Dagur - 29.08.1984, Síða 6

Dagur - 29.08.1984, Síða 6
6 - DAGUR - 29. ágúst 1984 Þetta er mikil nostursvinna - spjallað við Steingrím og Pétur í refabúinu Skriðulandi í Langadal í Húnavatnssýslu Agg, agg, agg sagði tófan á grjóti. Og það varð til þess að aumingja Siggi þorði ekki heim. Síðan þeir atburðir áttu sér stað hefur Siggi komist bæði til vits og ára aukin held- ur eflst mjög að þroska og víð- sýni. Tófan er enn við sama heygarðshornið, greyið. Reykjavíkuraðallinn gagnrýnir íslenska bændur og telur þá bagga á þjóðlífínu. Hættiði að eltast við ær og kýr, snúið ykk- ur að einhverju skynsamlegu. Þjóðfélagið tekur örum breyt- ingum rétt eins og Siggi og nýj- ar búgreinar verða til. Loð- dýrarækt og fískeldi eru sama sem ótakmarkaðir möguleikar. Nema hvað! Þegar keyrt er á bundnu slitlagi Langadals í Húnavatnssýslu verður fyrir manni bærinn Skriðuland hvar rekið er refabú. Guðsteinn bóndi var ekki heima en Steingrímur Kristinsson og Pétur Guðsteins- son féllust á að segja okkur allt er þeir vissu um refabúskapinn, þó hann væri ekki þeirra deild. Þeir sjá um gömlu góðu sauðkindina, en hún er í 600 eintökum á Skriðulandi. Við erum sem sé að forvitnast um refinn. Á Skriðulandi eru'70 læður, 21 högni og 350 hvolpar og er það í meðallagi stórt refa- bú. Þetta er fyrsta árið sem Skriðulandsbændur hafa ref og hefur gengið ágætlega hjá þeim, að sögn Steingríms og Péturs. Okkur blíðlyndum blaða- mönnum þótti mikil læti í hvolp- unum og nokkur óhljóð. „Það er nokkur grimmd í þessu. Þeir bíta hvorn annan ef svo ber undir, en ef rétt er að þeim farið á ekki að vera nokkur hætta á að þeir skemmi skinnin hvor á öðrum. En það er að sjálfsögðu mjög slæmt ef það gerist. Við verðum að passa upp á að alltaf sé nógur matur hjá hvolpunum, þá slást þeir ekki.“ - Hvað er þeim gefið að éta? „Þetta er fiskúrgangur sem unnin er í Fóðurstöðinni á Sauð- árkróki. Þeir éta þetta ein- göngu." - Er eitthvað upp úr þessu að hafa? „Við erum með tvær gerðir, Bláref og Shadow, en hann er verðmeiri. Það eru nokkrar sveiflur í verði. Það fer eftir því hversu góð skinnin eru hvað við fáum mikið fyrir þau. Skinnin eru seld á uppboði í Danmörku og London og það eru umboðsaðilar sem sjá um þá sölu. Við komum lítið þar nærri. Við byrjum að slátra í desember og erum að í Þetta eru einhvers konar afurða- lán eða fyrirframgreiðsla í.lána- mynd.“ Læðurnar ganga með í 2 mán- uði og gjóta þá í sérstaka kassa sem settir eru inn til þeirra. Þær fá ekki að hafa hvolpana hjá sér nema í sárafáar vikur, þá eru þeir færðir í sundur og hafðir saman tveir og tveir. Fyrir ofan búr læð- unnar er sérstakt kort þar sem allar upplýsingar um hana eru Stcingrímur og Pétur í refabúinu á Skriðulandi. Refirnir eru ekki beint gri þeim með látum. dálítinn tíma, við slátrum aldrei öllu í einu. Það er ekki alltaf sama verð á hverju uppboði, það getur munað óhemju miklu á milli uppboða. Við reynum að slátra sumu snemma til að fá pen- ingana fyrr. Gróði af þessu sést ekki fyrr en ári eftir að slátrað er. Annars er ekki um gróða að ræða fyrstu árin, allur peningur fer í að borga fjárfestingar. Þetta er fjár- frekt fyrirtæki, það þarf að byggja hús og mjög mikilvægt er að hafa góða loftræstingu. Nú, svo þarf að smíða öll búrin en þau eru úr plasthúðuðu neti. í fyrra kostaði ein læða um 2.000 krónur.“ - Hvernig fjármagnið þið þetta? „Þetta er um einhverjar fyrir- greiðslur að ræða. Við erum ekki alveg kunnugir því í smáatriðum. Smell, trekk, trekk. Taktu eins margar myndir og þú vilt, við eru alltaf jafn- sætir. Svo máttu geta þess að fiskúrgangurinn bragðaðist Ijómandi vel. skráðar, t.d. hversu marga hvolpa hún á og með hvaða högna. En það skiptir töluverðu máli hvernig högni og læða eru valin saman. Þau eru valin eftir litum og þá hvaða litir eru líkleg- astir til vinsælda á hverjum tíma. - Hvernig er með sjúkdóma? „Það koma öðru hvoru upp sjúkdómar í refabúskap. Við höfum að mestu sloppið, enda ekki búnir að stunda hann lengi. í vor drápust margir hvolpar á búum víða hér í kring. Það komst aldrei upp hvað olli því, en lík- legast töldu menn að eitthvað væri að fóðri. Þetta olli miklu tjóni, við sluppum samt nokkuð vel miðað við marga aðra. Læð- urnar hér virðast hafa mikið mót- stöðuafl gegn sjúkdómum. Við keyptum þær frá Skörðugili í Skagafirði og þær virðast vera mjög hraustar." - Er refabúskapur ekki ólíkur sauðfjárbúskap? „Jú, þetta er allt öðruvísi. Miklu meiri nostursvinna, maður þarf alltaf að vera við þetta. Samt er þetta ekki mikil erfiðisvinna en reynir töluvert á þolinmæðina. Það þarf að koma hingað tvisvar á dag ef um venjulega verkun er að ræða, en ef eitthvað sérstakt - - - _..'<'■!!! ssSÉlft !!!!»■« J \i MM Þetta er Shadowrefur, en hann er verðmeiri en blárefurinn. Verðmunur á milli uppboða er oft óhemjumikill. Yfirlitsmynd yfir refabúið að Skriðulandi. Ofan á hverju búri er kort með öllum ref.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.