Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 7
„ Raufarhafnarhreppur." - Er Gunnar Hilmarsson sveitarstjórí við? „Augnablik." „Gunnar hérna." - Sæll vertu, Gylfi Kristjáns- son á Degi. „Já blessaður." - Hvað ertþú búinn aðgegna embætti sveitarstjóra lengi þarna fyrir austan? „Síðan 1981, kom frá Hafnar- firði. Ég er reyndar fæddur Reykvíkingur en flutti til Hafn- arfjarðar eftir að ég gifti mig og bjó þar í 15-20 ár." - Hvað starfaðir þú þar syðra? „Ég vann hjá Flugfélagi ís- lands og svo hjá Flugleiðum eft- ir sameininguna." - Hvað kom til að þú fórst austur á Raufarhófn? „Ég lenti ásamt mörgum ágætum mönnum í mestu átökunum sem áttu sér stað hjá Flugleiðum í uppstokkuninni. Ég stóð með þeim mönnum sem voru látnir fara, en við skulum ekkert vera að fara nánar í þau mál." - Og leiðin lá beint til Rauf- arbafnar? „Já, þetta kom eiginlega strax á eftir. Ég kom hingað í apríl og byrjaði að vinna 1. maí." - Hvernig hefur þú kunnað viðþig? „Ég hef að mörgu leiti kunn- að mjög vel við starfið sem slíkt. Við erum að vísu ákaflega fjarri öllu okkar nánasta fólki, börnin og barnabarnið eru fyrir sunnan þannig að það. er langt að sækja þau heim." - Hvernig tóku Raufarhafn- arbúar á mótiykkur? „Ágætlega held ég. Ég fór svo að asnast út í pólitíkina eftir að hafa verið ráðinn hér sveitar- stjóri í eitf ár. Ég var 2. maður á lista hjá Framsóknarflokknum í kosningunum hérna 1982, náði þá kosningu og hef setið sem sveitarstjóri og hreppsnefndar- maður síðan. Eftir að ég hóf þessi pólitísku afskipti hafa ver- ið ýmsir vindar eins og gengur og gerist, það hefur verið norð- austan garri stundum." - Er það ekki yfirgrípsmikið starf að vera sveitarstjórí á Raufarhófh? „Þetta er þannig að maður er einn í öllum þeim verkum sem margir menn fást við á hinum stærri stöðum þó þeir séu ekki stærri en t.d. Húsavík. í>ar hafa þeir menn í öllum störfum en hér verður maður að grípa inn í þetta allt þannig að starfið er ákaflega fjölbreytt. Það koma inn í þetta skólamál, hafnar- gerð, heilsugæslumál og áfram mætti telja. Maður reynir.eftir Gunnar Hilmarsson. „Arnar leigðar auðkýfingum frá Akureyri" bestu getu að grípa niður í alla þessa málaflokka þótt maður nái e.t.v. ekki jafn góðum ár- angri og stærri staðirnir sem geta haft menn í þessu öllu. Það má líka segja að áhyggjur vegna atvinnumálanna hafi tek- ið of mikinn tíma. Hreppurinn á 94% í Jökli og slæm staða þess fyrirtækis hefur spilað ákaflega mikið inn í hreppsmálin. At- vinnulífið hér er dálítið sérstakt, hér eru tvö stórfyrirtæki, annars vegar Síldarverksmiðjan og loðnan og hins vegar Jökull og útgerðin. Þegar árar eins og hér hefur gert og tvö stærstu hjólin í atvinnulífinu bresta, þá er ástandið ákaflega erfitt. Það er hins vegar ekki hægt að hætta að veita þjónustu, því ef það fer saman tekjumissir og skert þjónusta, þá er fólkið farið." - Hefur þú möguleika á að sinna tómstundarstörfum, taka þér tíma fyrírþig sjálfan? „Ég tók 3 vikna frí í fyrravet- ur sem er lengsta frí sem ég hef farið í í heilu lagi. Ég spilaði einu sinni golf en það er ekki hægt hér. Eg fór nokkuð í lax- veiðar og hafði reyndar hlakkað til að geta farið á veiðar í árnar hér í kring en þær eru allar leigðar auðkýfingum á Akur- eyri þannig að dæmið hefur ekki gengið upp heldur. Það má segja að ég hafi ekki stundað nein tómstundarstörf síðan ég kom hingað." - Ert þú sjónvarpsgláparí? „Það er einna frekast að ég setji mig niður fyrir framan sjónvarpið þegar ég á stund, en ég les einnig talsvert. Ég á nokk- urt safn bóka t.d. eftir Laxnes og Þorberg og svo á ég óhemju að „pocetbókum". Þegar ég var hjá Flugleiðum keypti ég mikið af þeim á ferðum mínum erlend- is, ég held t.d. að ég eigi nær allt eftir Agöthu Christie og fleira og fleirá. Þetta eru nokkrár hillur." - Ert þú nokkuð á förum frá Raufarhöfn? „Nei, ég tel mig vera bundinn hérna út kjörtímabilið en hvað tekur við veit ég ekki. Ef til vill verða allir guðs lifandi fegnir að losna við mig og það kemur í ljós hvort okkur finnst að við séum búin að vera nógu lengi í burtu frá okkur nánasta fólki." - Segjum þetta gott, og ég þakka fyrir spjallið. „Sömuleiðis." gk- 31. ágúst -1964 - -ÐAGUR -7 UI\jr\lUHLÍÐ Frá og með 1. september verða verslanir opnar kl. 9-12 á laugardögum Opið föstudaga til kl. 19.00 Fyrir skólann Úlpur * Stakkar Peysur * Buxur Glansgallarnir á 6-12 ára komnir aftur Sængurfatnaður í úrvali Handklæði * Sundskýlur Leikfimibolir * Leikfimibuxur Siguröar Gubrnundssonarhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 1. sept. Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi til kl. 02. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. Veríð velkomin. nir teknar í síma 22200. HOTEL KEA ^^ AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.