Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 9
29. ágúst 1984 - DAGUR - 9 Þór vann Leiftur „Leiftur er með mjög fram- bærilegt deildarlið og á sumum sviðum gáfu þeir okkur ekk- ert eftir,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs eftir leik Leifturs og Þórs um helg- ina. Hér var um vináttuleik að ræða vegna hátíðahaldanna sem standa yfir í Ólafsfirði þessa dag- ana. Þórsarar komust í 2:0 með mörkum Guðjóns Guðmunds- sonar og Óla Þórs Magnússonar, en Geirhörður Ágústsson minnk- aði muninn fyrir Leiftur sem leikur í 2. deild næsta keppnis- tímabil. Jónas Róbertsson mun væntanlega ekkert gefa eftir í Keflavík. „Erum ekki sloppnir“ - segir Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs „Við förum til Keflavíkur með því hugarfari að sækja þangað þrjú stig,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs er við ræddum við hann um leik ÍBK og Þórs sem fram fer í Keflavík á laugardag.“ „Við þurfum fleiri stig til að gulltryggja okkur í 1. deildinni næsta keppnistímabil," sagði Guðmundur. „Ég tel að við eig- Púki að störfum Einhvers konar púki var að leik á íþróttasíðunni hjá okkur s.l. mánudag, ekki prentvillu- púki, heldur frændi hans sem heitir sennilega hugsunarvillu- púki. Afrek púkans var að gera Sverri Þorvaldsson Golfklúbbi Akureyrar að íslandsmeistara í golfi 1984, en Sverrir varð Norðurlandsmeistari í þeirri íþrótt um síðustu helgi. Á þessu tvennu er nokkur munur eins og gefur að skilja. Vonandi er þetta þó fyrirboði þess að Sverrir eigi eftir að láta meira til sín taka er fram líða stundir þannig að við getum látið það á þrykk fara með réttu að hann hafi orðið íslandsmeistari. Annars biðjum við velvirðingar á störfum púkans. Menn hlægja dátt þegar þeir verða meistarar. Þarna hlær Sverrir þegar hann varð Akureyrarmeistari í sumar. Hann hefur væntanlega hlegið þegar hann tók við bikarnum sem Norðurlandsmeistari um helgina, og ætli hann hafí ekki hlegið ennþá meira þegar hann var sagður Islandsmeistari í Degi sl. mánudag? Og ætli hann hlægi ekki ef hann á eftir að verða íslandsmeistari? „Enn eykst spennan í 2. deildinni“ Spennan á toppi 2. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu er nú í hámarki þegar þrjár um- ferðir eru til loka mótsins. FH- ingar hafa tryggt sér sæti í 1. deild næsta keppnistímabil, Tindastóll og Einherji hafa þegar fallið í 3. deild en öll hin liðin eru í harðri baráttu um laust sæti í 1. deild að ári. Þar standa Víðismenn og UMFN best að vígi, hafa 24 stig, ÍBÍ, KS og Völsungur 23 stig, ÍBV 22 og UMFS 20 stig. Og á föstudag og laugardag verður enn látið sverfa til stáls er 16. umferð mótsins fer fram. Þá skýrast línur væntanlega eitthvað. Víðismenn fá FH í heimsókn, Einherji leikur gegn ÍBÍ á Vopnafirði , ÍBV og Tinda- stóll leika í Eyjum, UMFS og UMFN í Borgarnesi og á Siglu- firði mætast heimamenn og Völsungar frá Húsavík. Þar verð- ur án efa hart barist, enda gengur jafnan mikið á er þessi lið eigast við. Það lið sem tapar stendur mun verr að vígi í hinu mikla kapphlaupi sem háð er um sætið í 1. deild og því ætti að vera óhætt að bóka stórleik þar sem ekkert verður gefið eftir. um möguleika gegn Keflvíking- unum ef menn mæta til leiksins með réttu hugarfari, ákveðnir í því að berjast til síðustu stundar og selja sig dýrt.“ - Óvíst er hvort Árni Stefáns- son getur leikið þennan leik með Þór. Fyrir leikinn gegn KR á dögunum var Árni kominn með 8 refsistig og hann fékk að líta gula spjald dómarans í þeim leik. Ef hann fær eitt stig til viðbótar sleppur hann, en verði refsistigin hins vegar tvö eða fleiri eins og menn óttast verður Árni í leik- banni á laugardaginn. Íþróttasíða Dags hyggst hleypa af stokkunum getraunaþætti í næstu eða þarnæstu viku og verður þátturinn með svipuðu sniði og í fyrra. Áformað er að ná til eins áhanganda hvers knattspyrnuliðs í 1. deildinni ensku, og fá við- komandi til þes að spá um úrslit á einum getraunaseðli og þá sem fulltrúi þess félags er hann heldur með. Það eru engin vandræði að ná til áhangenda þekktustu lið- anna, en okkur vantar að komast í samband við áhangendur eftir- taldra lið: Chelsea, Coventry, Norwich, Sheffield Wed., Sunderland. Southampton og Leicester. Við biðjum stuðningsmenn eftirtaldra félaga vinsamlegast að hafa samband við íþróttasíðuna, síminn er 24222. Þegar allir hafa spáð um úrslit á einum seðli, vindum við okkur í úrslitakeppnina. Hún verður með því sniði að þrír þeir efstu spá til úrslita í nokkrar vikur og sá sem bestum heildarárangri nær þá, hreppir titilinn „Getrauna- kóngur Dags 1985.“ Reynir tapaði fyrsta leiknum „Ég er ekki búinn að afskrifa möguleika okkar á að komast í 3. deild, það er alveg öruggt,“ sagði Svanlaugur Þorsteinsson sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Reynis, Árskógsströnd er við ræddum við hann eftir leik Reynis og Leiknis frá Fáskrúðsfirði um helgina. Sá leikur var fyrsti leikurinn í b- riðli úrslitakeppni 4. deildar og fór fram á Árskógsströnd. Heimamenn áttu nær allan fyrri hálfleikinn en þeim virtist fyrir- munað að skora. Leiknismenn fengu hins vegar eitt marktæki- færi og nýttu það, og er þeir skoruðu aftur í síðari hálf- leiknum gáfust Reynismenn upp. Úrslitin urðu 3:0 fyrir Leikni. Þriðja liðið í úrslitum b-riðils- ins er Tjörnes, og eftir tvöfalda umferð í þessum riðli kemst eitt liðanna upp í 3. deildina. Næsti leikur riðilsins er í kvöld og mæt- ast þá Tjörnes og Reynir. í hinum úrslitariðli 4. deildar leika Ármann, Léttir og ÍR Tvö mót hjá G.A. Tvö golfmót verða hjá Golf- klúbbi Akureyrar um næstu helgi, keppt verður um Sjóvá- bikarinn og einnig um hinn svokallaða Nafnlausa bikar. Keppnin um Sjóvábikarinn hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og verða leiknar 18 holur með fullri forgjöf. Á sunnudag hefst keppni kl. 9 um Nafnlausa bikar- inn og er væntanlegum keppend- um bent á það að kl. 8.45 ber þeim að vera mættir inn á vallar- svæðið. Verði þeir það ekki hafa þeir fyrirgert rétti sínum til þátt- töku. Hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar verður keppt um Útgerðarfélags- bikarinn og leiknar þar 36 holur með og án forgjafar. Þeir á Húsa- vík ætla ekki heldur að sitja að- gerðarlausir og keppa þeir í svo- kölluðu „Frico-Scandia“ móti. Þóroddur og Kjartan á línunni „Þetta er fyrsta verkefnið sem ég fæ sem FIFA-dómari, en ég verð varadómari í þessum leik,“ sagði Þóroddur Hjaltalín knattspyrnu- dómari. Þóroddur mun í byjun október verða línuvörður í leik norsku meistaranna og þeirra pólsku í Evrópukeppninni og fer leikurinn fram í Noregi. Kjartan Tómasson, hinn Akur- eyringurinn sem hefur dæmt í 1. deild í sumar fær einnig verkefni, hann verður línuvörður í leik danska liðsins Árhus KFUM og liðs frá Tékkóslóvakíu í Evrópu- keppni félagsliða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.