Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-27. ágúst 1984 27. ágúst 1984 - DAGUR - 7 Verðlaunahafar á Norðurlandsmótinu í golfi. Myna: b.5 Sverrir sigraði í „bráðabana“ — á Noröurlandsmótinu í golfi sem fram fór á í kvennaflokki voru aðeins þrír kepp- endur, allir frá Akureyri og er furðu- legt hversu erfiðlega það gengur að drífa golfið upp sem keppnisíþrótt hjá konum á Norðurlandi. Um titilinn börðust þær Inga Magnúsdóttir og Jón- ína Pálsdóttir og þegar upp var staðið hafði Inga betur. Inga Magnúsdóttir GA 179 Jónína Pálsdóttir GA 183 Rósa Pálsdóttir GA 221 í unglingaflokki hirtu þrír strákár frá Akureyri öll verðlaunin án forgjafar Þar var nokkuð hart barist lengi vel en svo fór að Akureyrarmeistarinn Örn Ólafsson stóð uppi sem sigurvegari. Örn Ólafsson GA Kristján Gylfason GA Magnús Karlsson GA Með forgjöf: Á Norðurlandsmótum er einnig keppt með forgjöf og þar urðu úrslit þessi: Karlar: Stefán Pedersen GSS 134 Steinar Skarphéðinsson GSS 142 Árni B. Árnason GA 143 Formaður forgjafarnefndar og for- maður Golfklúbbs Sauðárkróks í tveimur efstu sætunum. Konur: Jónína Pálsdóttir GA Inga Magnúsdóttir GA Rósa Pálsdóttir GA Unglingar: Magnús Karlsson GA Ólafur Ingimarsson GH Örn Ólafsson GA Aukaverðlaun voru veitt fyrir að vera næstur holu. í karlaflokki hlaut þau Grímur Þórisson GÓ, Jónína Páls- dóttir í kvennaflokki og Ólafur Ingi- marsson í unglingaflokki. Keppendur í mótinu voru um 60 talsins og léku við góðar aðstæður. Völlurinn á Sauðárkróki er í mikilli framför, hann er langur og erfiður og eftir nokkur ár þegar komin verður meiri rækt í hann verður hann sérlega skemmtilegur völlur. Sverrir Þorvaldsson varð íslandsmeist- ari í golfi 1984 á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók en mótið var haldið þar á laugardag og í gær. Sverrir lék 36 hol- urnar á 160 höggum og var jafn að þeim loknum Skúla Skúlasyni. Eftir fyrri dag keppninnar hafði Sig- urður H. Ringsted forustuna, en síðan komu Þórhallur Pálsson og Húsvíking- arnir Skúli Skúlason og Axel Reynis- son. Sverrir var því ekki einu sinni í síðasta „holli“ síðari dag mótsins. En þá sýndi hann hvers hann er megnugur á góðum degi. Hann lék völlinn sem er erfiður yfirferðar á 75 höggum sem er nýtt vallarmet og sam- tals kom hann inn á 160 höggum sem fyrr sagði. Þegar Skúli Skúlason hóf leik á síð- ustu holu sem er par 4 víssi hann að sú staða var koniin upp að hann þurfti að leika holuna á pari til þess að tryggja sér Norðurlandstitilinn. Upphafshögg hans var gott, annað höggið of stutt, það þriðja stöðvaðist um metra frá hol- unni og fjórða höggið þurfti niður. En það gekk ekki upp hjá Skúla og því fóru hann og Sverrir í bráðabana um 1. sætið. Þeir fóru á 1. holu sem er par 5, og Skúli varð strax fyrir óhappi. Missti teighögg sitt út fyrir völlinn og eftir- leikurinn var auðveldur fyrir Sverri sem lék holuna á 5 höggum, Skúli 7. Sverrir Þorvaldsson GA 160 Skúli Skúlason GH 160 Sig. H. Ringsted GA 162 Spennan eykst í 2. deildinni FH komið í 1. deild en 6 lið berjast um hitt lausa sætið í 1. deildinni „Ég er ekki ánægður með tap- ið en þrátt fyrir það lékum við okkar besta leik í nokkurn tíma. Ef við höldum þessuni krafti þá eigum við alveg jafna möguleika á við aðra um að komast upp,“ sagði Helgi Helgason leikmaður og þjálf- ari Völsunga á Húsavík í sam- tali við Dag. Völsungar fengu Vestmanna- eyinga í heimsókn um helgina og voru Völsungar betri aðilinn í leik liðanna. Þeir skoruðu eina markið í fyrri hálfleik og það var Helgi Helgason sem þar var að verki með skoti beint úr auka- spyrnu. Eyjamenn náðu að jafna metin fljótlega í síðari hálfleiknum og var það Jóhann Georgsson sem þar var að verki. Sigurmark ÍBV skoraði svo Kári Þorleifsson um miðjan síðari hálfleik. Eftir markið lögðu Völsungar allt kapp á að jafna metin og sóttu grimmt. Þeir fengu ágæt marktækifæri og t.d. var nýliðinn Rafn Líndal í mjög góðu færi á síðustu sekúndu leiksins en mistókst. Staða efstu liðanna í 2. deild- inni breyttist lítið nema að FH jók enn forskot sitt og gulltryggði sér sæti í 1. deildinni að ári með 3:0 sigri gegn Skallagrími í Kaplakrika. ísfirðingar unnu Víði Garði á ísafirði með þremur mörkum gegn engu en Víðir var í 2. sæti fyrir þessa umferð og er Kristján til Magna? „Þessi mál hafa verið rædd en það hefur ekkert verið ákveðið," sagði Kristján Kristjánsson leik- maður Þórs er við spurðum hann að því hvort hann hygðist þjálfa og leika með Magna frá Grenivík í 3. deildinni næsta keppnistíma- bil. reyndar enn. Njarðvíkingar kom- ust reyndar upp að hlið Víðis með því að vinna 1:0 sigur á Sigl- firðingum og í viðureign Tinda- stóls og Einherja varð marka- laust jafntefli. Eins og sést á stöðu liðanna hér að neðan er keppnin um það hvaða lið fylgir FH í 1. deild afar spennandi svo ekki sé meira sagt. Um það sæti berjast 6 lið hörku- baráttu og það verður án efa mjótt á mununum þegar upp verður staðið. Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins Hafþór Kolbeinsson skoraði sigurmark KA á síðustu stundu. Þórsliðið vantaði reynslu „Þaö er ekki eins mikill munur á þessum liðum og úrslitin gefa til kynna, það sem helst skilur á milli liðanna er að Skaga- stúlkurnar hafa leikreynslu en okkar stúlkur ekki,“ sagði Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Þórs eftir að Þór hafði tapað 1:4 fyrir Akranesi í leik liðanna um íslandsmeistaratitil kvenna. Það leit þó ekki svo illa út í byrjun fyrir Þór, því Anna Ein- arsdóttir skoraði gott mark fyrir liðið á 15. mínútu. En við markið var eins og Þórsstúlkurnar leyfðu sér þann munað að slaka á og það má ekki í úrslitaleik. Akranes jafnaði og staðan í hálfleik var því jöfn 1:1, og hafði háifleikur- inn alls ekki verið ójafn. En þegar Akranes skoraði fljótlega í síðari hálfleik var eins og Þórsliðið gæfist upp og það brotnaði niður. Akranesstelpurn- ar voru fljótar að ganga á lagið og eftirleikurinn þeim auðveldur. Lið Þórs barðist vel í þessum leik lengst af og á hrós skilið fyrir það, en bestan leik í annars jöfnu liði átti Díana Gunnarsdóttir. Staðan Staðan í 1. knattspyrnu Þróttur-KA deild Islandsmótsins ■ er nú þessi: 2:3 Akranes 14 11 1 2 27:13 34 ÍBK 15 8 3 4 18:14 27 Valur 15 6 5 4 21:15 23 Þróttur 16 4 7 5 17:17 19 Þór 15 5 3 7 22:22 18 KR 15 4 6 5 16:23 18 Víkingur 14 4 5 5 21:22 17 Breiðablik 15 3 7 5 15:16 16 KA 16 4 4 8 23:34 16 Fram 15 4 3 8 15:10 15 > knattspyrnu er nú þessi: Hafþór skoraði Kristján Kristjánsson. Einherji 15 1 3 11 10:25 6 á síðustu stundu „Liðið getur spjarað sig í 2. deildinni" - segir Kristinn Björnsson þjálfari Leifturs og KA sigraði Þrótt 3:2 ið öllum stigunum þremur og má segja að Þróttarar sem sluppu vel frá leikjum sínum gegn KA og Þór hér á Akureyri hafi þarna fengið það sem þeir áttu skilið. Að sögn Gústafs Baldvinsson- ar þjálfara KA voru bestu menn liðsins þeir Mark Duffield og Erl- ingur Kristjánsson sem áttu stór- leik. Þá má ekki gleyma Þórarni Þórhallssyni sem kom inn sem varamaður fyrir Ormar Örlygs- son og átti sérstajdega góðan leik. Annars var baráttan í fyrir- rúmi eins og gefur að skilja því nú er að duga eða drepast. Erlingur í leikbann „Jú það hefur gengið vel hjá okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Kristinn Björnsson sem hefur þjálfað og leikið með Leiftri frá Ólafs- firði í 3. deildinni í sumar. Leiftursliðið sem er eitt mesta „spútniklið“ íslenskrar knatt- spyrnu í dag kom upp úr 4. deild í fyrra, og liðið hefur ekki nema árs viðkomu í 3. deild, því í sumar hefur ekkert staðið fyrir liðinu þar og sætið í 2. deild næsta keppnistímabil er tryggt fyrir löngu. Kristinn Björnsson sem lék með Val og Akranesi hér á árum áður en hélt síðan til Noregs þar sem hann lék í 3 ár með liðum í 1. og 2. deild, tók við liðinu af Einari Helgasyni sem þjálfaði Leiftur í tvö ár. Við spurðum Kristin í hverju styrkleiki Leift- ursliðsins lægi fyrst og fremst. „Ég held að það sé stærsti kost- urinn að flestir strákanna sem eru á aldrinum 18-20 ára hafa spilað saman lengi og þekkja því hvern annan mjög vel. Liðið var að mörgu leyti mjög vel samsett, það var í því þessi kjarni, þrír eldri jaxlar og svo yngri strákar, sem sagt góð blanda að mínu mati.“ - Hvaða möguleika telur þú að liðið hafi á því að spjara sig í 2. deildinni? „Það er undir ýmsu komið hvort liðinu tekst að tryggja stöðu sína þar. Ég tel að aðalat- riðið sé hversu mikinn tíma menn eru tilbúnir að gefa í þetta, hverju þeir vilja fórna til þess að ná árangri í 2. deildinni. Við æfð- um 3-4 sinnum í viku, aldrei sjaldnar en 3 sinnum og svo voru leikir. Ég held að það sé hámark- ið sem hægt er að leggja á þessa stráka sem vinna flestir mjög langan vinnudag. Við höfum í sumar spilað .við þrjú lið sem eru í 2. deild. Við töpuðum 1:0 fyrir Völsungi í Bikarkeppninni eftir framleng- ingu og gerðum jafntefli við KS og UMFN. Þetta eru allt lið í bar- áttu efstu liða í 2. deild og ef við lítum á málið út frá þessum úr- slitum þá tel ég að Leiftur eigi að spjara sig og halda sæti sínu í 2. deild næsta keppnistímabil." - Nú er þetta frumraun þín sem þjálfari. Kitlar ekki þessi ár- angur og veldur því að þig langar til að halda áfram? „Það er vissulega ánægjulegt hversu vel okkur hefur gengið í sumar og auðvitað er það skemmtilegt fyrir mig. En ég veit ekki hvert framhaldið verður.“ - Hefur eitthvað verið rætt um að þú verðir áfram með Leifturs- liðið og hefur þú áhuga á því? „Nei það hefur ekkert komið til tals, en ég er ekki frá því að ég hefði áhuga. En það er fleira sem spilar þarna inn í, mig hálflangar til þess að spila í 1. deild, þó ekki væri nema til þess að komast að því hvort maður er orðinn út- brunninn,“ sagði Kristinn. - Þess má geta að Leiftur sem hefur eins og áður sagði tryggt sér sæti í 2. deild næsta keppnis- tímabil á eftir að leika um sigur- inn í 3. deild við liðið sem sigrar í a-riðli, og bendir allt til þess að það lið verði Fylkir. „Þetta var sanngjarn sigur og kom sér vel,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir að hans menn höfðu unnið 3:2 sigur gegn Þrótti á Laugardals- velli um helgina. Margir hafa eflaust afskrifað KA endan- Iega í baráttunni um að halda sæti sínu í 1. deild er sjónvarp- ið flutti þær fréttir á laugardag að staðan í leik liðanna væri 2:0 Þrótti í vil og komið fram í seinni hálfleik. En klukku- stund síðar komu úrslitin á skjáinn, 3:2 fyrir KA og liðið er ekki fallið í 2. deild heldur hefur það sett geysilega spennu í keppni margra liða á botninum. „Nei, við sýndum það í þessum leik að við erum síður en svo búnir að gefast upp,“ sagði Gúst- af Baldvipsson. „Við urðum hins vegar að berjast fyrir þessum sigri, og það voru ekki margir aðrir en KA-menn í Laugardaln- um sem voru á okkar bandi.“ Þróttarar fengu óskabyrjun í leiknum og Þorsteinn Sigurðsson skoraði mjög fljótlega mark sem skrifast má á mistakareikninginn. Þá var síðara mark Þróttar ekki síður ódýrt en það skoraði Arnar Friðriksson beint úr innkasti í upphafi síðari hálfleiks, enginn snerti boltann nema Þorvaldur Jónsson markvörður. Staðan því orðin 2:0 fyrir Þrótt og leikurinn sem hafði verið slak- ur fram að þessu gaf ekki til kynna að KA-menn myndu jafna metin. Fn það gerðist að KÁ tví- efldist við síðara markið og tók öll völd á vellinum. Markið lá í loftinu og það kom á 60. mínútu. Ásbjörn Björnsson tók aukaspyrnu utan vítateigs og skaut góðú skoti sem markvörður Þróttar varði vel. Hann hélt hins vegar ekki boltanum og Stein- grímur Birgisson fylgdi vel á eftir og skoraði. Jöfnunarmarkið kom skömmu síðar. KA-menn höfðu þá press- að stíft á mark Þróttar og m.a. fengið margar hornspyrnur í röð. Eftir eina þeirra skaut Mark Duffield hörkuskoti, boltinn fór í varnarmann og þaðan út í víta- teiginn til Friðfinns Hermanns- sonar sem hamraði hann til baka og í netið. KA hafði jafnað. Bæði liðin fengu sín tækifæri eftir jöfnunarmarkið. Þannig komst Mark einn inn fyrir en lét verja hjá sér og Þorvaldur Jóns- son mátti taka á honum stóra sín- um í marki KA til að bjarga. Komið var fram yfir venjulegan leiktíma og áhorfendur farnir að tínast heim. Þá gerðist það að Hafþór Kolbeinsson hirti boltann af Ársæli Kristjánssyni lengst úti á velli. Hann brunaði upp, lék á markvörðinn og hélt svo áfram með boltann alla leið inn í markið. Naumara mátti það ekki vera því rétt á eftir flautaði dóm- arinn til leiksloka. KA hafði stol- Erlingur Kristjánsson mun ekki leika með KA í þeim tveimur leikjum sem Iiðið á Erlingur Kristjánsson. eftir að leika í 1. deildinni. Erlingur fékk að sjá gula spjaldið í leik Þróttar og KA um helgina, og er nú kominn með 15 refsistig. Það þýðir tveggja leikja bann og því getur Erlingur farið að pakka niður knattspyrnu- skónum sínum að sinni. Leikur Þróttar og KA var fyrsti leikurinn í 16. umferð 1. deildar- innar. Aðrir leikir verða háðir um næstu helgi og leika þá ÍBK- Þór, KR-Akranes, Valur-Breiða- blik og Víkingur-Fram. Staðan neðstu liðanna eftir leik Þróttar og KA er æsispennandi á botni deildarinnar. Breiðablik nú með 16 stig eins og KA en Fram á botninum með 15 stig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.