Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. ágúst 1984 „Alls ekki eins erfitt og ég bjóst við“ - spjallað við Sigríði Knútsdóttur sem var háseti á Akureyrinni í „draumatúrnum“ Jón Haukur Brynjarsson: Til úrsmiðs. Þorvaldur Jónsson: Með Jóni til úrsmiðs. Herdís Gunnarsdóttir: Eitthvað út í buskann. Skúli Ólafsson: Úr skugganum í sólina. Þórarinn Stefánsson: í vinnuna. „Mig hefur alltaf langað til að fara á sjó. Ég hef farið áður, á línubát fyrir mörgum árum,“ segir Sigríður Knútsdóttir, sem var einn af hásetunum á Akur- eyrinni I síðasta túr. Sigríður er Akurnesingur, flutti til Akur- eyrar fyrir tveim árum og hefur unnið í frystihúsinu. „Þetta var ákveðið í hvelli,“ segir Sig- ríður um tildrög þess að hún skrapp á sjóinn. „Ég fékk að vita klukkan tólf á miðnætti að vantaði mann og svo var farið út daginn eftir klukkan átta. Það var engin spuming, mig vantaði peninga.“ Rómantíkin var löngum tengd sjómennskunni, en raunsæi nú- tímans hefur gert sitt besta til að draga fram í dagsljósið allt það erfiði sem þessum vinnustað er tengt. Og gefið í skyn að þetta sé ekki á færi annarra en höfðustu jaxla. „Þetta var alis ekki eins erfitt og ég hafði búist við,“ segir Sig- ríður. „Gekk vel. Maður var dá- lítið stirður í fingrunum til að byrja með, alltaf með þá í köld- um sjónum sem kemur inn á kerin. Þegar maður vinnur í landi er maður kannski í frystihúsinu allan daginn, og þegar maður kemur heim á maður eftir að þrífa og ganga frá ýmsu, koma krakkanum í bólið og þvíumlíkt.> •Er sem sagt að vinna megnið af sólarhringnum. En á sjónum vinnur maður í sex tíma en getur svo sofið næstu sex, eða gert það sem maður vill. Maður er ekkert að stússast í uppvaski og slíku veseni. Mér finnst þetta ekki nærri því eins erfitt og hægt væri að ímynda sér. Þetta var eiginlega ekkert öðruvísi en að vinna í frystihúsi. Nema hvað þarna var enginn að stressa sig. Menn flýttu sér þegar var mikill fiskur, en það borgaði sig ekki að vera með neitt stress.“ Nú kemur landkrabbinn upp í blaðamanni og hann fer að minn- ast á sjóveiki. En Sigríður neitar öllu slíku. „Það var ekkert gubbuvesen. Og svo er lang- skemmtilegast í veltingi - ekkert Kona hafði samband við Les- endahornið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Mig langar til þess að koma þeirri fyrirspurn á framfæri hvort lög- fræðingum sem jafnframt reka fasteignasölu er heimilt að geyma greiðslur sem þeir hafa fengið frá kaupanda fasteignar og eiga að fara til þess sem seldi. Ég hef hvað eftir annað rekið mig á þetta, og nú hefur sá fasteignasali/lögfræðingur sem seldi fyrir mig og mann minn á sínum tíma upplýst mig um að hann megi halda greiðslu þannig í gaman í logni! Það voru flestir sammála um að mátulegur velt- ingur væri bestur, þá er gott að sofna, manni er ruggað í svefn eins og ungabarni." Þennan túr á Akureyrinni voru reyndar tveir kvenkyns hásetar, ásamt Sigríði var Sólveig Ingva- dóttir. Hvernig skyldi þeim hafa gengið að lynda við karlpening- inn? „Ágætlega, það voru allir jafnir. Mesta furða hvað allir voru ánægðir og engin vandamál. Þegar ekki fiskaðist var maður að 10 daga. Hann fær sem sagt greiðsluna sem ég á að fá og geymir hana í þessa daga, og stundum lengur því það hafa lið- ið 3 vikur þar til ég hef fengið Móðir hringdi: Hún vildi koma því á framfæri að nú færi í hönd sá tími er hinn ár- legi „túttubyssufaraldur" skylli yfir á Akureyri. Börn og jafnvel unglingar koma sér þá gjarnan upp þessum þrífa og lenti þá kannski frekar í því sem mætti kalla kvenna- störf, ryksuga og þannig lagað. En mér þótti það ekkert verra, miklu betra en að vera að þrífa í salnum." - Saknaðirðu fjölskyldunnar heima? „Já það kom fyrir. En yfirleitt hafði ég engan tíma til þess, ann- að hvort var maður að vinna eða þá að maður svaf. Ég fann mér varla tíma til að horfa á sjónvarp- ið, það er að segja ef eitthvað sást í því. Ég reyndi að sofa sem peningana, og þá oftast í formi ávísunar sem er útgefin af lög- • fræðingnum. Ég tel að þetta sé ólöglegt, og á sama tíma og þetta gerist falla svokölluðu túttubyssum og skjóta úr þeim ýmist reyniberjum eða baunum. Þessi móðir á son sem varð fyr- ir því að fá skot úr svona byssu í auga fyrir tveimur árum, og er drengurinn blindur á auganu mest af frítímanum, þannig leið tíminn fljótast." - Hvað er þér minnisstæðast úr túrnum? „Þegar við fiskuðum sem mest. Þá fóru allir út að Iíta á. Ég hafði aldrei áður séð svona mikinn fisk í pokanum.“ - Gætirðu hugsað þér að gera sjómennskuna að aðalstarfi? „Það held ég varla. Kæmi til greina að fara þrjá fjóra túra á ári. Taka tvo mánuði á árinu í að vera úti á sjó og síðan tíu mánuði heima, í staðinn fyrir að vera tólf mánuði í frystihúsi.“ KGA. hjá mér víxlar sem ég þarf að greiða vexti af. Ég vildi mjög gjarnan að einhver sem kann skil á þessum hlutum upplýsi hvort þetta er löglegt. síðan. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um það hversu hættulegur þessi leikur er, og er full ástæða til þess að brýna það fyrir foreldrum að fylgjast með börnum sínum og brýna það fyrir þeim að leika sér ekki með svona hættulega hluti. Sigríður Knútsdóttir: „Þetta var ákveðið í hvelli.“ Mynd: KGA. Er þetta löglegt? Hættulegar „túttubyssur“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.