Dagur - 29.08.1984, Side 2

Dagur - 29.08.1984, Side 2
2 - DAGUR - 29. ágúst 1984 Hvert er uppáhalds- Aldís Einarsdóttir Síðasta lagið á nýju Queen plötunni, ég held það sé Radio Ga Ga. Áslaug Þórðardóttir Go to France með Mike Old- field. Auður íris Egilsdóttir Ég veit það ekki. Kannski What’s love got to do whith it Unnur Guðmundsdóttir What’s love got to do whith it. með Tínu Turner. Guðrún Gunnarsdóttir Ég á ekkert uppáhaldslag. Stjórnvöld þurffa að breyta stefnu sinni í sjavarútvegsmálum — segir Lárus Guðmundsson framkvæmdastjóri Hólanes h.f. á Skagaströnd Árið 1943 var frystihúsið Hóla- nes hf. stofnað á Skagaströnd og hefur það verið stafrækt síðan. Hefur það að mestu séð um verkun á freðfiski, skreið og saltflski og tekið auk þess á móti ferskum fiski í snyrtingui og pökkun. Er Dagur var á ferðinni á Skagaströnd hitti hann að máli framkvæmda- stjóra Hólaness hf. Lárus Ægi Guðmundsson og spjallaði við hann um rekstur frystihússins og sitthvað fleira. „Það voru starfrækt 2 frysti- hús á staðnum fram til 1969, en þá keypti Hólanes eignir kaupfé- lagsins sem einnig var í frysti- húsarekstri og hefur verið hér eitt frystihús síðan. Það má segja að hagur fyrirtækisins hafi blómgast mjög árið 1973 er togarinn Arnar kom hingað. Þá varð einnig mikil aflaaukning. Árið 1981 tókum við á móti 6.000 tonnum af fiski en með minnkandi afla fór hann niður í 3.500 tonn á sl. ári.“ - Hvað vinna margir hjá Hólanesi? „Að jafnaði eru það um 75- 100 manns. Við erum með um 75 manns núna, það eru fleiri yfir veturinn, en þá vinnum við einn- ig hörpudisk. Að staðaldri vantar um 10 stúlkur í sal í snyrtingu og pökkun. í sumar hefur okkur vantað mikið af fólki því það hef- ur verið mikil vinna. Við höfum þurft að ráða stúlkur allt niður í 14 ára til að bjarga aflanum. Við höfum aðstöðu til að taka á móti fólki í verbúðir, en þær hafa ekki verið notaðar." - Þið vinnið hörpudisk seg- irðu? „Já, frá því í september og fram í apríl hefur fyrirtækið unn- ið hörpudisk sem veiddur er hér í flóanum. Togararnir eru ekki nema 5 mínútur á miðin og því mjög hagstætt fyrir okkur. Ég veit ekki hvað við gerum í vetur vegna þess að verð á hörpudiski er svo lágt í Bandaríkjunum, það borgar sig kannski ekki að vinna Lárus Ægir Guðmundsson. hann í ár. Það má veiða 2.000 tonn á ári í flóanum og það hafa verið 3 vinnslur í gangi, hér, á Blönduósi og á Hvammstanga og nú bætist við sú fjórða á Hólma- vík. Við höfum aldrei klárað all- an kvótann en ég veit ekki hvað verður ef fleiri vinnslur koma til.“ - Hvað með þorskkvótann hjá ykkur? „Togararnir Arnar og Örvar, sem er frystitogari eru langt komnir með þorskkvótann, en við eigum eitthvað eftir af öðrum fisktegundum. Við getum haldið áfram enn um sinn og það standa góðar vonir til að við getum keypt aukakvóta, en það er dýrt, kílóið af þorski kostar 2 krónur. Við reynum að fá eins mikið og við mögulega getum. Þessi mikli afli sem barst á land í sumar setti allt úr skorðum. Það er mín skoðun að á næsta ári þurfi stjórnvöld að gera breytingar frá fyrri stefnu sinni, svo það gerist ekki aftur að togararnir róti upp aflanum á skömmum tíma og þá sé allt brjálað og síðan sjái menn fram á dauðan tíma. Þegar þann- ig stendur á þurfa menn að grípa til ýmissa ráða til að bjarga verð- mætunum. T.d. höfum við þurft að selja á Bretland sem er miklu óhagstæðara en að selja til Bandaríkjanna. Stjórnvöld þurfa að setja einhver mörk svo þorsk- urinn berist á land á lengri tíma en honum sé ekki ausið á land eins og nú er gert. Það væri hægt að hugsa sér að togarar og frysti- hús tækju sumarfrí í 1 mánuð. En það verður seint samþykkt, það er hagur útgerðarinnar og togar- anna að aflinn berist að á sem skemmstum tíma, en það gengur ekki í sambandi við frystihúsið. Ég vænti þess að stjórnvöld sem þekkja þennan vanda standi skynsamlega að þessu næsta sumar.“ - Er óhætt að spyrja hvernig reksturinn gengur? „Hann gengur erfiðlega eins og allur rekstur í dag. Þegar saman fer birgðasöfnun og lækkandi verð í Bandaríkjunum þá segir sig sjálft að það gengur ekki nógu vel. Húsin liggja lengi með vör- una og þar safna þau á sig vöxtum. Þetta er því mjög erfitt sem stendur.“ - En víkjum að sjálfum þér, ertu Skagstrendingur? „Já, ég er Skagstrendingur, var sveitarstjóri hér í 12 ár áður en ég tók við þessu starfi fyrir 2Vi mán- uði. Þetta er ágætur staður, mað- ur verður bara að læra að lifa með staðnum. Þetta er alls ekki einangraður staður, við erum 4 tíma að keyra til Reykjavíkur og 2 til Akureyrar, svo er flogið hingað 4 sinnum í viku. Það er að vísu mikill snjór hér yfir vetur- inn, en skíðaáhugi er mikill. Ég er mikið á skíðum, bæði göngu- og svigskíðum og í öllum íþrótt- um reyndar. Það er nóg við að vera, en menn eru ekki mataðir. Þeir verða að hafa fyrir hlutunum sjálfir. Það er enginn vandi að láta sér líða vel hér þó minna sé um að vera en á stærri stöðum." -mþþ. Ekki alvörustofnun Knattspyrnuáhugamaður hringdi: Hvaða skýringar vilja forráða- menn Ríkisútvarpsins gefa á því að útsending frá úrslitaleik Bikarkeppninnar í knattspyrnu skuli vera settur á dagskrá með nokkurra klukkustunda fyrirvara og hann ekki auglýstur eins og aðrir dagskrárliðir? Þess mun hafa verið getið í dagskrárlok s.l. laugardagskvöld eða aðfaranótt sunnudags að íþróttir yrðu á dagskrá sjónvarps- ins á sunnudaginn kl. 16. Áttu þeir sem þetta heyrðu víst að leggja saman tvo og tvo og fá út að þá ætti að sýna bikarúrslita- leikinn. Látum vera þótt farið sé að kynna dagskrárliði í sjónvarpi í getraunaformi, en það eru ekki allir sem sitja yfir mislélegum myndum sjónvarpsins fram á nætur um helgar, til þess að með- Shell Starfsmaður á bensínstöð Shell við Mýrarveg hafði samband við Lesendahorn- ið vegna lesendabréfs sem birtist á dögunum. í því bréfi var kvartað yfir því að ekki væri hægt að kaupa ve’ taka slíkan leyniboðskap sem þennan í dagskrárlok. Þorri manna fékk líka fyrstu fréttir af því að leikurinn hefði verið sýnd- ur í sjónvarpi síðdegis á sunnu- dag í kvöldfréttum þann dag er ur nema í lyfjaverslunum á Akur- eyri, og vildi bréfritari að þessi varningur væri á boðstólum í stórmörkuðum og á þeim stöðum þar sem menn ættu erindi á hvort sem væri. frá því var skýrt. - Og til að kóróna allt saman þá voru sjón- varpsmenn að „skipta um filmu“ þegar Skagamenn skoruðu sigur- mark sitt. Þetta er ekki alvöru- stofnun, svo mikið er víst. Starfsmaður Shell vildi koma því á framfæri að hjá þeim á bensínstöðinni við Mýrarveg væru verjur til sölu, hann sagði að hægt væri að velja um gerðir og stærðir og er þeim upplýsing- um hér með komið á framfæri. selur verjur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.