Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 29.08.1984, Blaðsíða 4
„Sitjum ekki viðsama borð varðandi getraunaseðlana" - segir Indriði Jóhannsson gjaldkeri knattspyrnudeildar „Það eru hreinar línur að hlutur okkar vegna sölu á get- raunaseðlum er stórlega skertur vegna þeirra reglna sem farið er eftir," segir Indr- iði Jóhannsson gjaldkeri knatt- spyrnudeildar KA. „Við sitjum alls ekki við sama borð og félögin í Reykjavík t.d. Okkur er gert að skila okkar seðlum á hádegi á fimmtudögum, á sama tíma og Reykjavíkurfé- lögin hafa frest til hádegis á laug- ardögum. Þannig ná þeir upp stemmningu á laugardagsmorgun og selja þá verulegan hluta sinna miða. Menn hittast, fá sér kaffi og tippa. Ég ræddi þetta við yfirmann Getrauna í Reykjavík á dög- unum og hann tjáði mér að það væri ekkert útlit fyrir að þessu yrði breytt, var eitthvað að tala um Dómsmálaráðuneytið í því sambandi. Ég vil hins vegar að það verði stofnað embætti um- boðsmanns Getrauna á Norður- landi, hann tæki við okkar seðl- um og innsiglaði þá og með því fyrirkomulagi væri hægt að bæta hlut okkar verulega. Eins og er, er þetta ekki stór fjáröflunarleið hjá okkur öfugt við það sem er á höfuðborgarsvæðinu hjá félög- unum þar," sagði Indriði. Punktar. . . Á hverjum sunnudagsmorgni safnast nokkur hópur manna saman í herbúðum KA í Lundarskóla. Þeir eru þangað komnir til þess að taka í kaffi- bolla, og til þess að ræða málin vítt og breitt, og eru allir KA- menn velkomnir í Lundarskól- ann á þessum tíma kl. 10-12 á sunnudagsmorgnum. KA-peningurinn hefur nú ver- ið til sölu um nokkurn tíma. Aðalsölustjórinn er Sveinn Kris- tjánsson, en peningurinn er einn- ig seldur í Sporthúsinu, hjá Stef- áni Gunnlaugssyni á Bautanum og hjá Siguróla Sigurðssyni. Sæmundur Óskarsson, hinn ötuli formaður KA-klúbbsins í Reykjavík varð sextugur á dögu- num. KA-menn heiðruðu hann lítillega á þessum merku tíma- mótum og senda honum hér með bestu hamingjuóskir með þökkum fyrir geysilegt starf í þágu félagsins. Margir hafa lagt hönd á plóginn við uppbyggingu KA-svæðisins. Þegar grasvöllur KA var tekinn í notkun var haldin mikil tertuveisla ¦' Lundarskóla. myndbandstæki T.d. VC-481 með þráöfjarstýringu kr. 39.500,- VC-384 stereo kr. 45.850,- VC-481 N/S UIXOR Framtíðar- sjónvarpið Tengimöguleikar t.d.: Fjarstýring, stereomóttaka, gervihnattamóttaka, „Teletext"-móttaka, bein videótenging. 22ja tommu með hjólagrind kr. 34.100.- Skrifstofuval hf. Sunnuhlíð 12, sími 25004.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.