Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 11
24. ágúst 1984 - DAGUR - 11 Hjartanlegar þakkir til allra sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum í tilefni 70 ára afmælis míns 14. ágúst sl. GYÐA JÓHANNESDÓTTIR, Aðalstræti 14. Penslar að starf Laxdalshús 4.-24. ágúst 1984. HörðurJörundsson: 30 vatnslitamyndir. Margrét Jónsdóttir: 13 keramikhlutir. Hörður Jörundsson er þaulvanur málari og kann fagið, er meira að segja meistari í því. Hann hefur lifað sögu lakkmálningar, plastmálningar og vatnsmálningar, marmaraeftirlík- inga og rúllu. Auk hefðbundinna starfa við húsamálun (og undir- vinnu, sem er iðulega mesta verkið) hefur Hörður gripið í kirkjuskreyt- ingar og má kynnast þeim í Goð- dölum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hrísey og Felli í Sléttu- hlíð. Og það er bersýnilegt á þessum nýju verkum Harðar í Laxdalshúsi núna að hann vill grunna, nota góð efni og ganga vel frá. Rétt efni og efnismeðferð frá upphafi vinnu við hverja mynd eru langtum mikilvæg- ari grundvallaratriði í vatnslitunum heldur en flestu öðru málverki. Hins vegar er því ekki að leyna, að Hörður sver sig of oft í ættina við marga starfsbræður hans í málarafag- inu, sem iðka frístundamálun: Þeir mála þykkt og eru stífir. Og þetta tvennt er einmitt það sem er bannað í vatnslitunum. En í blaðaviðtali hefur Hörður raunar gefið fullnaðarskýringu á þessu: Hann málaði myndirnar í svartasta skammdeginu og eflaust við bölvað rafurmagnið, gott ef ekki flúrbirtuna stórhættulegu. En vatns- litir heimta dagsbirtu og helst á að mála úti. Þeir eru maí-, júní- og júlí- efniviður, fyrst og fremst. (Það er prýðilegt að vatnslita í framsætinu á bíl.) Þetta er þeim mun leiðinlegra sem það er áberandi í einstökum mynd- hlutum Harðar, að hann hefur þessa næmu og fínu tilfinningu sem þarf í vatnslitinn og skilar ákveðnum pörtum listilega. Ég nefni trén í nr. 15, Súlur og himin í nr. 24, einnig himin í nr. 21 og birtumót og snjó í nr. 2 (Skessuhorn). í þessum tilvik- um er hvergi hlaðið of miklu á, held- ur glímt við gagnsæi og léttleikann, sem er aðalsmerki vatnslitanna. Hins vegar skortir Hörð nákvæmni í teikn- ingu, fjarvídd og hlutföllum. Hörður er bersýnilega vandur að penslum. Og það er eiginlega mjög gaman að fylgja pensildráttum hans eftir með auganu, því maður hrein- lega „kannast við sig“ öðru hvoru. Margir hafa sopið seyðið af því að reyna tilþrif með vondum og ódýrum pensli, - og uppgötvað síðar að ein- ungis dýr úrvalspensill gerir það kleift. Bæði digrir, litfylltir flekkir og fínar, langar, hlykkjóttar, samtengd- ar bylgjur sanna að pensillinn rúmaði mikið í einu og hlýddi höndinni. Besta mynd Harðar er nr. 26, Eld- brunnið land, og í fleiri verkum er traust myndbygging, heilsteypt lita- meðferð og kraftur. Hann kann líka ágætlega að yfirmála létt, en blandar liti stundum dálítið groddalega. Það er betra að láta blæinn lýsa í gegn, ekki endilega að reyna að styrkja eða þekja. Ég er hræddur um að Hörður vari sig ekki á krómlitum, viridian, prússabláu og öðrum þykkildum pal- ettunnar, jafnvel er þarna ræksnið hann Neutral tint (sem hefur dregið Hörður Jörundsson. of marga íslendinga á tálar). Hörður á langt í land með að ná valdi á grænu litbrigðunum, enda eru þau alls staðar erfiðust (líka í ljós- myndafilmunum). íslenskir málarar hafá leitað í bláu litina eins og flugur. einnig brúnu og rauðbrúnu litina eins og indíánarautt og brúna síennu. Gallinn er sá að þessir litir blandast illa nema nánum systkinum sínum án þess að lognast út af. (NB. Vitinn í Súgandisey við Stykkishólm er eld- rauður, en ekki grár eins og á mynd Harðar.) Ég vona að lesendur fyrirgefi þennan langa vaðal um vatnslitamál- un, en við sem höfum daðrað svolítið við þá dyntóttu og heillandi hefðar- mey erum yfirleitt sannfærðir um að hún þurfi að ná auknum völdum í listalífi landsmanna og nauðsynlegt er að taka alla áræðna vonbiðla hennar föstum tökum í upphafi. Margrét Jónsdóttir lauk lokaprófi frá Kunsthándværkerskolen í Kolding, Danmörku, í maí sl. og sýnir nú vasa, skálar, krúsir og háls- festar með japönsku ættarmóti. Þetta eru íðilfagrir hlutir, næstum því dí- sætir sumir hverjir, og bera gott vitni um tök á lit og fornti. En hvort þeir eru ýkja frumlegir veit ég ekki enda vart slíks að vænta af frumraunum listamanns á þessu sviði. Keramik- vinna er tímafrekt þolinmæðisverk og nýtur vart tilhlýðilegrar virðingar, því slíkur urmull er af verksmiðju- framleiddum gripum, sem villa sýn. Margrét er iðin við línurnar, og heldur strikum jafnvel saman með vírum, ef þörf krefur. Af einhverjum orsökum minntu drættir þessir mig helst á lófalínur, enda eru skálir og krúsir vart nema endurbættir manns- lófar, eða hvað? Gaman væri að vita, hvort Margrét er iðin við lófalestur og ræður þá hver í rúnir þessar sem honum líkar. Litaspil hennar og áferð skálanna hreif mig síður, enda vísast um einhvers konar skyldu- verkefni að ræða. Mig brestur þekk- ingu á leirmunavinnslu til að meta tæknilega útfærslu og fagmennsku Margrétar, en augljóst er, að hún fer vel af stað og býr að þeirri undir- stöðu atvinnumannsins, sem maður saknar stundum hjá sjálflærðum áhugamönnum. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu mér vin- arhug á 70 ára afmælisdaginn, með gjöfum, skeytum og heimsóknum. Lifið heil. SNORRI PÉTURSSON, Skipalóni. Innilegt þakklæti til barna minna og tengdabarna og allra vina og frændfólks, sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, gjöfum og símskeytum á 70 ára afmæli mínu þann 6. ágúst. Guð blessi ykkur öll. FREYDÍS ÞORVALDSDÓTTIR, Sælandi, Árskógsströnd. jr ... Auglýsing i Degi BORCAR SIG Hvaö er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess aö hún seljist. Þannig er hægt aö láta auglýsingu borga sig. En þaöer ekki sama í hvaöa blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiöslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiöslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa IDegi. þar eru allar auglýsingar góðar aug- lýsingar. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför, VALVESAR KÁRASONAR, Árskógssandi. Ágústa Jónsdóttir, Kári Valvesson, Sigurborg Kristinsdóttir Ebba Valvesdóttir, Stefán Sigurbjörnsson, Gunnar Jón Valvesson, Guðrún Markúsdóttír, Anna M. Valvesdóttir, Jóhannes Ragnarsson, Kolbrún Valvesdóttir, og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.