Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 24. ágúst 1984 24. ágúst 1984 - DAGUR - 9 „Petta er mjög fjöl- breytt og skemmti- legt starf það eru engir tveir dagar eins að Vestmanns- vatni, þannig að í rauninni væri ekki ósanngjarnt að ég borgaði fyrir það að fá að vera hér, en á ein- hverju verður mað- ur nú að lifa. “ Það er Svavar Jónsson, guðfrœðinemi og sumarbúðastjóri að Vestmannsvatni sem hefur orðið í samtali við Dag. Ég heim- sótti Vestmanns- vatn á dögunum, til að forvitnast um hvað þar vœri að gerast og hvernig sumarbúðir þjóð- kirkjunnar störf- uðu. Ég átti von á barnaskara, en raunin var önnur, þvíþað erufleiri en börn og unglingar sem njóta sumar- búðanna við Vest- mannsvatn. Þegar mig bar þar að garði voru þar félagar frá Blindrafélaginu, auk aldraðs fólks víðs vegar að. Og það er afmœlisár í ár hjá sumarbúðun- um og í tilefni þess verður haldin vegleg afmœlishátíð við Vestmannsvatn um helgina. Myndir og texti GS. Dagur í heimsókn hjá Svavari Jónssyni og hans fólki við Vestmannsvatn í Aðaldal, en þár verður tvöfalt afmæli um helgina á þeim. Þetta hefur gengið vel, því börnin eru almennt opin og fús til samræðna og það hefur komið í ljós að þau fylgjast vel með. Það er til dæmis áberandi, að þau hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá þeim friðarumræðum sem hafa verið mikið uppi á yfir- borðinu að undanförnu. Einnig eru þau mjög vakandi gagnvart góðri umgengni um náttúruna og hugsa mikið um þau mál.“ - Það eru bæði ungir og aldnir sem fá að njóta dvalar að Vest- mannsvatni? „Já, það er rétt. Hér hafa verið fimm barnahópar í sumar, sam- tals 250 börn, sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin sumur. Við röðum í flokkana eft- ir aldri í öllum flokkum eru hvoru tveggja, strákar og stelpur. Við sjáum hér sömu andlitin ár eftir ár; þau koma hér fyrst 7 ára gömul og síðan aftur og aftur á hverju sumri allt þar til þau verða 12 ára. Síðan erum við með fjóra flokka fyrir aldraða og blinda og þar er sama sagan; við fáum sama fólkið í heimsókn til okkar ár eftir ár. í því felst stærsta viðurkenningin á okkar starfi." Spilað af fingrum fram - Hvernig er dagskráin hjá gamla fólkinu? „Hún er nú ekki eins bundin og hjá krökkunum; hún er meira spiluð af fingrum fram, eftir veðri og öðrum aðstæðum, já og vilja fólksins. í góðu veðri vill fólk gjarnan njóta sólar og spjalla saman í ró og næði, en ef ekki viðrar til útiveru er gripið í spil og lesið upp úr gömlum bókum svo eitthvað sé nefnt. Einnig er farið í gönguferðir, berjamó og þeir sem eru áræðnir fara út í róður á vatninu. Margir leggja líka leið sína í Minjasafnið á Grenjaðarstað og auk þess förum við í dagsferð í rútum með hvern hóp. Ekki má heldur gleyma kvöldvökunum, sem oft á tíðum eru hinar fjörugustu hjá gamla fólkinu. Við höfum verið svo heppin að fá marga góða gesti í heimsókn; frá Akureyri, Húsavík og héðan úr sveitinni, sem hafa lífgað upp á kvöldvökurnar. Þeirra á meðal er Stefán Þórisson í Hólkoti, sem oft kemur með nikkuna sína og leikur fyrir dansi.“ - Svavar hefur verið sumar- búðastjóri við Vestmannsvatn í 3 sumur, en auk hans starfa þar Bjarni Þór Bjarnason, Bryndís Björnsdóttir, Ólöf Jóna Tryggva- dóttir, Matthildur Egilsdóttir, Snæfríður Njálsdóttir, Þóra Helgadóttir og Rúnar Örn Frið- riksson. Þó í sjálfu sér hljóti að vera óþarft að spyrja, þá spurði ég Svavar hvernig hann kynni við starfið? „Mjög vel, því eins og ég sagði í upphafi ætti maður að borga fyrir að fá að vera hér. Þetta hef- ur verið mjög þroskandi fyrir mig, ekki bara sem guðfræði- nema, heldur ekki síður fyrir mig sem manneskju. Ég er það mikið barn enn, að ég kannast vel við margt af því sem kemur fram hjá þeim börnum sem hér hafa verið.“ Nú var farið að volgna á okkur Svavari, þar sem við sátum inni á skrifstofu hans, sem raunar er einnig notuð sem svefnherbergi vegna þrengsla í sumarbúðunum. Einar Guðgeirsson frá Reykjavík Úti fyrir var nefnilega glaða sólskin og yfir 20 stiga hiti. Við drifum okkur því út í sumarið til að heyra hljóðið í fólkinu. Kem á hverju sumri Fyrstur varð á vegi okkar Kristján Tryggvason frá Akur- eyri. Kristján hefur verið blindur frá barnsaldri, en hann kemst ferða sinna með aðstoð hvíta stafsins. Ég spurði hann um dvöl- ina við Vestmannsvatn. „Ég hef komið hingað á hverju sumri undanfarin 9 ár, allt síðan félagar úr Blindrafélaginu fengu hér fyrst inni. Ég kann ákaflega vel við mig hér, enda kemst ég allra minna ferða utanhúss sem innan. Þar að auki er mikils virði að komast í félagsskapinn, hitta vini og kunningja, enda er stemmn- ingin í hópnum góð,“ segir Kristján. Einar Guðgeirsson frá Reykja- vík kemur að í þessu með hvíta stafinn. Hann er einnig blindur, en stafurinn vísar honum veginn. „Ég lifi á þessari viku hér við Vestmannsvatn allt árið, andlega sem líkamlega, enda hjálpast allt að; við höfum oftast verið heppin með veður, andinn í hópnum er góður og svo er líka stjanað undir okkur hérna á allan hátt,“ segir Einar. Sverrir Karlsson frá Reykjavík tekur undir þetta, en liann á sér sérstaka sögu. „Ég var alveg blindur þegar ég kom fyrst hér að Vestmannsvatni og þannig var það þrjú fyrstu sumrin sem ég dvaldist hér,“ sagði Sverrir. „Þrátt fyrir það naut ég dvalarinnar og kunni mjög vel við mig. En síðan gekkst ég undir aðgerð, sem tókst svo vel að ég fékk nokkra sjón. Það var ólýsanlega niikill fengur fyrir mig í alla staði og það var gaman að koma sjáandi að Vestmannsvatni fjórða sumar- ið. Auðvitað hafði ég gert mér nokkra mynd af umhverfinu og því fólki sem hér starfaði. Ég vissi að hér var fallegt og vissu- lega fékk ég það staðfest með sjóninni, en ekki stóðst hún nú alveg myndin sem ég hafði gert mér af staðnum í huganum á meðan ég var blindur. Mér er það alltaf minnisstætt þegar ég kom hingað fyrst sjáandi. Þá var það mitt fyrsta verk að spyrja eft- ir Jóni Helga, sem þá var hér sumarbúðastjóri. Hann er hér, var þá sagt við hliðina á mér. Ég þekkti röddina strax, en ekki manninn,“ sagði Sverrir Karls- son. Þið eruð stundum óttalegir vitleysingjar Aldursforsetinn við Vestmanns- vatn þegar mig bar að garði var Marteinn Sigurðsson frá Hálsi í Kinn. Hann er níutíu og fjögurra ára gamall og hafði komið til búðanna daginn áður í fylgd sveitunga síns, Jóns Pálssonar á Granastöðum sem er áttræður. Þeir félagar óku í hlaðið með reisn á Moskvitsnum hans Jóns. „Ætlar þú nú að fara að tala við annan eins aumingja og mig og setja svo afraksturinn í blöðin," sagði Marteinn, þegar ég tyllti mér hjá honum á bekk austur undir vegg. Hann var hinn hressasti og lék við hvern sinn fingur, en gat ekki á sér setið að skamma mig og kollega mína ör- lítið. „Það er nú alveg dæmalaust hvað þið getið verið miklir ótta- legir vitleysingjar þessir blaða- menn á stundum, eins og þegar þið eruð að skrifa um búskapinn. Þannig var það á dögunum, þeg- ar Þingeyingar voru rétt að byrja sláttinn, þá mátti lesa í blöðum að heyskap væri víðast hvar að ljúka á Norðurlandi. Þá hafði verið vætutíð vel á aðra viku, en daginn eftir að þornaði átti að vera búið að hirða, samkvæmt fréttum blaðamanna. Það er eins og þetta gerist allt á einum degi. Þið megið ekki láta svona and- skota út úr vkkur og þetta máttu hafa eftir mér,“ sagði Marteinn og nærstaddir höfðu gaman af hvernig hann hirti blaðamann- inn. Ég reyndi að eyða þessu tali og spurði Martein um dvölina að Vestmannsvatni. Kristján Tryggvason frá Akureyri. Marteinn Sigurðsson frá Hálsi í Kinn. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég er hér hjá Svavari; hann er hreint ekki sem verstur greyið. Það er helst hann sem teymir mig hingað og svo er líka gaman að komast í félagsskapinn. Annars er ég farinn að heyra svo illa að menn hafa raun af því að kynnast ntér. En það verður að sitja við það. Og ekki ætla ég mér að kvarta, því það eru svo margir í veröldinni á mínum aldri sem hafa það svo miklu lakara en ég. Hvaða tilgangur er til að mynda í því hjá skaparanum að láta fólk liggja í kör mánuðum og jafnvel árum saman. Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að lifa það. Ég hef verið nokkuð heppinn fram til þessa, en mér þykir verst að geta ekki lengur orðið aA nokkru liði við búskapinn. En það er gaman að fylgjast með þegar vel gengur í árferði eins og í sumar. Ég sit löngum við eldhúsgluggann heima á Hóli og ég hef bókstaf- lega séð grösin gróa í sumar slík- ar hafa framfarirnar verið í gróðrinum frá degi til dags. En ég held að það sé ekki rétt að segja þér öllu meira þið eruð varasamir þessir blaðamenn. Svo er ég heldur ekki vel upplagður, ég svaf svo lítið í nótt,“ segir Marteinn og kímir. „Jæja karlinn, varstu ef til vill á einhverju kvennafari,“ segir Svavar og glottir við tönn. „Nei, nei, ertu frá þér, það er nú farinn að minnka hugur minn til kvenna, en ég kvarta ekki þótt eitthvað sé eftir af karlmennsk- unni,“ svarar Marteinn og hlær við. Afmœlishátíð að Vestmannsvatni Nú var hringt inn til hádegisverð- ar og gestirnir létu ekki segja sér það tvisvar. enda kjötbollur og hvítkálsjafningur á borðum. Og það var létt yfir hópnum þegar ég kvaddi, enda var Svavar að lesa upp úr bókinni Krydd á tilver- una, sem var nokkurs konar des- ert á hádegismatinn. Um helgina verður tvöföld af- mælishátíð við Vestmannsvatn. Minnst verður 25 ára afmælis Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, sem á og rekur sumar- búðirnar. Einnig verður þess minnst að sumarbúðirnar eiga 20 ára afmæli. Nánar er sagt frá af- mælishátíðinni á öðrum stað í blaðinu í dag. - GS. Starfsfólk í Sumarbúðunum við Vestmannsvatn, f.v. í aftari röð: Kristján Vilmundur, Matthildur Egilsdóttir og Bryndís Björnsdóttir. í fremri röð eru f.v. Rúnar Örn Friðriksson, Snæfríður Njálsdóttir, Ólöf Jóna Tryggvadóttir og Svavar Jónsson. „Það voru klerkar í Hólastifti, ásamt fjölmörgum áhuga- mönnum, sm höfðu veg og vanda af uppbyggingu sumarbúðanna á sínum tíma og ég hygg aö það sé ekki ofmælt, að sr. Pétur Sig- urgeirsson, núverandi biskup, og sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup, hafi farið þar fremstir í flokki. Útslagið gerði svo velvilji bænda á Barðinu, sem gáfu land undir búðirnar og þeir hafa alla tíð verið góðir grannar,“ segir Svavar. - Hver er megintilgangurinn með starfseminni? „Að leyfa börnum og fullorðn- um að koma hingað og lifa við leik og störf í fallegu umhverfi og njóta útivistar. En kjarninn er að finna til samkenndar í kristnu samfélagi.“ - Hvernig líður dæmigerður dagur að Vestmannsvatni? „Það er nú svolítið misjafnt og að sjálfsögðu er ekki sama dagskrá fyrir börnin og eldra fólkið. Ef við tökum dæmigerða dagskrá hjá börnunum þá eru þau vakin kl. 8. Síðan er fána- hylling, bæn og morgunmatur. Eftir það er morguninn oft not- aður til leikja við vatnið, báts- ferða og veiðiskapar. Morgun- stundin hentar betur til þeirra hluta, því hafgolan segir til sín upp úr hádeginu. Það er ekki am- ast við því þó börnin veiði af bakkanum og þau fái einn og einn fisk. Og þó þeir séu ekki stórir, þá eru þeir margir hverjir á við stórlaxa í augum barnanna. Eftir hádegið er boðið upp á gönguferðir, ýmiss konar leiki og þá er knattspyrnan alltaf vinsæl- ust. Eftir kaffi er fræðslustund, þar sem við reynum að fá börnin til að vinna að ákveðnum verk- efnum. Hér er þó ekki um beina Svavar Jónsson og Sverrir Karlsson ræðast við. kennslu að ræða, því við reynum að hafa þetta sem frjálslegast og leggjum mikið upp úr því að krakkarnir séu beinir þátttakend- ur. Jafnframt reynum við að vekja umræður um lífið og tilver- una frammi fyrir Guði. Að því loknu er kvöldverður og síðan er fáni dreginn niður. Dagskránni lýkur síðan með kvöldvöku, sem börnin sjá að mestu leyti um sjálf. Einnig höldum við dansleik einu sinni fyrir hvern hóp og síð- asti barnahópurinn átti í hljóm- sveit. Það var hljómsveitin Edan frá Húsavík. Svona gengur þetta nú fyrir sig í megindráttum, en fastur punktur er helgistund í lok hvers dags áður en gengið er til náða.“ Börnin opin og áhugasöm - Hvernig gengur að halda börnunum að kristilegu starfi, t.d. á fræðslufundunum. Eru þau móttækileg fyrir því? „Já, nær undantekningalaust. Við reynum að forðast beina prédikun, en hvetjum börnin þess í stað til viðræðna, ekki síst til að segja frá einhverju úr eigin lífi, eða til að spyrja um eitthvað sem er að brjótast um í kollinum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.