Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 7
29. ágúst 1984 - DAGUR - 7 t grimmir, en samt er best að fara ekki að kemur upp á pá part stundum aö vera hér heilu dagana. Svo er alltaf hægt að vera að smíða og dunda við ýmislegt þannig. Einn- ig er töluvert bókhald í kringum þetta, það þarf að vita allt um hvern einstakling." Við blaðamenn fórum að vor- kenna aumingjans refnum að hanga daga langa í búri, en fá ekki að hlaupa frjáls í tæru fjalla- loftinu og leggjast á sauðfé sér til lífsviðurværis. En slíkt mun eðli hans samkvæmt náttúrufræði- bókum. „Þeir virðast ekki hafa áhuga á að hreyfa sig og sætta sig ágæt- lega við lífið í búrunum. Þegar þeir eru frjálsir eru þeir mest á ferli til að leita sér að æti, og það er helst á næturnar. Ég held að þessir refir sem aldir eru upp í búrum og fá reglulega að éta geti ekki bjargað sér úti í náttúrunni. Þeir eru að verða hálfgerð húsdýr, samt ekki eins gæflynd og kýr og kindur. Það er ekki beint hægt að flokka þau grimm, en samt er best að fara ekki að þeim með látum." Við látum þetta verða lokaorð- in í spjalli okkar við þá Steingrím og Pétur á Skriðulandi og lýkur þá frá refum að segja. mþþ Hér var góður bissniss, enda tuskubrúður ávallt vinsælar. ,, Vöru markaður'g í Reistarárrétt! Það var mikið iíf og fjör Freyjulundi í Amarneshreppi sl. laugardag. Þar var haldinn svokallaður útimarkaður, nán- ar til tekið í Reistarárrétt og kom þangað fjöldi fólks. Þeir sem höfðu eitthvað til sölu fengu pláss og var mönnum út- hlutað dilkum í réttinni. fyrir sölustarfsemi sína. Ótrúlegt úrval ýmissa hluta var á boðstólum og væri og langt mál að telja það allt upp hér, en nefna má grænmeti, kartöflur, þurrkuð blóm, klukkur, sveppi, saumavörur o. fl. o.fl. Ýmsar uppákomur voru á svæðinu og fjöldi fólks sem lagði leið sína að Reistarárrétt kunni greinilega vel að rheta þetta framtak sem var undirbúið af ungmennafélögum í Skriðu- og Arnarneshreppi. Veðrið lék líka við hvern sinn fingur þannig að allt hjálpaðist að við að gera þetta að sem. allra bestri sam- komu. lum helstu upplýsingum um viðkomandi Tískusýning, eða hvað' Mikið blómaúrval, skyldi fást hér rauð rós?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.