Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.08.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. ágúst 1984 „Framtíðin er björt í laxeldinu“ - Teitur Arnlaugsson eigandi laxeldisstöðvarinnar Fijótalax á Reykjarhóli í Fljótum spjallar við Dag. Það nýjasta nýtt í landbúnaði erræktun alls kyns sporðfénaðar, eins og farið er að kalla ýmsar gerðir fiska er ræktaðar eru hér víða um land, einkum og sérílagi þó laxinn. A bænum Reykjarhóli í Fljótum er ein slík stöð, Fljótalax og þrátt fyrir mikla rigningu fundu fávísir blaðamenn stöðina og vildu fá að vita eitthvað um hana og eigendur hennar. í forsvari fyrir laxeldisstöðina var Teitur Arnlaugsson, en forstjóri er Guðmundur H. Jónsson. Við ræddum við Teit um stöðina, laxarækt almennt og sittbvað fíeira. „Þessi stöð er enn í uppbyggingu, við byrjuðum árið 1982 og fyrsta slepping var í fyrra. Þetta er seiðaeldisstöð og framleiðslan er um 100 þúsund gönguseiði á ári. Það er fyrirhugað að auka fram- leiðsluna upp í 160 þúsund, jafn- vel nú í ár. Ætli við getum ekki sagt að þetta sé laxeldisstöð af meðalstærð, þær eru flestar á bil- inu 100-200 þúsund seiði.1' - Hvað er gert við framleiðsl- una? „Framleiðsla þessarar stöðvar sem er gönguseiði lax er annars vegar til sölu á almennum mark- aði og hins vegar til hafbeitar- sleppingar, en við höfum sleppt töluverðu hér rétt fyrir utan stöð- ina. Um daginn seldum við 35 þúsund seiði til Noregs þar sem þau verða alin áfram í sjóeldi. Við seljum einnig seiði á innan- landsmarkað t.d. í laxeldisstöð- ina í Lóni Kelduhverfi, og til að sleppa í ár í Vopnafirði og ísa- firöi. “ - Hvað eru margir sem vinna við þetta? „Við erum 2 sem sjáum um eldisþáttinn og allan daglegan rekstur. Síðan er 5 manna bygg- ingahópur við vinnu hér núna og er hann að vinna við stækkun og ýmsa uppbyggingu." - Er þessi lax eins góður og sá sem veiddur er í dýrum laxveiði- ám? „Ég held að hann sé alls ekki síðri, en menn hætta aldrei að veiða. Það er svo spennandi. Við höfum árlega sleppt laxi í Flóka- dalsá og hún er orðin mjög góð laxveiðiá. Það er ágætt að hafa svona samspil, vera með seiði, hafbeitarsleppingu og sleppa fiski í árnar. Við eigum von á að fá fisk úr síðustu hafbeitarsleppingu seinnipartinn í sumar. Við slátr- um honum ekki heldur tökum til hrognatöku. Við ætlum að nota hafbeitarfiskinn til undaneldis og byggja smám saman upp stofn sem okkur þykir góður." - Er framtíð í. þessu? „Já, við teljum mikla framtíð í þessu og bjart framundan með sölu á seiðum til Noregs. Hér heima hefur áhugi manna á laxi mikið aukist. Svo það er óhætt að segja að framtíðin sé björt.“ - Þú sjálfur, hvernig kviknaði áhuginn á að fara út í laxarækt? „Eg er fiskifræðingur frá Liver- pool og hef lengi haft áhuga á fiski. Er ég kom heim vann ég hjá Veiðimálastofnun í 4 ár, en þá bauðst þetta tækifæri og ég sló til. Það er ekkert fararsnið á mér og ég sakna einskis að sunnan. Það má vel vera að þetta sé einhvers konar byrjunaráhugi, en ég held að hann endist.“ mþþ. ipiiiír BSÍgP ÍSSSSSSSSSSSji! : 11 SaSillSÍl? Séð yfir athafnasvæði Fljótalax hf. Teitur Arnlaugsson: Fyrirhugað að auka framleiðsluna upp í 160 þúsund seiði í ár. „Ástandið er gott þegar á heildina er litið“ - segir Sigurður Björnsson fisksjukdómafræöingur Blaðamenn Dags áttu þess kost að hitta Sigurð Helgason fisksjúkdómafræðing er þeir voru staddir í laxeldisstöðinni Fljótalaxi á Reykjarhóli. hann var strax inntur eftir ástandi mála og kvað hann það Ijómandi gott eins og við hafí verið að búast. Sigurður starfar hjá Tilraunastöð Háskólans á Keldum og ferhann á milli stöðva og athugar hvort ekki sé allt í besta lagi. vegar eðlilegt umhverfi og hins vegar umhverfi eldisbúnaðarins. Ef misræmi skapast þegar verið er að flytja laxinn á milli getur allt gerst. Stundum eru sýklar í vatni og þá má nefna að ýmsir smávægilegir þættir eins og lýsing getur haft mikið að segja, einnig fóðrun og straumur í kerum. Þetta getur allt valdið kvillum eins og uggaskemmdum og öðru álíka. Ef óhóflegt magn eiturefna myndast í vatni þá veldur það sköddun sem fer illa með fiskinn. Laxinn verður þá einnig að sama skapi næmari fyrir ýmsum sýkl- um sem hann að öðrum kosti myndi ekki vera næmur fyrir ef allt væri í lagi. Allt þetta getur valdið miklum usla í eldis- stöðvum. En það er mjög sjald- gæft að það verði, umgengni er í alla staði til fyrirmyndar." - Hvernig bregðist þið við sjúkdómum? „Það fer eftir eðli sýklanna hvað er gert. Stundum fyrir- skipum við böðun í ákveðnum efnum eða lyfjagjöf í fóðri. I svæsnustu tilfellunum þegar sýkl- ar eru þess eðlis, þá er rétt að drepa fiskana. mþþ. „Þetta er almennt kallað að at- huga heilbrigði fiska og ég fer á allar laxeldisstöðvar ákveðinn rúnt á ári, en einnig ef beðið er sérstaklega um mig. Fólk hefur þá ástæðu til að ætla að ekki sé allt með felldu. Ég athuga ástand seiða almennt en í því felst að ég skoða ytri sem innri þætti. Til dæmis skoða ég tálknin og einnig geri ég ákveðna leit að sýklum inni í seiðunum." - Hvernig er ástandið? „Á heildina litið er það gott. Sjúkdómar skjóta þó öðru hvoru upp kollinum og í flestum tilfell- um er það vegna ýmissa umhverf- isþátta. Það er vegna þess hversu ólíkt umhverfi laxins er, annars Sigurður Björnsson físksjúkdómafræðingur: Sjúkdómar skjóta öðru hvoru upp kollinum og oftast vegna ýmissa umhverfísþátta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.