Dagur - 29.08.1984, Síða 1

Dagur - 29.08.1984, Síða 1
67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. ágúst 1984 98. tölublað Beinafundur á Árskógs- strönd - 8 hauskúpur og fjöldi beina fannst við bæinn Hellu Hluti beinanna sem upp komu við bæinn. gk-. „Ég hafði samband við Þór Magnússon þjóðminjavörð og hann hallaðist aðallega að því að hér væri um mjög gömul bein að ræða, sennilega frá 16. öld, um 1550 eða þar um bil. Annars er ekki svo gott að segja til um það á þessu stigi, þjóðminjavörður hyggst skoða þetta þegar hann verður hér á ferð í næsta mánuði. Það voru ekki nema um 30 cm niður á þau bein sem eftst voru,“ sagði Kristján. „Ég held að það sé talsvert meira af þessu hérna og ég hef t.d. ekki tekið upp úr skurðinum nema það sem ég þurfti til þess að koma vatns- leiðslunni að,“ sagði hann. gk-. Kristján Snorrason með tvær af hauskúpunum. Mynd: gk-. nærri, en samt var ég ekki að hugsa um þetta. Það kom fyrst leggur sem ég hélt að væri úr dýri, en þegar upp kom hauskúpa sá ég strax að hér var um mannabein að ræða,“ sagði Kristján. - Þegar Dagsmenn litu við á Hellu í gær hafði Kristján gert hlé á greftrinum. Beinunum sem komið höfðu í ljós við gröftinn hafði verið raðað á skurðbakk- ann og mátti m.a. sjá þar 8 haus- kúpur og fjölda annarra beina. Var ljóst að beinin hafa legið lengi í jörðu. „Ég veit ekki hvort ég á aö segja að mér hafí brugðið, undir niðri átti ég hálfpartinn von á þessu þótt ég hefði alveg viljað losna við þetta,“ sagði Kristján Snorrason bóndi á Hellu á Árskógsströnd, en þegar hann var að grafa fyrir vatnslögn við bæ sinn í gær- morgun kom hann niður á mannabein. „Ég hafði heyrt að hér hefðu fundist mannabein fyrir um 25 árum þegar grafið var í jörðu hér Edduhótel að Hrafnagili? Verið að athuga möguleikana á því Verið er að athuga möguleika á því að Ferðaskrifstofa ríkisins starfræki Edduhótel að Hrafna- gili í Eyjafirði næsta sumar. „Það er rétt, þetta hefur kom- ið til tals, en málið er aðeins á umræðustigi ennþá,“ sagði Ingólfur Pétursson rekstrar- stjóri Edduhótelanna í samtaii við Dag. „Það hefur verið allt of þröngt á þessu svæði,“ sagði Ingólfur og taldi verulega þörf á auknu hótel- rými. „Helst vildi ég að Eddu- hótelin væru ekki til, það færi betur á því að hótelrekstur væri á færi hinna ákveðnu landshluta. En tilfellið er að á undanförnum 15 mánuðum hafa 4 staðir farið fram á að við myndum reka þar hótel. Eitthvað af þeim tökum við og einn af þeim er Hrafna- gil.“ Meðal þeirra sem reka heils- árshótel hafa verið uppi óánægju- raddir með sumarhótelarekstur Ferðaskrifstofu ríkisins. En Ing- ólfur sagðist vilja spyrja þessa menn að því hvernig stæði á því að leitað væri til ferðaskrifstof- unnar þegar erfiðleikar væru með ársrekstur ýmissa hótela. Þannig hefðu þeir til dæmis tekið Hótel ísafjörð til rekstrar og reyndu að halda því á floti til áramóta. - KGA. DNG verður almenningshlutafélag Unnið hefur verið að endurskipulagningu fyrirtækisins „Ákveðið hefur verið að stofna almenningshlutafélag, en það þykir vænlegast til að koma framleiðslunni vel af stað, enda verkefnið stórt og eigið fé fyrirtækisins Iítið,“ sagði Nils Gíslason hjá raf- eindafyrirtækinu DNG í viðtali við Dag. Undanfarið hefur verið unnið að endurskipulagningu fyrir- tækisins, en fjárskortur hefur staðið starfseminni fyrir þrifum og hefur jafnvel ekki verið hægt að framleiða upp í pantanir. Aðal- framleiðsla fyrirtækisins til þessa hefur verið rafeindastýrð færa- vinda, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Þegar hafa selst um 80 slíkar vindur og langur biðlisti er eftir framleiðslunni. „Hlutafé þarf að verða 6-10 milljónir króna. Ýmsir aðilar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga, þ.á m. nokkur fyrirtæki og Glæsibæjarhreppur, auk þess sem ákveðið hefur verið að gefa almenningi kost á að eignast hlut í fyrirtækinu. Helst þarf hluta- fjársöfnunin að ganga hratt fyrir sig, því nauðsynlegt er að koma framleiðslunni í fullan gang sem fyrst. Auk færavindunnar eru í gangi stanslausar athuganir á nýj- um verkefnum. Sumt er á hönnunar- og þróunarstigi og ekki vantar hugmyndir að spenn- andi verkefnum. Við gerum okkur vonir um að færavindan hafi náð það góðri markaðsstöðu að hún gefi af sér fé til áframhaldandi þróunar. Nú eru m.a. uppi hugmyndir um að breyta vindunni þannig að hún geti bæði verið færavinda og línu- spil,“ sagði Nils Gíslason. Hann sagði að þeir sem vildu gerast hluthafar og taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og þar með rafeindaiðnaðarins við Eyjafjörð, gætu haft samband við fyrirtækið, en nauðsynlegt væri að gera það sem fyrst. HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.