Dagur - 29.08.1984, Side 2

Dagur - 29.08.1984, Side 2
14 - DAGUR - 29. ágúst 1984 „KA á að geta unnið Breiðablik og Fram“ - segir KA-maðurinn Eyjólfur Ágústsson „Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vanta í KA-liðið í sumar er meira spil í kringum miðjumennina. Þeir eru sterk- ir og berjast vel, en mér finnst þeir ekki nægilega beittir í spil- inu,“ sagði Eyjólfur Ágústsson er við ræddum við hann um frammistöðu KA í 1. deildinni í sumar og möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni. Eyjólfur hóf að leika með meistaraflokki KA árið 1966. Hann lék með ÍBA liðinu frá 1968 og þar til Þór og KA hófu að senda lið sitt í hvoru lagi og hann hætti ekki að leika með meistara- flokki KA fyrr en 1982. Hann hefur því langa reynslu að baki, og er því dömbær á þá hluti sem við ræðum við hann. - Nú var KA að vinna útileik um helgina, sigraði Þrótt 3:2 en hafði tapað fyrir Þrótti heima- leiknum. Þetta er ekkert eins- dæmi að liðinu gangi betur á úti- velli, hvað veldur? „Þetta hefur verið vandamál, og mér fannst heimavöllurinn aldrei neinn heimavöllur þegar ég var í þessu. Ég veit ekki hvað veldur þessu. Það er að mínu mati ekki hræðsla við áhorfend- ur, heldur tel ég að líklegri skýr- ing sé að á útivelli eru menn hræddari og taka hugsanlega bet- ur á. Þetta hefur li'ka komið í ljós að ef það hefur vantað einn eða tvo menn í liðið þá eru hinir hræddir og berjast meira og betur.“ - Þú talaðir um miðjuna og spilið sem þar vantar sem aðal- veikleika liðsins, í hverju liggur þá helsti styrkleiki liðsins að þínu mati? „Ég veit varla. Erlingur er góð- ur í vörninni og hún er mjög þokkaleg þrátt fyrir mörg mörk í sumar, það er góð barátta á miðj- unni en mér finnst framlínu- mennirnir ekki fá úr nógu að moða. Steingrímur er t.d. búinn að vera góður í sumar en hann fær ekki nóg að gera. Það vantar t.d. „stungur“ upp í hornin á Steingrím eins og t.d. Elmar fékk svo mikið af á sínum tíma, hann kom boltanum fyrir og þetta skapaði hættu. En ég held að það sé ekki einn hlutur sem er helsti styrkleiki KA, hugsanlega það hversu jafnt liðið er.“ - Og hvernig líst þér á fram- haldið? „KA lagaði stöðu sína veru- lega með sigri á Þrótti, og KA á að geta unnið bæði Breiðablik og Fram. Breiðablik hefur nú ekki unnið nema einn leik á heima- velli sínum og eru ekki sterkir, og ég hef þá trú að KA geti unnið þá og svo Fram hérna heima í síð- asta leiknum. Það er auðvitað slæmt að missa Erling í leikbann í þessum leikjum, en hver veit nema hinir tvíeflist þá eins og ég var að tala um hér að framan. Það er alveg bölvað að missa Erl- ing en við verðum að vona að það örvi hina.“ - Hverjir falla? „Fram og Breiðablik. Ef við vinnum þessi lið þá er farið að þrengjast að þeim og ég trúi því að þau falli.“ Eyjólfur Ágústsson. Marki fagnað í sumar. Vonandi fagna Njáll og hans menn fleiri mörkum áftur en yfir lýkur. Flugleiðir fljúga 101 smm í viku frá Reykjavík til ájunggstgða um aUt land[ Hornaípðut Húsavft- jcaBötður 3° stonU^\ v£ \\ svftuuU1 4 stnnuvo ^ 4 smnaU'' 1 smnum 15 srnrmro vlku 2 stnnurn r ^ * 2 stnnu'u v&u NIOIUM-' ^ 3 síuuUíU / \n\ax \ Patreteíiörðut 5 srnnu® Sauðártooku. l9 smnum v&u Vestmannaeým 2 stnnuí'-- —rr pjngeyrr . __-— FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.