Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 3
29. ágúst 1984 - DAGUR - 15 „Tilgangurinn að styrkja li efla yngri flokka félagsins" — segir Ingveldur Jonsdottir formaður Foreldrafélags KA „Tilgangur foreldrafélgasins er sá að styrkja og efla yngri flokka félagsins," sagði Ing- vcldur Jónsdóttir, en hún er formaður Foreldrafélags KA sem stol'nað var í sumar. „Ef yngri flokkar KA komast í úr- slit þá sjáum við um að greiða ferðirnar fyrir strákana eins og við gerðum í haust er 6. og 4. flokkur komust í úrslitin í ís- landsmótinu. Á KA-daginn sem er fyrir- hugaður á sunnudag verður for- éldrafélagið með kaffisölu á KA- svæðinu þar sem við ætlum að reyna að ná inn peningum upp í þann kostnað sem við höfum þegar lagt út fyrir. Það er ætlunin að félágið standi einnig að baki yngri flokkunum í handboltanum og við höfum hugsað okkur að vera með ýmislegt í gangi til fjár- öflunar af og til allt árið án þess beint að ganga í hús og betla pen- inga. Við munum sjá um sælgætis- söluna í íþróttahöllinni í vetur og við gerum okkur vonir um að fá að sjá um söluna á íþróttavellin- um næsta sumar þótt það mál sé ekki frágengið ennþá. Annars eru fjáröflunarleiðirnar ekki fast- mótaðar enn, allur tíminn frá því félagið tók til starfa hefur far- ið í að standa að baki flokkunum sem komust í úrslitísláhdsmóts-,;' ins og aðstoða éinnig við ferðina sem 6. flokkur fór. í; til Vest- mannaeyja." - Hvernig hefurgerigið að fá foreldra til þess að taka; þátt í • starfinu? „Ég tel að foreldrar séu rnjög opnir fyrir þessu starfi. Strákun- um hefur gengið Vél áð undan- förnu og þá er betrá áð ná til for- eldra og virkja þá til samstarfs; Pað voru að vísuekki margir sem tóku þátt í stofnun félagsins, en við höfum síðan hringt í marga foreldra og spurst fyrir um hvort við mættum ekki leita til þeirra, og við höfum hvergi fengið nei- kvæðar undirtektir." - Telur þú nauðsyn á félagi eins og þessu og þá hyers vegna? „Ég tel það því mér finnst að ekki sé staðið nógu vel að baki yngri flokkunum þótt stjórnirnar geri auðvitað margt fyrir þá, en höfuðáherslan er Íögð á meistara- flokkinn." - Finnst þér það óeðlilegt? „Ef til vill ekki, en sjáðu til. Ég á stráka sem eru í handbolta og fótbolta og kostnaður við keppnisferðir þeirra hefur komið úr vasa okkar foreldranna. Ég á líka mann sem er í meistaraflokki í haridbolta og þegar hann fer í keppnisferðir er greitt fyrir hann. Þarna er misræmi sem mér finnst óeðlilegt. . v ;¦ :; ¦¦': *:-y::--- Ferð 6. flokks til Vestmanna- eyja kóstaði t.d. foreldra strák- anna 4.400.- krónur. Þaraf var ferða- og fæðiskostnaður 3.900.- krónur og svo fengu strákarnir 100.- krónur í vasapeninga á hverjum degi. Þessir peningar komu beint úr vasa foreldranna, en ef foreldrafélagið hefði verið komið í gang þá er hugsanlegt að við hefðum getað komið til móts við þá. ' Það gerðum við þegar 6. og 4. flokkur fóru í úrslit íslandsmóts- ins, þá greiddum við ferðakostn- að strákana. Ég vona að félagið eigi eftir að eflast og ná því niark- miði sínu að geta verið stjórnum deildanna til aðstoðar við að gera veg yngri flokka félagsins sem mestan," sagði Ingveldur Jóns- dóttir. - í stjórn félagsins eru ásamt henni Ingibjörg Gísladóttir, Páll Bergsson, Valgerður Valgarðs- dóttir, Jósef Guðbjartsson og í varastjórn Guðbjörg Þorvalds- dóttir og Pálmi Sigurðsson. Ingveldur Jónsdóttir. Stórglæsileg Ishús ÍINBYUSHUS A EtNNI HÆÐ Þversniö í.einingavegg. M :20 Hér er sýnt steypt plata. pquttc^ícc^ úr steyptum einingum á verði við allra hæfi. Mikið úrval af nýjum teikningum. Fjögurra tommu einangrun í öllum útveggjum. Frjálst val um steypt eða timburloft. Getum einnig útvegað steypta milliveggi. Sendum teikningar ásamt upplýsingum um húsin ef óskað er. Húsin eru afhent tilbúin undir málningu. Höfum til umráða fimm lóðir við Einholt ^ STRENGJA- STETPAN HF V/SULUVEG - POSTHOLF 618 - 602 AKUREYRI - SIMI (96)21255 Dennis Jóhannesson, arkitekt töf MÖL&SANDUR HF. *Em' v/sÚLUVEG - PDSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI ~ SIMI (96)21256

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.