Dagur - 31.08.1984, Page 3

Dagur - 31.08.1984, Page 3
31. ágúst 1984 - DAGUR - 3 Einn og nakinn í bœjarferð Sjómenn íslands eru miklir dáða- drengir, en sumir drabbarar eins og gengur. Peir eru líka margir hverjir miklir gleðimenn og gefast ógjarnan upp þó eitthvað á móti blási. Þessi saga er af einum slíkum. Hann var á fraktara sem hafði viðdvöl á Akur- eyri. Að sjálfsögðu brá sjóarinn sér í Sjallann og skemmti sér vel. Petta var að sumri til og mikið um útlend- inga í bænum. Þeirra á meðal var bandarísk stúlka, sem hitti sjóarann okkar í Sjallanum. Takast svo með þeim góð kynni. Þegar út í nóttina kom var blíðuveður, þið vitið, ein af þessum dæmigerðu akureyrsku sumarnóttum, björt og hlý. Stúlkan hafði orð á því, að nú væri gott að komast í sund. Sjóarinn hélt að það væri nú ekki mikið mál, því hann ætti heila sundlaug með tilheyrandi mannvirkjum. Vitaskuld gladdist stúlkan mjög og gekk með pilti sem leið lá upp á Brekkuna. Þegar þau voru komin rétt upp fyrir andapoll- inn sagði sjóarinn að þau væru komin á leiðarenda. En því miður hefði hann nú gleymt lyklinum að lauginni sinni heima, þannig að þau yrðu að láta sig hafa það að klifra yfir girð- insuna Stúlkutetrið vissi náttúrlega ekki að um Sundlaug Akureyrarbæjar var að ræða, enda flestir hlutir í eigu og rekstri einkaframtaksins í Banda- ríkjum. Hún hoppaði því yfir girð- inguna með sjóaranum og síðan var sundlistin iðkuð í sundfötum, sem tíðkuðust í grænum Edens garði. Stúlkan var alsæl með að hafa kynnst slíkum grósser, sem átti heila sund- laug. Og þarna áttu þau skötuhjúin sínar sælustundir. En loks kom að því að stúlkan kvaddi og hvarf til tjalds síns á tjaldstæðinu. Hvarer vestö mitt, hvarer...? En nú fór að kárna gamanið hjá sjó- aranum. Hann ætlaði að hverfa til skips, en fann þá hvergi fötin sín. Hann hafði gengið frá þeim á ein- hverjum tryggum stað áður en leikurinn í lauginni hófst, en hvar? Hann leitaði og leitaði, skríðandi á fjórum fótum um sundlaugarsvæðið. Hvað gat hann gert? Ekki gat hann beðið þess að fyrstu morgunhanarnir mættu í sund. Pað var ekki um annað að gera en spranga á Adamsklæðun- um einum saman til skips, en hann hafði ekki einu sinni laufblað! Hvað um það. Sjóarinn lét þetta ekki mik- ið á sig fá, hann vatt sér út fyrir girð- inguna og gekk hnarreistur til skips, sem lá við Togarabryggjuna. Og þetta var enginn smá spölur, en kappanum varð ekki vitund kalt, slík voru hlýindin. Og það sem merki- legra er, hann mætti ekki einum ein- asta manni, hvað þá konu, og komst óséður til skips. Síðan gekk hann sömu leið upp í sundlaug daginn eftir, vatt sér að afgreiðslustúlkunni þar og spurði: Hefur þú nokkuð séð fötin mín! Þið hefðuð átt að sjá and- litið á þeirri stuttu. En svo sagði sjó- arinn sína sögu og Haukur Berg og hans Iið hafði nokkuð gaman af öllu saman. „Sundlaugareigandinn“ fékk því fyrirgefningu synda sinna - og fötin sín. lögreglu- þjónninn En það gerast fleiri ævintýri við Sundlaug Akureyrar. Eitt sinn kom þar maður, en kvenmannslaus og peningalaus að auki. Hann vildi bæta úr því síðarnefnda, að minnsta kosti til að byrja með, og braust því inn í afgreiðslu sundlaugarinnar. Þar byrj- aði hann að gramsa, en fann fátt fémætt. Innan stundar verður hann þess var að lögreglan er á leiðinni. Með naumindum tókst kappanum að laumast út og stökkva yfir handriðið austan sundlaugarbyggingarinnar. Þar Ienti hann á andafund og skreið í felur undir vænum greinum greni- trés, sem þar réði ríkjum. En skarp- sýnir lögreglumenn höfðu séð undir yljar þjófsins og hugðu á eftirför. Einn þeirra stöðvaði við grenitréð áðurnefnda, en nú lék lánið ekki að öllu leyti við þjófinn. Lögregluþjón- inn steig nefnilega ofan á hendi hans og stóð þar sem fastast. Og ekki nóg með að hann væri þungstígur, því að auki sneri hann sér á hælunum til beggja hliða á meðan hann var að svipast um eftir flóttamanninum, án þess að vita að hann var með hælinn á handarbaki þjófsins. Þetta voru erfiðar sekúndur fyrir þjófinn og hann varð að bíta duglega á jaxlinn til að öskra ekki upp af sársauka. En loks fór lögregluþjónninn og flótta- maðurinn gat skriðið undan trénu. En þá var hendi hans svo illa út leik- in, að hann varð að fara beint upp á slysavarðstofu! Og þegar þangað kom var kappinn orðinn svo reiður við he. . . .lögregluþjóninn, að hann gat ekki þagað yfir atburðum nætur- innar. Og þar með var það innbrot upplýst. þú Hvað segir um eina hálfa? Gunnar vinur minn Haraldsson, bíla- sali og fyrrum sótari með meiru, verður sjaldan orðlaus og hann er ekki vanur því að tala neitt rósamál. Hann er heldur ekki vanur því að „æla“ brennivíni, eins og hann orðar það sjálfur, en hann er heldur á móti því að eyða helgunum í slíka vit- leysu. Hins vegar segir hann að oft á tíðum sé ekki annað með virka daga að gera. Það bar við fyrir nokkrum árum, að „Sótarann" vantaði „milljón" og þá var gamla krónan í fullu verðgildi. Hann fór þess á leit við konu sína, Valgerði kaupmann í Skemmunni, að hún lánaði sér millj- ónina. Eftir nokkra daga umhugsun sagðist Valgerður til með það, en hann yrði þá að lofa því að hætta að drekka. Þetta kom flatt upp á Gunnar, en eftir stundarþögn sagði hann sposkur: - Hvað segir þú þá um að lána mér bara hálfa, ef ég lofa að minnka það aðeins. Matseðill helgarinnar: 1. Heit tartaletta m/sveppaosti og rækjum. 2. Sherry- og rjómalöguð sellerísúpa. 3. Kryddlegin nautasteik m/kryddsmjöri, grænmeti og bakaðri kartöflu. 4. Portvínslegin gráfíkju/bananablanda m/rjóma. 5. Laxdalsís m/húsfriðunarsósu. 6. Fylltur Eyjafjarðarbotn m/rjómaframburði. Ath. Frá og með 1. september verður Laxdalshús opið á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 18-23.30, laugardaga og sunnudaga frá kl. 15-23.30. Hraðskákmót hefst í Laxdalsgarði á laugardaginn kl. 15. Komið og sjáið spennandi keppni tuttugu bestu skákmanna bæjaríns. -.v_. >»>s T’tv'.T ^'ý.Vr mM s VJ.v SfalfitUt J Geislagötu 14 Föstudagur 31. ágúst Mánasalur uppselt. Sólarsalur opnaður kl. 19. Kristján Guðmundsson leikur létta tónlist fyrir matargesti. SjaUabandið skemmtir ásamt discóteki til kl. 03. Helgartilboð m ÚWM. Jarðarberjasorbet. Kr. 740,- Kr. 90,- \ ' -L.' gr *** i v*A V.-J' c. . . \ ■ • A ,i' - '... viV. .e:;'- Laugardagur 1. september Mánasalur opnaður kl. 19. Örfá sæti laus fyrir matargesti. Fyrsta flokks matur og topp þjónusta. ATH: Sólarsalur lokaður vegna einkasamkvæmis til kl. 23.00. SJALLABANDEÐ ásamt discóteki skemmtir til kl. 03. Stotitout W Geislaeötu 14 m§ " Geislagötu 14

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.