeir væru aðilar að Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar. Yfirskrift listanna er svohljóð- andi: „Við undirritaðir íbúar við Eyjafjörð mótmælum byggingu álvers í héraðinu og skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir upp- byggingu annarra nýgreina í at- vinnulífi héraðsins, ásamt eflingu þeirra atvinnugreina sem fyrir eru.“ Verkalýöshöllin: Margir sýnt veitinga- rekstri áhuga - frestur rennur út í dag I dag rennur út umsóknarfrest- ur um rekstur veitingastaðar á efstu hæð Verkalýðshallarinn- ar og munu margir hafa sýnt málinu áhuga. Nokkrar umsóknir hafa borist en að auki voru margir sem at- huguðu málið og voru það aðilar bæði af Akureyri og einnig utan- bæjarmenn. Umsóknirnar verða teknar til athugunar á næstu dögum. - KGA. Þingvallastræti 22: Efri hæðin er til sölu Efri hæð hússins að Þingvalla- stræti, 22 hefur verið auglýst til sölu, en þar er um að ræða eign Grímu Guðmundsdóttur. Neðri hæðin er eign Ólafs Rafns Jónssonar, sem þó er ekki heimilt að búa þar, skv. hæstaréttardómi, eins og kunnugt er. En þótt efri hæðin verði seld er Ólafi óheimilt að flytja inn, því dómur Hæstaréttar byggði á fjöl- býlishúsalögum. Ólafur sagði í samtali við Dag, að samkvæmt þessum dómi væri rétt að hann gæti ekki flutt inn, en hins vegar hefði hann alltaf haldið því fram að ekki væri rétt að byggja á þessum lögum, því húsinu hefði aldrei verið löglega skipt og heyrði því alls ekki undir fjölbýlishúsalög. - KGA. mœœiii „Það verður blíðskapar- veður fyrir norðan næstu 2-3 dagana,“ sagði veður- fræðingur á Veðurstofu Islands í morgun. „Nei ég held að þið losnið við norðanáttina sem er jú orðin ansi köld, loftið er kalt úti fyrir Norðurlandi. Þetta verður hægviðri og !éttskýjað,“ sagði veðurfræðingurinn. • Dylgjur Alfreðs Alfreð Þorsteinsson formað- ur lyfjanefndar íþróttasam- bands íslands, sá sem „lak“ þeirri frétt til Morgunblaðsins á sínum tíma að Gylfi Gísla- son lyftingamaður frá Akur- eyri hefði neytt ólöglegra lyfja fyrir Evrópumótið í lyft- ingum í vor, er enn við sama heygarðshornið. - Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að fá nein- ar upplýsingar um það frá þeim sem tóku þvagsýni af Gylfa á þessu móti, hvaða lyf hafi fundist í þvaginu, lætur Alfreð sem það sé afgreitt mál að Gylfi hafi tekið inn ólögieg lyf. í útvarpsviðtali fyrir helgina vegna máls Vésteins Hafsteinssonar sem sannanlega tók inn ólögleg lyf fyrir Olympíuleikana talaði Alfreð sífellt um „þessi mál“ og átti þá greinilega við mál Gylfa og Vésteins. # Málinu áfrýjað Ef Alfreð fylgdist með hlutun- um, ætti hann hins vegar að vita að sekt Gylfa er alls ekki sönnuð. Það er jú vitað að í þvagi hans kom fram að hann hafði tekið inn lyf, en hvað gefur Alfreð heimild til þess aö kveða upp úr með að þar hafi verið um ólögleg lyf að ræða? Staðreyndin er nefni- lega sú að ekki hafa fengist um það neinar upplýsingar hvort hann tók inn magnyl sem mælist í slíku lyfjaprófi, eða eitthvert annað lyf. Reyndar hefur Gylfi sjálfur skýrt mál sitt, segist hafa tek- ið inn bólgueyðandi lyf og hafi hann tilkynnt það áður en mótið á Spáni hófst. - Það verður að gera þær kröfur til formanns lyfjanefndar ÍSÍ að hann fylgist með málum og hagi sér samkvæmt því sem er að gerast. Þá hefði honum verið í lófa lagið aö vita það að á fundi í Los Angeles varð um það samstaða á milli Norðurlandanna að áfrýja máli Gylfa til Alþjóða lyftinga- sambandsins. Forráðamenn lyftingamála á Norðurlöndum eru nefnilega ósáttir við fram- kvæmd málsins og að ekki skuli hafa fengist á hreint hvaða lyf mældist f þvagi Gylfa. En á sama tíma telur Alfreð Þorsteinsson sig þess umkominn að hrópa út sekt hans í fjölmiðlum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.