Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 29. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kröfugerðin brot á samningum Forystumenn Alþýðusambands Vestfjarða hafa komið með mjög athyglisverð sjónarmið í launa- málaumræðuna sem nú stendur yfir vegna upp- sagnar samninga frá 1. september n.k. í viðtali eins dagblaðanna við Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðusambands Vestfjarða, segir hann m.a. á þessa leið: „50% launahækkun til verkamanna nú, fyrsta september, stæði ekki lengi. Hún yrði tekin eins og skot, enda hafa ólíklegri ríkisstjórnir en þessi hagað sér þannig. . . Ef krafa Verkamanna- sambandsins ætti að skila því sem hún felur í sér, hlýtur hún að fela í sér stórfelldar þjóðfé- lagslegar breytingar og með henni er ekki staðið við gerða samninga frá því í febrúar. “ Þannig farast Pétri Sigurðssyni, forseta Alþýðusambands Vestfjarða, orð þegar hann er inntúr álits á kröfugerð Guðmundar J. Guð- mundssonar fyrir hönd félaga í Verkamanna- sambandi íslands. Þetta eru athyglisverð um- mæli, ekki síst þar sem þau koma frá einum af þekktustu forystumönnum verkalýðshreyfingar- innar í landinu, sem auk þess er kunnur af því að sýna atvinnurekendum enga linkind. Alþýðusamband Vestfjarða hefur farið fram á 7% almenna launahækkun 1. september og að fiskvinnsluflólk hækki um einn flokk, sem þýðir um 9,5% hækkun til þess. Þessar kröfur eru byggðar á því, að með þeim sé verið að viðhalda þeim kjarasamningi sem gerður var í febrúar sl. og gilda átti til 15. apr á næsta ári með áfanga- hækkunum. Með kröfugerð af því tagi sem Al- þýðusamband Vestfjarða hefur lagt fram er reiknað með að takist að viðhalda þeim kaup- mætti sem var á síðasta ársfjórðungi ársins 1983. Pétur Sigurðsson sagði m.a. í umræddu blaðaviðtali: „ Við vissum stöðuna í febrúar þegar samið var og af hverju sögðum við ekki þá: Hingað og ekki lengra. Mér finnst meiri ábyrgð í því að reyna að standa við þann samning sem við gerðum í febrúar, en auðvitað ætlumst við þá til að hinir samningaðilarnir standi líka við hann. Eftir að hann rennur út í apríl verða komin önnur tíma- mót. Þá verðum við að skoða uppskeruna. Það var samdóma álit flestra að í febrúar hafði verka- lýðshreyfingin gert skynsamlegan samning mið- að við efnahagsaðstæður og um leið undirstrik- að það að hún vildi að ríkisstjórnin glímdi við ástandið, “ sagði forseti Alþýðusambands Vest- fjarða. Ef ríkisstjórnin hefur einhver tök á að hafa áhrif á gang samningaviðræðna sem nú eru framundan ætti hún að beita sér fyrir þeirri niðurstöðu sem þarna er rætt um. Þarna er nán- ast um að ræða „tilboð sem ekki er hægt að hafna“. Hér er nóg að gera við upptökuvélina og krakkarnir máttu varla vera að því að líta upp. „Mjög góð uppskera“ - segir Kristján Hreinsson kartöfiubóndi Við eruni nýlega byrjaðir að taka upp og sprettan er mjög góð,“ sagði Kristján Hannes- son kartöflubóndi að Kaup- angi þegar Dagur heimsótti henn í garðinn, hvar allt var í fullum gangi við upptöku. „Hér í grendinni eru flestir byrjaðir eða að byrja að taka upp.“ Og alls staðar hafa menn þá sögu að segja að sprettan sé með einsdæmum góð, að sögn Kristjáns. „Menn jafna þessu gjarnan við sumarið 1939, sem er talið eitthvert albesta sumar í manna minnum. Gamlir menn telja þetta sumar minna mjög á það. Veðurfræðingar segja okkur að sumrin '19, ’81 og ’83 hafi ver- ið þau köldustu á öldinni, þannig að nú er heldur betur annað upp á teningnum." í spjalli við Kristján kom fram ð enn væri ekki búið að taka upp nægilega mikið til að hægt væri að spá um hversu margföld upp- skeran yrði. „Ég setti niður í 7-8 hektara sem er svipað og venju- lega.“ Sumarmarkaðsverð á kart- öflum er verulega hærra en haust- og vetrarverð og því er það nú að lækka í áföngum. „Þegar byrjað er að taka upp fyr- ir sumarmarkaðinn er reiknað með að uppskeran sé ekki nema kannski rúmlega hálfsprottin og þá er hún seld á hærra verði,“ sagði Kristján. - Nú hafa heyrst raddir um að kartöfluuppskeran í ár verði og mikil og offramleiðsla verði. „Þegar uppskeru er lokið, seinni partinn í september verða væntanlega menn um allt land látnir ganga í geymslurnar að mæla birgðirnar. Þá fyrst verður að Kaupangi hægt að sjá hvort þetta verður of mikið, það liggur ekki ljóst fyrir ennþá,“ sagði Kristján. Það var mikið að gera við upptökuna og bóndi mátti vart vera að því að tala við blaða- mann. Okkur þótti ekki vert að trufla, þökkuðum Kristjáni fyrir spjallið og yfirgáfum svæðið,- KGA. Kristján Hannesson: Menn jafna þessu saman við sumarið 1939. Uppskeran hjá Kristjáni er óneitanlega væn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.