Dagur - 29.08.1984, Page 1

Dagur - 29.08.1984, Page 1
FRETTIR blað Knattspyrnudeildar adidas^* Séð yfir athafnasvæði KA við Lundarskóla, Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar í forgrunni. Hægra megin við Stefán má sjá stráka að leik á malarvellinum en við enda þess vallar er nýji grasvöllurinn sem tilbúinn verður til notkunar næsta sumar. Mynd: KGA. „KA- dagurinn“ er á laugardag! „Megintilgangurinn með „KA-deginum“ er sá að kynna starf knattspyrnudeildarinnar, fá fólk til þess að mæta á svæði okkar og komast þannig í nán- ari snertingu við okkar starf,“ sagði Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA er við ræddum við hann um „KA-daginn“ sem haldinn verður í fyrsta skipti nk. laug- ardag, en áformað er að „KA- dagurinn“ verði árlegur við- burður í framtíðinni. Á „KA-daginn“ beinist at- hyglin að sjálfsögðu að knatt- spyrnunni og þá verða yngstu leikmenn félagsins í eldlínunni enda fara þar framtíðarmenn fé- lagsins. Strákarnir í 5., 6. og 7. flokki munu leika innbyrðis, strákar úr 3. flokki ætla að freista þess að sigra „old boys“ leik- menn KA og hápunktur knatt- spyrnunnar á „KA-daginn“ verður leikur KA í 4. flokki gegn íslandsmeisturunum frá Akra- nesi. Ýmisiegt annað verður á boð- stólum. Sýnt verður fallhlífar- stökk og þá gefst þeim sem áhuga hafa kostur á því að spreyta sig á ýmsum knattspyrnuþrautum. Er þar um að ræða vítaspyrnu- keppni, knattþrautir og ýmislegt fleira. Hið nýstofnaða Foreldrafélag KA tekur nú í fyrsta skipti þátt í starfinu opinberlega og mun það annast alla veitingasölu á svæð- inu, og einnig í Lundarskóla þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti allan tímann sem „KA- dagurinn" stendur yfir, en það er á tímabilinu kl. 14—19. Gestum á „KA-degi“ gefst að sjálfsögðu kostur á því að kynna sér hinar miklu framkvæmdir sem hafa verið í gangi á KA- svæðinu í Lundahverfi. Undan- farin ár hefur verið unnið þar þrekvirki við uppbyggingu að- stöðu fyrir félagsmenn. Þar er nú mjög góður malarvöllur, gras- völlur sem þegar hefur verið vett- vangur leikja KA í 1. deild og er aðalæfingasvæði félagsins og einnig hefur í sumar verið unnið við lokafrágang annars grasvallar sem er fyrir austan malarvöllinn. Er óhætt að segja að svæði KA sé nú sem óðast að fá á sig heild- armynd og félagið getur nú þegar státað af einhverri bestu æfinga- aðstöðu sem félag hér á landi hef- ur yfir að ráða, þótt enn séu áformaðar frekari framkvæmdir á svæðinu. Varla þarf að taka fram að allir KA-menn og -konur eru hvött til þess að fjölmenna á svæði KA á laugardaginn, og einnig eru allir velunnarar félagsins boðnir vel- komnir. Lá eru foreldrar stráka í yngri flokkum sérstaklega hvattir til þess að koma við og kynnast því uppbyggingarstarfi sem unnið er á vegum knatt- spyrnudeildar KA. KA þarf stuðning - Nú styttisl óöum í það að knattspyrnuvertídinni Ijúki að þessu sinni, og á ýmsu hefur gegnið hjá KA í sumar. Vcgur yngri flokka félagsins fer vaxandi og er það vel, en ekki hefur gengið jafn vel á ölliini vígstöðv- um. KA átti fjögur liö í úrslitum Is- landsmótsins, 4. Ilokk, 5. flokk og tvö lið i 6. flokki og er óhætt að segja að árangur þessara llokka hafi verið góður. I'a hel'ur 2. flokkur félagsins staöiö sig ágætlega og sömu sögu er að segja um kvennnliöið. Ntí beinast augu allra KA- manna að lcikjunum sem I. deildarlið félagsins á eftir í I. deildinni, útileik gegn Breiða- bliki 7. septcmber og loka- leikntim sem verður gegn Fram á Akureyri 15. septcmber. „Þessir leikir þurfa að vinnast báðir,“ segja suinir og kann svo að vera. Jafntefli gegn Breiða- bliki og sigur gegn Fram gæti þó hugsanlegu nægt, en það er ógerningur að segja til um þetta með vissu, þar spilar svo margt inn í. En það er víst að síðasti leikur KA sem verður heimaleikiir gegn Fram mún ráða iniklu og enn einu sinni er ástæða til þess að hvetja KA-menn a Akureyri til samstöðu. Það má ekki gerast að fámennur hópur áhangenda aðkomuliða geti komiö i stukiina á Akureyrarvelli og yffrgnæft heimamcnn. Strákarnir okkar þurfa stuðning, þeir leggja á sig geysilegt erfiði til aö lialda uppi merki KA og þeir beinlínis eiga heinitingu á stuöningi og lioniiin öflugum. KA-menn, látuiii þann stuðning í té í leik KA og Fram 15. scptcmhcr. - ,Bætt aðstaða skapar betri „Það er óhætt að segja að sumarið hjá okkur hefur þegar á heildina er litið verið gott, en óneitanlcga hefur það valdið vonbrigðum að meistaraflokk- urinn okkar skuli ekki hafa staðið sig betur en raun ber vitni,“ sagði Stefán Gunn- laugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA er við spurðum hann hvort hann væri ánægður með yfirstandandi starfsár stjórnarinnar. „Meistaraflokkurinn hefur ekki náð þeim árangri sem við vonuðumst eftir, þótt enn sé ekki öll nótt úti hvað hann snertir. Við vissum það í upphafi mótsins að árangur" - segir Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar við vorum með brothætt lið ef svo má segja og við mættum ekki við miklum meiðslum. Sú hefur hins vegar orðið raunin, það má segja að við höfum verið með 2-3 menn í meiðslum í allt sumar og slíkt setur auðvitað strik í reikn- inginn. Árangur yngri flokka okkar hefur hins vegar stöðugt farið batnandi undanfarin ár og frammistaðan í sumar er beint áframhald á þeirri þróun, við vorum nú með þrjú lið í úrslitum íslandsmótsins, í 6., 5. og 4. flokki. Það hjálpast ýmislegt að við þennan árangur yngri flokkanna, við höfum verið með mjög hæfa menn sem hafa séð um þjálfun og svo hefur aðstaðan stöðugt verið að batna. Nú höfum við nýlokið við að tyrfa nýjan grasvöll og með batnándi aðstöðu er ég þess fullviss að árangurinn á einnig eftir að batna enn meira. Við erum nú komnir með ein- hverja bestu aðstöðu sem eitt fé- lag hér á landi getur boðið fé- lögum sínunt upp á, en við ætlum þó ekki að leggja árar í bát og hyggjumst fara fram á það við bæjaryfirvöld að fá enn meira svæði fyrir starfsemi okkar.“ - Hvernig hefur svo rekstur- inn gengið, fjármálin á ég við? „Við höfum trú á því að okkur takist að reka deildina þannig að yfirstandandi rekstrarár verði jákvætt fjárhagslega og okkur takist að fara langt með þær skuldir sem við tókum við fyrir ári. Þetta hefur að sjálfsögðu verið erfitt en það hjálpast margar hend- ur að. Ég reikna með að rekstur deildarinnar komi til með að kosta um 2 milljónir króna. Aðalfjáröflunarleiðir okkar eru auglýsingatekjur, innkoma af leikjum meistaraflokks og svo þessar hefðbundnu fjáröflunar- leiðir félagasamtaka sem óþarft er að tíunda nánar,“ sagði Stefán.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.