Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 2
14 - DAGUR - 29. ágúst 1984 „KA á að geta unnið Breiðablik og Fram" - segir KA-maðurinn Eyjólfur Ágústsson „Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vanta í KA-liðið í súmar er meira spil í kringum miðjumennina. Þeir eru sterk- ir og berjast vel, en mér finnst þeir ekki nægilega beittir í spil- inu," sagði Eyjólfur Ágústsson er við ræddum við hann um frammistöðu KA í 1. deildinni í sumar og möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni. Eyjólfur hóf að leika með meistaraflokki KA árið 1966. Hann lék með ÍBA líðinu frá 1968 og þar til Þór og KA hófu að senda lið sitt í hvoru lagi og hann Marki fagnað í sumar. Vonandi fagna Njáll og hans menn fleiri mörkum áður en yfir lýkur. hætti ekki að leika með meistara- flokki KA fýrr: en 1982. Hann hefur því langa reynslu að baki, og er því dömbær á þá hluti sem við ræðum við tiánn. - Nú var KA að vinna útileik um helgina, sigraði Þrótt 3:2 en hafði tapað fyrir Þrótti heima- leiknum. Þetta er ekkert eins- dæmi að liðihu gangi betur á úti- velli, hvað veldur? „Þetta héfur vérið vandamál, og mér fannst heimavöllurinn aldrei neinn heimavöllur þegar ég var í þessu. Ég veit ekki hvað veldur þessu. Það er að mínu mati ekki hræðsla við áhorfend- ur, heldur tel ég að líklegri skýr- ing sé að á útivelli eru menn hræddari og taka hugsanlega bet- ur á. Þetta hefur líka komið í ljós að ef það hefur vantað einn eða tvo menn í liðið þá eru hinir hræddir og berjast meira og betur." - Þú talaðir um miðjuna og spilið sem þar vantar sem aðal- veikleika liðsins, í hverju liggur þá helsti styrkleiki liðsins að þínu mati? „Ég veit varla. Erlingur er góð- ur í vörninni og hún er mjög þokkaleg þrátt fyrir mörg mörk í sumar, það er góð barátta á miðj- unni en mér finnst framlínu- mennirnir ekki fá úr nógu að moða. Steingrímur er t.d. búinh að vera góður í sumar en hann fær ekki nóg að gera. Það vantar t.d. „stungur" upp í hornin á Steingrím eins og t.d. Elmar fékk svo mikið af á sínum tíma, hann kom boltanum fyrir og þetta skapaði hættu. En ég held að það sé ekki einn hlutur sem er helsti styrkleiki KA, hugsanlega það hversu jafnt liðið er." - Og hvernig líst þér á fram- haldið? „KA lagaði stöðu sína veru- lega með sigri á Þrótti, og KA á að geta unnið bæði Breiðablik og Fram. Breiðablik hefur nú ekki unnið nema einn leik á heima- velli sínum og eru ekki sterkir, og ég hef þá trú að KA geti unnið þá og svo Fram hérna heima í síð- asta leiknum. Það er auðvitað slæmt að missa Erling í leikbann í þessum leikjum, en hver vei.t nema hinir tvíeflíst þá eins og ég var að tala um hér að framan. Það er alveg bölvað að missa Erl- ing en við verðum að vona að það örvi hina." - Hverjir falla? „Fram og Breiðablik. Ef við vinnum þessi lið þá er farið að þrengjast að þeim og ég trúi því að þau falli." Eyjólfur Ágústsson. Flugleiðir fljúga 101 sinni í viku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! ðtf 4 svrvn^ \ vtol jorðut ym^0> ^ I5sintv^líviku tsaiiörðut 2 sinnuro \ í»irrgey5Í FLUGLEIÐIR Gott fólkhjá traustu félagi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.