Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sjúkdómur í þjóðarsál Nokkur útgerðarfyrirtæki víðs vegar um landið eru nú við það að klára þorskkvóta sína. Kvótarnir áttu að gilda út árið og voru settir á með það í huga að byggja upp fiskistofnana fyrir framtíðina Þrátt fyrir það að aðeins séu liðnir átta mánuðir af árinu hefur sumum tekist að klára þorskkvótann og mæna nú á stjórnvöld og biðja um bjarg- hringinn. Fullyrt er að at- vinnuleysi blasi við í fiskverk- um ef ekki verði aukið við kvótann. Það er varla hægt að hafa önnur orð um þetta atferli en að þarna hafi verið á ferðinni algjört gáleysi og fyrir- hyggjuleysi. Það eru óábyrg vinnubrögð að haga málum þannig að klára þorskkvót- ann, sem gilda átti til ársins, á aðeins átta mánuðum í trausti þess að stjórnvöld neyðist til að bregðast við auka við leyfilegt aflamagn og rýra þannig afkomumögu- leika þjóðarbúsins í náinni framtíð. Það sem er verst við þetta mál er það, að þeir sem síst skyldu, það er starfsfólk fisk- iðjuveranna, þurfa að gjalda fyrir þessa óráðsíu. Því hefur sums staðar verið att út í allt of mikla vinnu í sumar, til að bjarga hráefnum sem borist hafa að landi í aflahrotum. Nú blasir hins vegar atvinnu- leysi við þessu fólki. Auk þess hefur aflinn á stundum verið umfram vinnslugetuna í landi með þeim afleiðingum að hráefnið verður gamalt og lélegt og þar með afurðirnar. Við höfum síst þörf fyrir slík vinnubrögð á þeim tímum þegar samkeppni á fisk- mörkuðum erlendis fer sí- harðnandi. Raunar eru mark- aðir svo erfiðir að við megum þakka fyrir að geta selt allan þann fisk sem leyfilegt var að veiða samkvæmt kvótakerf- inu. Ef farið verður út í það að auka við þorskkvótann er það rétt eins og að reka rýting í bak þeirra sem hafa sýnt ábyrgð í þessu máli og hagað sínum útgerðarrekstri með tilliti til þess að aflakvótinn væri staðreynd. Að sumu leyti er ótímabær þorskveiði þeirra sem nú eru að klára kvóta sína skiljanleg. Útgerð- in hefur staðið mjög illa og allt er reynt til að afla sem mest á sem skemmstum tíma. Menn máttu þó vita að þetta kæmi niður á þeim síðar og nú hefur raunin orðið sú, auk þess sem saklaust fólk fær að gjalda mistakanna. Það er mat margra að ef þorskkvótinn verði aukinn án þess að forsendur breytist til hins betra, þá sé fiskveiði- stefnan þar með hrunin og ekki þýði að tala um það að marka slíka stefnu í framtíð- inni, vegna þess að enginn muni taka mark á henni. Því miður er hugsunarhátt- urinn sem þarna kemur fram ekkert einsdæmi í íslensku þjóðfélagi, því svipaðir hlutir eiga sér stað á nær öllum sviðum. Veitt er umfram veiðiþol og vinnslugetu, keypt og fjárfest umfram kaupgetu, tekin lán umfram greiðslugetu og jafnvel fram- leitt umfram sölugetu. Ábyrgðarleysið ræður ríkjum á flestum sviðum. Þetta virðist vera sjúkdóm- ur í þjóðarsál hinna nýríku ís- lendinga og það þarf meira til en staðföst stjórnvöld og efnahagssérfræðinga til að breyta þessu ástandi. S íðsumarblikur Pað sumar sem senn fer að syngja sitt síðasta, mun vafalítið fá harla misjöfn eftirmæli eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Hér norðanlands, og jafnvel enn frekar á Austurlandi munu menn minnast þess sem hins mikla hita- og sólskinssumars, en sunnan- lands nægir í rauninni aðeins eitt orð til að lýsa sumrinu, það er að segja rigning. Eigi verður því á móti mælt að máttarvöldin mættu að skaðlausu vera dálítið réttlát- ari í útdeilingu sólargeislanna, en hinu ber ekki að neita að þeir virðast bera sig bærilega þarna í rigningunni. Rigningarsvæðin virðast að minnsta kosti vera einu staðirnir á landinu þar sem þensla er í atvinnulífinu, og þangað er meira að segja mikill fólksflótti frá góðviðrissvæðum landsins. Þeir eru meira að segja svo bjartsýnir þarna að setja upp fleiri en eitt Tívolí sjálfsagt með þá fullvissu í bakhöndinni að Berti muni borga brúsann þegar fyrirtækið hefur rignt niður. Kvótar og kjaramál Það eru margar blikur á lofti í þjóðlífinu nú þegar hausta fer að. Einmitt þessa dagana eru fyrstu skipin að verða búin með kvót- ana sína, og fleiri munu fylgja á næstunni. Er haft fyrir satt að til landauðnar horfi af þessum sökum, jafnvel í blómlegum kaupstöðum á borð við ísafjörð.' Svo vel virðist þetta kerfi hafa reynst í baráttunni gegn viðhaldi byggðar á óarðbærum stöðum, að talað er um að koma þessu kerfi einnig á í landbúnaðinum, en minna er rætt um það að setja kvóta á útvarpshallir, seðla- bankahús eða aðrar þarfar fram- kvæmdir í henni Reykjavík. Og fyrst kvótakerfi hafa nú reynst svo vel, þá spyr maður sjálfan sig ósjálfrátt að því hvers vegna í ósköpunum brennivínsnefndinni frægu skuli ekki hafa komið þessi leið í hug. Það hefði einfaldlega mátt gera tillögu um eitthvert heildarinnflutningsmagn á áfengi sem síðan yrði skipt, til dæmis eftir heildarneyslu livers og eins síðustu þrjú árin. Með þessu myndi vinnast það sama og með hinum flóknu ellefuliðatillögum. Við gætum sent múslimunum hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni tölur um minnkandi neyslu og þannig jafnvel fengið olíu á spottprís sem sérlegir verndarar trúarinnar, og jafn- framt myndi svartamarkaður efl- ast til muna, ekki svona smáskítti á borð við það að selja alla miðana á Sumargleðina áður en miðasala hefst, heldur alvöru- svartamarkaður með milljóna- veltu sem væntanlega yrði mikil búbót fyrir blanka útgerðarmenn sem nú yndu bæta brennivíninu við „kost“ skipanna í söluferðum þeirra. Þá eru kjarasamningar víðast lausir eftir aðeins fáa daga, og samkvæmt venju eru viðræður um nýja samninga rétt að hefjast. Opinberir starfsmenn eru þegar í verkfallshugleiðingum, og er ekki óhugsandi að við fáum svona til tilbreytingar eitt stykki verkfall frá þeim með tilheyrandi skólafríum, samgöngutruflunum og útvarpslokun þeim til mikillar gleði sem búa svo vel að eiga litla útvarpssenda. Og önnur verkföll munu væntanlega fylgja í kjölfar- ið. Ef að líkum lætur verður svo niðurstaðan af þessu öllu sú að það verður samið um eitthvað sem ekki er til, og blessuð gamla konan hún Verðbólga kölluð til að kippa málunum í lag rétt eina ferðina. Væri það nú ekki vit- legra að semja um það sem til skiptanna er svona einu sinni til tilbreytingar. Allir vita að það er til nóg af peningum víða í þjóð- félaginu. Nóg til að bæta veru- lega kjör þeirra sem verst eru settir án þess að það rjúki beint út í verðlagið. Það þarf að skipta þeirri köku réttlátlegar en nú er, sem þegar er til staðar jafnframt því sem hugað er að því að baka nýjar. Próuð vanþróun Þá er ónefnt enn eitt vandamálið sem að þjóðinni steðjar á þessu hausti, en það er góðærið sem er að setja landbúnaðinn á stórum svæðum gjörsamlega á hausinn. Búist er við gífurlegri offram- leiðslu ýmissa landbúnaðar- afurða með tilheyrandi verðfalli sem að vísu mun varla koma neytendum til góða enda þurfa blessaðir milliliðirnir víst sitt og ekki má hætta við hálfkláraðar hallirnar þeirra. Sú hugmynd hef- ur komið fram að þessar um- frambirgðir verði sendar til landa þar sem hungursneyð ríkir, en óvíst er að slíkt sé framkvæman- legt vegna ólíkra neysluvenja. Það kánn nefnilega að vera að slík myndi jafngilda því að til dæmis Frakkar myndu senda hingað snigla eða froskalappir ef hér væri hungursneyð. Slíkur matur er þar lúxus, en hætt er við að landinn myndi hika við að leggja sér þessa fæðu til munns og margir myndu vafalaust frekar þola hungurdauða. Annars getum við Islendingar verið stoltir af framlagi okkar til aðstoðar við þróunarlöndin, það er að segja þeirri aðstoð sem veitt er með frjálsum framlögum al- mennings, hins vegar er hlutur stjórnvalda hvað þetta snertir til háborinnar skammar. Hitt er svo annar handleggur, að það er ýmislegt á íslandi sjálfu sem minnir á það sem við þekkjum úr lýsingum frá þeim löndum sem við gjarnan kennum við þriðja heiminn. Þannig byggist efna- hagskerfi okkar nær eingöngu á einhæfri framleiðslu á hráefnum. Ef þau bregðast eða verðfall verður á þeim, hrynur allt efna- hagslíf landsins eins og spilaborg. f þessu sambandi sakar ekki að geta þess að áliðnaður er að þessu leyti ekki ýkja stórt skref á þróunarbrautinni þar sem hann er einnig frumvinnsla, a.m.k. eins og hann er hugsaður hér. Og fyrst minnst er á álið, þá er ekki úr vegi að bjóða ellefumenning- ana sem að sögn fóru einkar frækna för til Kanada, velkomna heim. Þar var víst mikið um dýrðir, en það hlýtur að vera tómt kjaftæði sem illar tungur í bænum segja, að Molsonmjöður- inn góði hafi átt einhvern þátt í þessari dýrð allri. Annað sem óneitanlega minnir dálítið á þróunarland hér eru blessaðir stjórnmálamennirnir okkar, og þá sérstaklega sú árátta þeirra að vilja endilega sífellt vera að hugsa eða ákvarða eitt- hvað fyrir okkur í stað þess að gera það með okkur. Nýlegt dæmi um þessa tilhneigingu er það þegar heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsviðtali á dögunum að ekki væri hægt að efna til þjóðaratkvæðis um tiltekið mál vegna þess hve þjóðinni væri hætt við að glepjast af áróðri þeirra sem fjármagnið hefðu. Þessa staðhæfingu afsanna raunar að minnsta kosti tvennar síðustu for- setakosningar, og jafnvel einnig síðustu alþingiskosningar, þar sem sigurvegararnir voru einmitt þeir sem minnst höfðu fjármagn- ið . . Þá má nefna það að ef þessi kenning stæðist, þá myndi ekki hafa verið skipt hér um ríkisstjórn í marga áratugi svo hrikaleg tök sem ráðandi stjórnir á hverjum tíma hafa á öflugustu fjölmiðlum þjóðarinnar. Þá má að lokum nefna það sem einnig er algengt í þróunarlöndunum, ættartengsl í stjórnkerfinu sem jafnvel geta stundum náð út fyrir flokksböndin fastreyrðu. Það tíðk- ast jafnvel hérlendis sem al- mennt gengi tæpast í lýðræðis- löndum, að hinir þrír aðskildu þættir ríkisvaldsins séu tengdir hjónaböndum. Orðið nýsköpun er nú mikið í tísku og á víst að merkja framsókn þjóðarinnar á þróunarbrautinni. Vonandi er að þetta orð sé eitthvað annað og meira í munni pólitíkusanna en bara fagrar umbúðir utan um eigin vanhæfni þeirra. Ef ekki þá verð- ur ísland áfram um ófyrirsjáan- lega framtíð eins konar „þróað“ þróunarland, eða þá bara þróun- arland hreint út sagt. Land með bílaeign á Ameríkuvísu, en afrískt vegakerfi. Reynir Antonsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.