Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 5
„Sverrir féll á setonum“ Eiríkur Sigurðsson skólastjóri kvað þessa vorvísu: Vor í lundu, vor í sál, vor á sundum öllum. Vorsins undur, vorsins mál vex á grund og fjöllum. Jón Þorsteinsson, Arnarvatni, kvað: Þessum brekkubrjóstum frá bestu gekk ég sporin þegar brá mér eintal á albjört nótt á vorin. Næstu vísurnar tvær orti Trausti Reykdal: Bæði annars heims og hér hafa nóg af vinum þeir, sem eru sjálfum sér sama og guð er hinum. Herra, færðu helgan frið hjarta særðu og þjáðu, endurnærðu andans lið og mér værðir Ijáðu. Karl Kristjánsson alþingismaður kvað: Þegar ólund þung sem blý þreytir, sýkir, letur eftirvænting ung og ný alltaf læknað getur. Fyrir allmörgum árum gerðu þingmenn sér það til dundurs að breyta stafsetningarreglum og skyldu nú heiti sveita og héraða skráð með litlum staf. Þá orti Óli á Gunnarsstöðum: Vinstri stjórnar verkin lifa,. vegi betri hún oss gaf. Þó er hart að þurfa að skrifa Þingeyingur með litlum staf. Enn eru þeir að hræra í sama grautnum og krafðist Sverrir Hermannsson þess að setan yrði upp tekin á ný. Blaðið DV lét hann ganga undir réttritunarpróf og kolféll ráðherrann. Þá kom mér þetta í hug: Hálu svelli hét honum heimsins brellin gletta. Sverrir féll á setonum. Sóða skellur þetta. Þá er það álversmálið. Ekki má gleyma því. Upp er komið mikið mál. Margir fríði lóga, sumir vilja aðeins ál, aðrirgras og skóga. Þann 4. júní s). birti Dagur grein um álmáliö, undir yfirskriftinni: Minnihlutinn hefur hátt. Þetta var gott upphaf að stöku: Minnihlutinn hefur hátt, harma stöðu lina þeir sem hafa aldrei átt annað en snarrótina. Jón Bjarnason. Grænmetismarkaður íVín Allt grænmeti á stórlækkudu verði Hvítkál + Blómkál * Spergilkál + Gulrætur Gulrófur * Gúrkur + Tómatar í gróðurhúsi: Pottablóm í miklu úrvali í blómaskála: Veitingar allan daginn að ógleymdum Vínarísnum rómaða. 24. ágúst 1984 - DAGUR - 5 Starfsmenn óskast til að sjá um rekstur á fundarsal og kaffistofu Slippstöðvarinnar hf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 96-21300. Slippstöðin hf. Starfsfólk vantar við mötuneyti Hrafnagilsskóla. Upplýsingar gefur Sigurður Aðalgeirsson skóla- stjóri. Ritari Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða ritara. Starfið er fólgið í vélritun, tölvuskráningu og al- mennum skrifstofustörfum. Heils dags starf. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri KEA í síma 21400. Verkamenn Slippstöðin hf. óskar að ráða verkamenn til starfa við sandblástur. Mikil vinna, en tímabundin. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 96- 21300. Slippstöðin. Lausar stöður Á skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða fulltrúa við endurskoðun atvinnu- rekstarframtala og kæruúrskurði. 2. Staða vinnslustjóra, sem hefur umsjón með skráningu og ritvinnslu. 3. Staða endurskoðanda í atvinnurekstrar- deild. 4. Staða skrifstofumanns með góða kunnáttu í vélritun, skráningu og ritvinnslu. /Eskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi frá Verslunarskóla eða hafi hliðstæða menntun svo og starfsreynslu við bókhald eða endurskoðun. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra fyrir 1. september nk. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnarstræti 95, 600 Akureyri. kemur út þrisvar í viku, manudaga, miðvikudaga og föstudaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.