Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 1
Litmynda- framköllun með hraði FILMUhÚSIB AKUREYRi 67. árgangur Akureyri, mánudagur 27. ágúst 1984 97. tölublað Fiskveiðistefnan hrynur - ef þorskveiðikvótinn verður aukinn segir Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norðurlands „Eg tel engar forsendur til að auka þorskkvótann eins og staðan er í dag. Ef látið verður undan þrýstingi þeirra sem búnir eru með þorskkvóta sinn tel ég að fiskveiðistefnan sem mótuð hefur verið sé hrunin, en henni var ætlað að byggja fiskistofnana upp fyrir framtíð- ina,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Utvegsmannafélags Norðurlands í viðtali við Dag. „Pegar þessi kvóti var settur á í upphafi ársins var staðan mjög þröng með tilliti til fiskistofn- anna. Við vorum að sækja í ofn- ýttan stofn með of mörgum fiski- skipum. Reynt var að aðlaga sig þessari erfiðu stöðu og var lagt á hvern og einn útgerðaraðila að gera það með því að úthluta ák- veðnum kvóta á skip. Mjög mörg útgerðarfyrirtæki hafa tekið þennan aflakvóta sem staðreynd og hagað sínum rekstri með tilliti til þess. Ef farið verður út í að auka kvótann verður það sem hnífsstunga í bak þessara manna. Þeim verður beinlínis refsað fyrir að hafa sýnt fyrirhyggju. Því mið- ur hafa margir gengið ótæpilega á þorskkvóta sinn í þeirri vissu að látið yrði undan þrýstingi og bætt yrði við hann á haustdögum. Það kemur ekki til álita að bæta aðeins við kvóta þeirra sem hafa hagað sér með þessum hætti og verði kvótinn aukinn yfir heildina tel ég að allt kerfið sé hrunið, fiskveiðistefnan sem við urðum að setja sé hrunin. Þá er einnig ljóst að enginn mun taka mark á því í framtíðinni þegar reynt verður að marka skynsamlega fiskveiðistefnu. Við verðum einfaldlega að hafa úthald til að byggja upp fiskistofnana. Ég vil einnig minna á það að þeir sem nú eru farnir að kvarta undan því að þeir séu bún- ir með kvótann sinn eiga í flest- um tilfellum eftir töluvert magn af öðrum fisktegundum en þorski. Það verður að reyna að tryggja að kvóti hvers skips verði nýttur og hugsanlega verður hægt að færa eitthvað á milli skipa, þegar aðstæður leyfa. Það má líka geta þess að mark- aðir erlendis eru mjög erfiðir og við megum þakka fyrir að geta selt það sem leyfilegt er að veiða samkvæmt kvótakerfinu,“ sagði Sverrir Leósson. Útvegsmannafélag Norður- lands hefur boðað til fundar á Akureyri laugardaginn 1. sept. og mun Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, mæta til viðræðna um þessi mál. HS Laxafóðurverksmiðja: Ákvörðun í næsta mánuði „Það er ekkert nýtt að frétta af þessu máli,“ sagði Finnbogi Jónsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar er við ræddum við hann um fyrirhugaða laxafóð- urverksmiðju sem til stendur að reisa við Krossanesverk- smiðjuna. „Við erum að vinna að hag- kvæmniathugun og það verður sennilega ekki fyrr en í næsta mánuði að niðurstöður hennar liggja fyrir og hægt verður að taka ákvörðun um framhaldið.“ - Allt bendir til þess að gengið verði til samninga við norska fyrirtækið T. Skretting um sam- starf á þessu sviði. Um 80% af því hráefni sem notað er í laxa- fóður er af innlendum uppruna og er helmingur þess fiskimjöl. Framleiðsla Krossanesverksmiðj- unnar er á því gæðastigi sem þarf til þess að hægt sé að ráðast í þessa framleiðslu og verður endanlegrar ákvörðunar að vænta í næsta mánuði eins og Finnbogi sagði. Það var fjör á Fjördaginn sem var í gær. Krakkarnir gerðu margt sér til skemmtunar, m.a. spreyttu þau sig á því að ganga eftir ránni þeirri arna. Flestum brást jafnvægið fljótlcga, en þó fréttum við af einum sem hljóp þarna fram og aftur eftir ránni og þóttist vera heima hjá sér. Mynd: KGA & " 4 % * / „Aliðja myndi atvinnulífið við „Þótt sex til átta ár myndu líða þar til áliðja tæki tii starfa við Eyjafjörð, er margt sem gera þarf í orku- og undirbúnings- málum, þannig að ákvörðunin ein myndi koma hjólunum til að snúast við Eyjafjörð,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra í samtali við Dag. „Ég er ekki að segja að þetta svæði myndi ekki blómstra í framtíðinni, en ég held að ál- - en rannsaka verður eins og þarf, og ganga úr skúgga með felldu, segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra treysta fjörðinn“ r skugga um að allt sé iðja yrði slík aukageta að það myndi treysta atvinnulífið þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því, eins og við höfum nú,“ sagði Sverrir. Iðnaðarráðherra taldi að við- horf manna væru að breytast, „þeir hafa fengið upplýsingar í ferð sinni vestur. En þrátt fyrir það verðum við sjálfir að ganga úr skugga um að hér sé allt með felldu og rannsaka eins og þarf. En forstjóri Alcan sagði mér: Við höfum tæknina, ég er ekki í nokkrum vafa um að við ráðum við þetta. Það þarf að fara var- lega við þennan fjörð, varlegar en nokkurs staðar annars staðar. En hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því.“ Ráðherra sagð- ist vona að menn áttuðu sig á því, þegar fram í sækti, að nútíma tækni gerði þetta kleift og að þetta væri að hans mati besta ráð- ið til að skjóta rótum undir at- vinnulíf við Eyjafjörð. „Við erum að rannsaka aðstæður og ætlum að flýta okkur hægt. Við munum ekkert gera nema vera vissir um að hér verði ekkert mengað við þennan fagra fjörð.“ - En hvað verður gert ef hér verður mjög fjölmenn andstaða gegn byggingu álvers? „Þeir hjá Alcan segjast hafa reynslu af slíkum átökum og vilji ekki hætta neinu til, þeir hafi nóga möguleika og vilji ekki eiga í útistöðum. Þannig að ef um harða andstöðu er að tefla, þá er hætta á að þeir hverfi frá,“ sagði Sverrir Hermannsson. Hann bætti við: „En ég hef engar áhyggjur af þessum málum.“ -KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.