Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 9
31. ágúst 1984 - DAGUR - 9 tnssýslu eru bæirnir Litli- og >eír andspænis hvoruin öðnun. »a falleg og skcmmtileg og er út- iglegt frá þessum bæjum, Bændur Mr ungir Akureyringar og það vill leir eru giftir systrum. f Stóradal ; Margrét Rosa Jónsdóttir, ásamt [ býr móðir Margrétar einnig þar. lákon Jóhannsson ogSigurbjörg eíga tvÖ börn. Blaðamenn Dags ið spjalla við sveilafólkið um lífíð ,::::v;-::'i: „Jœja, voruð þið að koma frá Stóradal og fenguð þið lœri? Við hefðum átt að bregða okkur yfir." Við vor- um komnar yfir að Litladal að spjalla ofurlítið við Svavar Hákon og konu hans Sigurbjörgu Þórunni. Þau buðu okkur strax í bæinn og sögðu ágœtt að verða fyrir smá truflun og sötra kaffi- sopa. Jóna Fanney 10 ára dóttir þeirra hellti upp á. „Hafðu 3 slétt- fullar skeiðar." Eins og títt er spyrja menn fyrst almæltra tíðinda af heyskap og hann hafði gengið svona ljóm- andi vel. Það munaði um helming frá því í fyrra en ekki yrði sett meira á, það væri óðs manns æði eins og stefnan er í landbúnað- armálum. Auk þess hafa þau all- taf verið tæp með hey og því gott að eiga fyrningar til hörðu ár- anna. En sem sagt nú sjá þau í fyrsta skipti fram á að vera vel sett með hey og það er mikíl guðs mildi. Þá er komið að næsta lið í dagskránni, það er upphafið. Tók við mér af góðmennsku Svavar hefur orðið. „Ég er Akur- eyringur og starfaði þar sem ket- il- og plötusmiður. Einhverju sinni réðist ég sem ráðsmaður hjá Jóhanni bróður mínum, en það vill svo til að hann er giftur systur Sigurbjargar. Ég kynntist henni er ég var hjá Jóhanni, en eitt sinn var ég hér um slóðir á faraldsfæti og þá tók konan við mér í góðmennsku sinni. Síðan höfum við búið hér í Húnavatns- sýslu. Við hófum okkar búskap í Stóradal ásamt Kristjáni og Margréti, en keyptum svo þessa jörð. Hún hafði lengi verið í eyði og við þurftum að rækta upp mik- ið land. Það sem gildir í búskap er að ræktunarskilyrði séu góð. Fyrst bjuggum við í gömlu 60 fer- metra húsi sem var að niður- lotum komið. Þar var ekkert raf- magn og við vorum að jafnaði með 9-12 menn í vinnu. Það var því þröngt setinn bekkurinn og óhætt að segja að mikið mæddi á konunni, en hún tók þessum þrengingum ósköp vel. Nú erum við komin í ágætis einingarhús frá Akureyri og allt í himnalagi." - Þessi sígilda um hversu stórt búið er? „Það er lítið, eitthvað um hálft vísitölubú sem er liðlega 200 fjár. Auk þess er ég með geldneyti sem ég legg inn, en það er að koma kvóti á það líka. Það leiðinlegasta við búskap- inn er þessu mikli fjölmiðlaá- róður á móti okkur bændum. Það eru heilu blöðin gerð út á móti „Furstarnir vilja ull en ekki kjöf' - segir Svavar Hákon, hinn hressi bóndi í litladal bændastéttinni. Það má vissulega margt betur fara, við bændur höfum mikið kerfi á bak við okk- ur og það ætti að geta skilað ár- angri, en mér finnst það ekki starfa nógu vel. Þessir menn ann- að hvort nenna ekki eða geta ekki. Menn sem eiga að vinna fyrir mig en gera það ekki vil ég senda heim. Nú, svo vilja þessir menn bara fá ull en ekki kjöt, en það sér hver heilvita maður að af horrenglum kemur léleg ull. Það er mikið misræmi í gangi og erfitt að vera bóndi. Ég hef ekki ofan í mig og á með þessum búskap svo ég hef þurft að vinna inn á Blönduósi á veturna við smíðar og Sigurbjörg hefur séð um búið á meðan." Skrifstofu- furstar fi- - Svavar, nú ert þú Akureyr- ingur og þar með Eyfirðingur, hvernig er Húnavatnssýslan til samanburðar? „Ég er Akureyringur já, og verð það sjálfsagt alltaf. Mér skilst að það taki hálfan manns- aldur að teljast innfæddur. Það er sjálfsagt gott að búa í Eyjafirði, jarðir þar eru að vísu yfir höfuð mikið minni en í Húnavatnssýsl- unni. Þar er mjög þéttbýlt en jarðir gefa vel af sér. Við höfum hér meira land. Mönnum sem eiga leið hér um blöskrar oft að ekki skuli vera meira þurrkað upp. En það verður að athuga það, að ef hver spilda er þurrkuð upp, þá fer ótrúlega mikið af líf- ríkinu. Við höfum mýri rétt við bæjarvegginn og fuglalíf er ótrú- lega mikið, það eru hér allar teg- undir af mófugli. Þó ekki þröstur og ég sakna hans á stunum. Það vill oft brenna við að menn vilja vernda steina og kletta þar sem frægir kallar hafa verið drepnir í fornöld, en það þarf meira til. Það stefnir í það að öll ábyrgð verði tekin af bændum og ein- hverjir skrifstofufurstar fyrir sunnan fái öll ráð í hendi sér. Það er verið að unga út fræðingum í landbúnaðarkerfinu en ef land- búnaður stendur höllum fæti þá höfum við ekkert með þá alla að gera, einkum ef þeir vinna gegn okkur. Hefur þetta ekki stundum verið kallað að ala nöðru við brjóst sér? - Jú, jú, einmitt. Þú kemur úr kauþstað og hefur búskap á jörð sem lengi hefur verið í eyði, er þetta bara létt verk og löður- mannlegt? „Ekki segi ég það kannski, það er ekki stokkið í það að búa og bændaskólar eru ágætir til síns brúks. En nú er að líta dagsljósið lög og réttindi til að búa og þar er lögð áhersla á langskólanám. Þar er ákveðin menntun lögð til grundvallar því að þú megir hefja búskap og mér finnst áherslan á langskólanám óþarflega mikil. Iðnskóli er ekki nefndur á nafn, en það er mikill plús fyrir bændur að kunna að fara með logsuðu- tæki og smíðatól. Ég hafði unnið mikið við vélaviðgerðir áður en ég kom hingað og það munar miklu. Ég þarf ekki að kaupa vél- avinnu, en það fer rosalegur pen- ingur í vinnu á viðhaldi véla. Það hefði verið mikil kjarabót fyrir bændur ef tollar hefðu verið felldir niður eða lækkaðir á vara- hlutum í vélar heldur en á vélun- um sjálfum. Það eru svo margir milliliðir áður en við fáum vör- una að álagningin er orðið 45- 50% þegar hún berst okkur í hendur ." Um pólitíkina - Eigum við þá ekki bara að skella okkur út í pólitíkina. Það blása hressilegir vindar um Húnávatnssýsluna og hafa löngum gert. „Ég skipti mér lítið af pólitík. Er þó í Framsókn. Ég gæti samt neyðst til að flytja mig, því það er ákveðinn maður í flokknum sem herrar eiga greiðan aðgang að blönku fólki. En það fer margt öðru vísi en ætlað er. Lítið hefur farið fyrir Blöndugróðanum. Blanda átti að verða hinn mesti fjörkippur í atvinnulífinu og lof- orð voru um að bæta að fullu landskemmdir sem fylgdu með. Við stofnuðum Iðnsveinafélag á Blönduósi þar sem tilgangurinn var m.s. að tryggja fólki héðan vinnu við Blöndu, síðan hefur komið í ljós að heimamenn hafa ekki náð í verk því allt er boðið út og við erum ekki nógu sterkir. Það eru oftast aðilar fyrir sunnan sem fá verkin. Þá eru sett ákvæði um að þeir sem vinna við Blöndu og eiga lögheimili t.d. í Reykja- vík mega ekki flytja það hingað, Fjöiskyldan í Litladal. Svavar Hákon Jóhannsson, Sigurbjörg Þórunn Jóns- dóttir, Jóna Fanney með kettlinginn sinn og Hákon Þór, glaðbeittur krakki á hjólhesti. er svartasta íhald og það líkar mér ekki. Við nefnum engin nögn en fyrsti stafurinn er Stein- grímur Hermannsson. Það er ekkert gaman að tala um þetta, segið þið mér heldur af álveri við Eyjafjörð." Við reyndum það. „Einhvern tíma stóð ég upp á fundi og talaði á móti álveri við Eyjafjörð. Það er verið að negla framtíðina, börnin okkar sitja uppi með þetta án þess að geta hreyft mótmælum. Ég vil ekki láta ættingjana klóra yfir skítinn af mér, það vil ég gera sjálfur. Á þessum fundi varpaði ég fram þeirri spurningu hverjir myndu vilja vinna í álveri eða láta börn sín vinna þar og ég bað menn að rétta upp hönd. Öngva sá ég höndina á lofti. Stendur ekki í heilagri ritningu, að þú skulir ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér." - Frá ástkæru álveri yfir í Blönduslaginn? „Það er mikið af ungu fólki í hreppunum hér í kring og ungt fólk er oft blankt fólk. Áróðurs- en það hefði verið mikil tekjulind fyrir sveitarfélagið. Mótmæli okkar gegn Blöndu snérust eink- um um það að uppistöðulónið yrði minna, en þjóðarhagur krafðist hins og við það situr. Pólitíkusar túlkuðu dæmið hins vegar þannig að við vildum stöðva framkvæmdir við virkjun- ina. Síðan var stigið skref í sam- komulagsátt, þar var kveðið á um að lónið verði minnkað og heimamönnum tryggð atvinna, en það komst aldrei inn í samn- inga. Við stöndum illa að vígi, bændur græða ekkert á virkjun- inni." Göngi \urog söngur - Nú, víkjum við að saklausu hrossatali. Göngur og réttir komu út á sínum tíma í fjölmörg- um bindum, en þú segir okkur kannski í stuttu máli frá eigin reynslu? „Ég á eitthvað af hrossum og hef þau mest til gamans, það er samt kjaftæði að hross séu vita arðlaus. Ég fer töluvert á hestbak það þarf að halda hestunum í þjálf- un svo maður komist í göngur. Bændur eru að verða hestlausir, komast varla í göngur lengur. Margir nenna ekki í göngur og kaupa sér sporthestamenn til að fara fyrir sig. Þeir sem ekki nenna í göngur sameinuðust um að sökkva heiðinni. Það hefur verið þannig hér undanfarin ár að heyskapur hefur gengið illa og margir ekki búnir þegar kemur að göngum og geta því ekki farið sjálfir. Þeir hafa fengið unglinga á lélegu kaupi til að fara fyrir sig. Annars gæti farið svo að við þyrftum að kaupa okkur báta til að fara í göngurnar, því uppi- stöðulónið verður svo rosalegt. En það er eitthvað sérstakt við það að fara í göngur, ég myndi alls ekki vilja missa af göngunum. Þar sameinast bændur og þetta eru hressilegar ferðir. Það er ákaflega fallegt upp til fjalla og úsýni stórkostlegt." - Jæja, Svavar, það fer að síga á seinnihlutann. Ekki þarf að kynna Kristján bróður þinn fyrir lesendum blaðsins, en segðu okk- ur að lokum af sjálfum þér og þínum söng. „Ég hef nokkuð fengist við söng, syng t.d. með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Við höfum dálítið sungið saman ég og Jóhann bróðir, einkum á manna- mótum í okkar sýslum, en hann býr í Skagafirði. Við syngjum næst á Fjórðungsþingi Norðlend- inga sem haldið verður um helg- ina og vorum að æfa okkur í gær. - Erfitt að stunda æfingar? „Jú, það má segja það. Við æfum víða, bara þar sem við finn- um píanó. Undirleikarinn okkar er á Hvammstanga svo þú sérð að vegalengdir okkar á milli eru miklar. Það er heilmikil keyrsla í kringum þetta áhugamál, en við höfum ánægju af þessu og vonum að aðrir hafi það líka. Það er dá- lítið dýrt að standa í þessu en oft- ast fáum við samt fyrir kostnaði. Ég hef svolítið fengist við að syngja einn og þá hefur hún Sól- veig í Mosfelli spilað undir fyrir mig, en nú er hún á förum að læra meira og ég veit því ekki hvort ég fæ annan undirleikara í vetur." - Það þarf ekki að spyrja, þú ert tenór? „Já, já, það eru tómir tenórar í ættinni." Svavar hugsar sig ör- lítið um. „Nei, ekki alveg. Mamma ér með altrödd." Þegar við erum að kveðja Litladalsfjölskylduna, segja þau hjónin að það sé mikill kostur við að búa í sveit að geta haft orm- ana hjá sér og éiga þá að sjálf- sögðu við börn sín, Jónu Fann- eyju og Hákon Þór. í kaupstaðn- um eru foreldrar mikið minna með börnum sínum, foreldrar í vinnu og börnin í skóla og sam- skipti þeirra á milli með öðrum hætti. Við setjumst inn í bílinn og Svavar segir Hákoni að vera ofurlítið Herralegur og opna hlið- ið fyrir okkur. Það þarf ekki að segja honum það tvisvar, hann hjólar á fleygiferð niður af- leggjarann og opnar fyrir okkur. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.