Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 4
r! - qt ]f)Afl - NftPh fpfinA CP 4 - DAGUR - 31. ágúst 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Á 26. Fjórðungsþingi Norð- lendinga að Reykjum í Hrútafirði fjallaði fram- kvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, Áskell Einars- son, m.a. um þá búsetu- röskun sem þegar er hafin á Norðurlandi. Hann sagði að færð hefðu verið rök fyrir því að beint samhengi væri milli atvinnuframboðs og búsetuþróunar. Um stöðn- un eða samdrátt í atvinnu- greinum og þar með búsetu röskun sagði Áskell: „Þetta eru ekki stundar- fyrirbrigði heldur varanleg staða, ef ekkert er að gert. Ljóst er að atvinnuleys- isvofan er við bæjardyrnar í haust, þegar engan fisk er að hafa í fiskiðjuverin og þeir sem betur geta, sigla með afla sinn vegna fjár- hagsástæðna. Sveitarfélögin hafa verið rúin tekjum frá Jöfnunarsjóði, samdráttur er í lánastofnunum og fjár- lagageirinn er í baklás. Byggingamenn eiga þess kost að fara suður, þar sem stórfyrirtækin, bankarnir, veitustofnanirnar og sam- skotastofnanir landsmanna halda uppi leiknum í hröðum takti, sem örvar alla aðra starfsemi. “ Áskell sagði síðan að það alvarlegasta í þessu væri það að full atvinna í helstu atvinnugreinum dygði ekki til að ná búsetujafnvægi. Þjónustusamfélagið á suð- vesturhorninu bólgnaði út og drægi til sín sérmennt- aða fólkið. Á sama tíma væri hver króna talin út til höfuðatvinnuveganna, með hagfræðilegu seinlæti. Op- inberar framkvæmdir væru skornar niður úti á landi, en á sama tíma bólgnaði ríkis- reksturinn og tengdar greinar, þannig að nota yrði erlent lánsfé til að reka ríkishítina á höfuðborgar- svæðinu. Á sama tíma og ríkishítin væri rekin fyrir er- lent lánsfé þyrftu höfuðat- vinnuvegirnir að sækja dag- legt brauð úr hendi stjórn- málamanna og lánadrottna. „Þjónustusamfélagið á Suðvesturlandi og fram- leiðslusvæði landsbyggð- anna eru á ný að verða vax- andi andstæður í atvinnu- legu tilliti. Þær raddir verða æ háværari, sem virða að vettugi samfélagsleg úr- ræði um að skapa jafnræði í landinu á milli fólks í þétt- býli og dreifbýli, að því er varðar velferðarþjónustu þjóðfélagsins. . . Tryggja verður jafnræði þegnanna, án tillits til bú- setu. Meginverkefnin eru byggðaaðgerðir í atvinnu- málum með auknu forræði heimamanna og eigin bankastarfsemi, “ sagði Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga, meðal annars í ræðu sinni á Fjórðungsþingi. Friðfinnur K. Daníelsson iðnráðgjafi á Fjórðungsþingi Norðlendinga: Síðasta ár, ár mikilla athafna . . . Fjórðungsþing Norðlendinga er haldið að Reykjum í Hrúta- firði um helgina. Á þinginu flutti Friðfinnur K. Daníelsson iðnráðgjafi erindi um störf sín frá því Fjórðungsþing var síð- ast haldið, og við birtum hér kafla úr erindi hans: Að þessu sinnu mun ég að gera grein fyrir störfum mínum frá því á síðasta fjórðungsþingi; þannig að fyrst ætla ég að tala um farinn veg almennt séð, síðan greina frá nokkrupi af þeim verk- efnum sem upp á mitt borð hafa komið. Að síðustu mun ég tala stuttlega um þróunarsjóð sem ég tel að Norðlendinga vanti. Almennt yfirlit Ef við víkjum að fyrsta liðnum þá verður síðastliðið ár að teljast ár mikilla athafna, þótt ekki sjá- ist árangurinn í formi nýrra fyrir- tækja enn sem komið er. Enda er það svo í flestum tilvikum að það eru ekki við ráðgjafarnir sem sköpum störfin heldur er okkar hlutverk frekar að hjálpa öðrum til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mér telst svo til að alls hafi ég tekið þátt í 36 mismunandi verk- efnum sem ég kalla svo, það er að segja málum þar sem raun- verulegt vinnuframlag hefur komið til. Og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að tala um nokkra tugi annarra smá- snúninga sem ættu frekar að flokkast sem spjall til upplýsinga fyrir mig og aðra. Fað væri þó e.t.v. full ástæða til að telja til verkefna eitthvað af þeim fjölmörgu klukkustundum sem einungis hafa farið til skrafs og ráðagerða. Orð eru til alls fyrst stendur skrifað, og get ég vissulega tekið undir það þó hóf sé best í öllu, orðum sem og öðru. Einstök verkefni Blönduós Frá því í janúar s.l. hef ég verið í sambandi við mann nokkurn á Blönduósi sem þá hugðist hefja framleiðslu á vörum til sjávarút- vegs. Aðstoð mín til þessa hefur einkum verið fólgin í leit að upp- lýsingum jafnframt því að benda á aðra sem hafa þegar lagt hönd á plóginn. Einnig fékk ég Hafþór Helgason, viðskiptafræðing, þá- verandi starfsmann Fjórðungs- sambandsins til að gera hag- kvæmniathugun sem leiddi í ljós að um ábatasama iðju gæti orðið að ræða að vissum skilyrðum uppfylltum. Því má svo bæta við að í dag er búið að framleiða eitt stykki til prufu sem tókst framar öllum vonum, en ennþá er verið að eltast við óleyst vandamál sem nú eru í athugun bæði innanlands og utan. Siglufjörður Á Siglufirði höfum við nokkrir saman unnið í hátt á annað ár að ákveðnu verkefni. Þar er mikið búið að ganga á, enda málið flók- ið og erfitt, og búið að snúast í höndunum á okkur oftar en einu sinni.í þettatiltekna dæmi er búið að eyða miklum tíma og fjármun- um í upplýsingaöflun svo og gerð stofn- og rekstraráætlana, eða sagt með öðrum orðum, búið að framkvæma flesta eða alla þá þætti sem fylgja því að stofna nýtt framleiðslufyritæki. Enn ér ekki séð fyrir endann á málinu, en fróðlegt verður að sjá hverju fram vindur. Ólafsfjörður í Ólafsfirði er um að ræða verk- efni á sviði matvælaiðnaðar, sem nú er komið á góðan rekspöl. Mitt framlag hefur ekki verið stórt til þessa, aðeins lauslegar athuganir og vinna við að finna málinu réttan framgang. Enn er nokkuð í land með þetta verkefni og því of snemmt að spá fyrir um niðurstöðuna en málið er álitlegt. Eyjaförður í Eyjafirði að Akureyri frátal- inni, hefur nokkuð margt verið á döfinni að undanförnu. Þar ber þó hæst samstarfsverkefni okkar Friðflnnur K. Daníelsson. Stefáns Þórðarsonar í Teigi og Þórarins Lárussonar hjá Ræktun- arfélagi Norðurlands, varðandi heykögglaverksmiðjuna í Teigi. í ljós fenginnar reynslu var gerð ítarleg úttekt á rekstri verksmiðj- unnar sem ekki hefur reynst skila nægjanlegum hagnaði hingað til. Niðurstöður okkar urðu þær, að með nokkrum endurbótum á vélabúnaði verksmiðjunnar mundi reksturinn skila mark- tækum hagnaði miðað við núver- andi markaðsaðstæður. Þess er og að geta að við telj- um ómaksins vert að gaumgæfa betur þennan iðnaðarvalkost sem við eigum þ.e.a.s. fóðuriðnað- inn. Reynslan sýnir að heyköggl- ar íblandaðir fiskimjöli og hugs- anlega öðrum próteingjöfum eru úrvalsfóður sem getur hæglega keppt upp að vissu marki við innflutt kjarnfóður. Akureyrl Á Akureyri hefur sitt af hverju rekið á mínar fjörur, þó hljótt hafi farið. Frá því um áramót hef ég verið í samstarfi við tvo aðila sem báðir hafa unnið nótt sem nýtan dag að undanförnu við hönnun og vöruþróun á væntan- legum framleiðsluvörum sínum. Hér er um gjörólíkar fram- leiðsluvörur að ræða en stefnt er að útflutningi í báðum tilvikum. Mitt hlutskipti í öðru tilfellinu sérstaklega hefur verið að að- stoða við þreifingar á markaði erlendis, en ýmislegt fleira hefur komið til. Ég bind miklar vonir við bæði þessi verkefni og yrði ekki hissa þótt þau ættu eftir að vinda utan á sig svo um munaði. Nokkuð hefur borið á hug- myndum um járniðnað, en ekki hefur orðið alvara úr nema hvað Járntækni hf. sem klofnaði út úr öðru starfandi fyrirtæki var stofn- að og tók til starfa. Gúmmí- vinnslan hf. stendur fyrir sínu og færist öll í aukana, en sömu sögu er því miður ekki hægt að segja um Auroru hf. Þar komu upp erf- iðleikar sem ekki hefur tekist að ráða bót á enn sem komið er þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir. S.-Þing. í S.-Þingeyjarsýslu hefur mikið verið umleikis í iðnaðarmálum, aðallega í Mývatnssveit. Þar hafa ekki færri en 5 aðilar haft sam- band við mig með álíka mörg verkefni. Þar af eru 2 mál í mark- vissri vinnslu, en bæði eiga það sameiginlegt að vera mjög spenn- andi. Þriðja málið sem nú er unn- ið að eru markaðsathuganir er- lendis fyrir laufabrauðs- og kleinuhjól en sölu á þeim vörum má nú telja í þúsundum stykkja á ári. Húsavík. Á Húsavík tók ég þátt í undir- búningi og framkvæmd ráðstefnu um atvinnumál sem haldin var í nóvember sl. Að mínu mati heppnaðist þessi ráðstefna vel og síðan þá hefur verið nokkuð mik- ill samgangur milli mín og hóps áhugamanna um atvinnumál á staðnum. Um önnur verkefni á Húsavík fjölyrði ég ekki sérstak- lega, en þar eru margar hug- myndir á lofti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.