Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 24.08.1984, Blaðsíða 12
12- DAGUR ■ Fös fuáagu r Laugardagur 24. ágúst 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. 16. þáttur. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Á döfinni. 20.45 Grinmyndasafnið. 21.00 Alaska Þýsk heimildarmynd um land og sögu, náttúru og dýralíf í þessu nyrsta og stærsta ríki Bandaríkjanna. 21.50 Skrifstofustúlkurnar. Bandarísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Ted Post. Aðalhlutverk: Barbara Eden, David Wayne, Susan St. James og Penny Peyser. Þrjár ólíkar stúlkur hefja samtímis störf hjá stórmark- aði í Houston í Texas. Á þessum fjölmenna vinnu- stað er samkeppnin hörð og hefur hver sína aðferð til að komast til metorða hjá fyrir- tækinu. 23.25 Fréttir í dagskrárlok. 25. ágúst 16.30 íþróttir. 18.30 Þytur í lauíi. 2. Hreysikettimir ræna Fúsa. 18.50 Um lúgu læðist bréf. Endursýning. Finnsk barnamynd um bréfaskriftir og krókaleiðir póstsins frá sendanda til viðtakanda. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 í fullu fjöri. Lokaþáttur. 21.00 Æskuglöp. (That'll Be the Day). Bresk bíómynd frá 1973. Leikstjóri: Claude What- ham. Aðalhlutverk: David Essex, Ringo Starr og Rosemary Leach. Átján ára piltur sem er óráð- inn um framtíð sína, hverfur frá námi og fer að heiman i ævintýraleit. Hann langar til að verða rokkstjarna en verður þó að sætta sig við önnur og hversdagslegri störf. 22.30 Ræningjabælið. Endursýning. (The Comancheros). Bandarískur vestri frá 1961. Leikstjóri: Michael Curtiz. Aðalhlutverk: John Wayne, Lee Marvin og Stuart Whitman. Paul Regert fellir andstæð- ing sinn í einvígi í New Orle- ans. Hann flýr til Texas þar sem Jake Cutter lögreglu- stjóri tekur hann höndum. Cutter á í höggi við ræn- ingjaflokk sem hefur búið um sig fjarri alfaraleið. 00.20 Dagskrárlok. 26. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. 9. þáttur. 18.35 Mika. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Forboðin stílabók. (Quademo proibito). Nýr flokkur - 1. þáttur. Leikstjóri: Marco Leto. Aðalhlutverk: Lea Nassari, Omero Antonutti og Gianc- ario Sbragia. ítalskur framhaldsmynda- flokkur í fjórum þáttum. Rúmlega fertug kona, sem er gift og á tvö uppkomin börn, heldur dagbók um nokkurra mánaða skeið. í henni lýsir hún daglegu lífi sínu og fjölskyldu sinnar og opinberar tilfinningar sem hún heldur leyndum fyrir sínum nánustu. 21.50 Norrokk. Upptaka frá norrænum rokk- hljómleikum í Laugar- dalshöll á Listahátíð 3. júní sl. Fram koma hljóm- sveitimar Circus Modern frá Noregi, Clinic Q frá Dan- mörku, Imperiet frá Svíþjóð, Hefty Load frá Finnlandi og íslensku hljómsveitirnar Vonbrigði og Bara- flokkurinn. 23.15 Dagskrárlok. 27. ágúst 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Orustuflugvélin Spit- fire. Bresk heimildarmynd. Að myndinni lokinni verður rætt við Þorstein Jónsson flug- stjóra. 21.50 Síðasti sumardagurinn. Bresk sjónvarpsmynd. Mun- aðarlaus drengur og ung stúlka bindast vináttubönd- um meðan leiðir þeirra liggja saman eitt sumar. 22.40 íþróttir. 22.10 Fréttir í dagskrárlok. 28. ágúst 19.35 Bogi og Logi. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sporðdrekinn. Náttúmlífsmynd frá breska sjónvarpinu. 21.05 Aðkomumaðurinn. Lokaþáttur. 22.00 Orustan um Dien Bien Fú. Bresk náttúrulífsmynd um ósigur Frakka í Vietnam vor- ið 1954. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Miðvikudagur 29. ágúst 19.35 Söguhornið. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Margt býr í regnskógin- um. Bresk náttúrulífsmynd um gróður og dýralíf í regnskógi í Afríku. 21.30 Ævintýrið mikla. 1. þáttur. Keppinautar. Breskur framhaldsmynda- flokkur í 4 þáttum um heim- skautakönnuðinn Emest Henry Shackleton. 22.30 Úr safni sjónvarpsins. Á hrefnuveiðum. Veiðiferð frá Súðavík sumarið '71. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Eldhnöttur á himni Á dögunum bar svo við í höfuðborginni okkar að árekstrum fjölgaði skyndi- lega einn daginn, og það ekkert smávegis. Þegar lög- reglan var beðin um hugsan- lega skýringu mun svarið hafa verið á þá lund að þeir vissu ekki hvað hefði gerst, nema ef það gæti verið ástæðan að til sólar hafði sést þann daginn. Ekki ótrúlegt, enda fræg- ar sögurnar frá í fyrra er Reykvíkingar sáu eldhnött einn mikinn á himni og til- kynntu það í ofboði til yfir- valda. Já, sólin blessuð hef- ur ekki gert mikið af því að heimsækja höfuðborgarbú- ana í sumar og í fyrrasumar. En þótt menn hafi gaman af því að sólin sé orsak- avaldur þegar árekstrum fjölgar skyndilega í höfuð- borginni þá er málið auðvit- að grafalvarlegt sé það skoð- að niður í kjölinn. Rigning og hvassviðri nær hvern dag allt sumarið er nieira en margur Norðlendingurinn myndi þola þegjandi og hljóðalaust, slíkt fer í skapið, menn verða argir og þverir og hver veit hvað. En sumir hljóta að gleðjast, og ekki bara ill- gjarnir landar Reykvíking- anna sem búa við sól. Um- boðsmenn regnhlífa, regn- stígvéla, regnstakka o.þ.h. vita ekki aura sinna tal vegna mikillar sölu. Aðrir gráta og gnísta tönnum eins og t.d. þeir sem flytja til landsins garðslöngur og vatnsdreifara í garða. Útlendingarnir sem hafa unnið við að leggja gervigras á einn Laugardalsvöllinn eru að gefast upp því ekki er hægt að vinna við það nema þurrt sé þegar efnið er sett niður. Hafa þeir að sögn í hyggju að rúlla upp því litla sem þeir voru búnir að leggja og grafa í staðinn fyr- ir sundlaug. En þótt vætan sé mikil á Reykvíkingum, þá eru til menn sem vilja endilega að hún sé einungis „útvortis“ en ekki „innvortis". í þeirra hópi eru 19-menningarnir sem á dögunum skiluðu nefndaráliti eða tillögum um breytingar á áfengislöggjöf- inni til yfirvalda. 1 þeirra til- lögum var margt forvitni- legt, og er ekki fjarri lagi að ef eftir þeim væri farið myndi verða lokað fyrir allt áfengi í landinu. A.m.k. væri þeim sem áhuga hefðu á að fá sér tár gert svo erfitt fyrir að nálgast slíkt að það væri nær ógerningur. Það væri e.t.v. í lagi fyrir suma, því Reykvíkingar gætu í það minnsta drukkið fylli sína af rigningarvatni ef ekki vildi betur til. Gylfi Kristjánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.