Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 10
10 - DAG'UR - 31. ágúst 1984 ,JÉg skal gefa þér allt mittland fyrir einn dans" Hugleiðingar að lokinni vesturför í álfugli Það var með hálfum huga að ég þáði boð Alcan, um að fljúga í „Álfugli" þeirra yfir Atlanshafið í þeim tilgangi að líta eigin aug- um þær framfarir sem orðið hafa í áliðnaði. Ég hugsaði sem svo: „Nú á að hafa mig góða, sýna mér allar fallegu hliðarnar og svo á ég að koma heim frelsuð." En ég fór samt, og ég sé ekki eftir því. Ég kem hins vegar ekki heim frelsuð, eins og H. Bl. heldur fram í fljótfærnislegum leiðara- skrifum í íslendingi 16.08. sl., eða eins og lesa má út úr greinum og þó sérstaklega fyrirsögnum í Degi 13.08. Nei, skoðun mín varðandi ál- ver við Eyjafjörð er með öllu óbreytt, þótt og m.a. vegna þess, að ég er mikils vísari eftir þessa ferð. Eins og Tómas Ingi Olrich tekur fram í grein sinni í íslend- ingi, reyndar þeim sama og H.Bl. skrifar leiðarann í, þá var þessi ferð skipulögð af Alcan, og það sem við sáum og heyrðum var það sem Alcan vildi að við sæjum og heyrðum. Enginn tími gafst til að afia upplýsinga frá, eða ræða við, aðra aðila, því miður. Að vísu fengum við tækifæri til að ræða við fulltrúa úr stjórn sam- taka bænda í héraðinu og bónda, sem býr um 5 km frá stærsta ál- verinu, en það var fyrir milli- göngu Alcan. Með þessu er ég ekki að halda fram að Alcan-menn hafi haldið að okkur röngum upplýsingum. Allir sem við töluðum við, for- stjórar, verkfræðingar, Iæknir, umhverfisfræðingar og PR-fólk (upplýsingamiðlarar) voru afar heiðarlegir í svörum sínum, að mér virtist. Þeim bar ekki alltaf saman í smáatriðum, en gerðu sér ekki rellu út af því. Ekki héldu þeir heldur uppi neinni sannfæringastefnu gagnvart mér eða öðrum í hópnum, sem þeir vissu að væru andvígir byggingu álvers við Eyjafjörð. Sumum þótti jafnvel merkilegt að íslensk stjórnvöld væru yfirleitt að íhuga álver á þessum stað, fyrst ekki væri einhugur um það. Og þeir ítrekuðu þá afstöðu sína, sem kom fram í íslandsheimsókn forstjóranna í júlí, að þeir hefðu ekki áhuga á samvinnu, ef öflug andstaða væri í heimahéraðinu. Ég trúi að þar segi þeir satt (það kemur þá í ljós ef svo er ekki), og hef það m.a. til marks, að í Saguenay - St.Jean héraði hafa þeir lagt í mikinn kostnað við að hafa íbúana ánægða. Það staðfestu þeir bændur sem við töluðum við. Þó ber þess að geta, að þar er um að ræða þeirra heimahérað, aðalathafnasvæði ög fósturjörð, og kann það að hafa sitt'að segja. Þetta er nú orðinn langur inn- gangur, og e.t.v. sundurlausar hugleiðingar með tilheyrandi fyrir svörum, að því sem átti að vera meginefni þessarar greinar. Eftir heimkomuna hef ég verið að velta fyrir mér og melta allt það sem ég sá og heyrði, og hef þá staðnæmst við nokkrar spurn- ingar, sem varða vinnuaðferðir eða reglur Alcan, eins og Alcan kynnti þær, okkur Eyfirðingum, hugsanlegum samvinnuaðilum þeirra. Alcan vill eiga landið Á 3. áratug þessarar aldar komu menn Ar.Vi Davis til Saguenay- St.Jean og byrjuðu á því að reisa þar orkuver og síðan álver, sem tók til starf 1926. Síðan hefur uppbygging og sigurganga fyrir- tækisins verið glæst og nánast sleitulaus, og nú 60 árum síðar er það eitt stærsta og virtasta fyrir- tæki í Kanada og án efa eitt sterkasta álfyrirtæki í heimi. Elsta áverið, sem hét Arvida í höfuðið á pabbanum, var stækk- að um 1940 og endurbætt tölu- vert. Þá voru m.a. sett lok á ker í' kerskálum (á svipaðan hátt og gert var í Straumsvík u.þ.b. 40 árum síðar). Þá fór framleiðslu- geta bræðslunnar yfir 400.000 tonn á ári en í tengslum við bræðsluna er álsteypa, rafskauta- verksmiðja og fleira, og starfs- AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! er.í j. ?%- Í505j I Ttyggvabraut 22,Akureyri_ ... af gólfteppa- **g^ rymingarsölunni <$? 15 - 50% afsláttur á fyrsta flokks gólfteppum, smáteppum, bútum, mottum og renningum Notíð eínstakt tækifæri til teppakaupa TÍPPfíLfíND Tryggvabraut 22, Akureyri, Síml 96-25055 Valgerður Bjamadórtir. menn við þennan vinnustað eru nú yfir 6.000. Mengunin frá ferlíkinu sem nú heitir Jonker var vissulega í samræmi við stærðina og bændur í héraðinu voru sumir hverjir ósáttir við þessar áðstæður. Mál voru höfðuð á hendur Alcan og miklar fjárhæðir hafa runnið frá Alcan til bænda í formi skaða- bóta. Nú eru mengiinarvarnir komn- ar til sögunnar, Kanadísk yfir- völd hafa nýverið hert kröfur um slíkt, og eftir því sem okkur var tjáð þá er litið svo á að það flúor og brennisteinsdíoxíð, sem sleppur fram hjá mengunarvörn- unum sé ekki skaðlegt umhverf- inu á þessum stað. í þessu sambandi kemst ég ekki hjiTþví, að lýsa örstutt staðhátt- um þarna. Héraðið er stórt, (álíka stórt og ísland), þar er vítt til veggja, skógi vaxnar hæðir, ár og vötn, en opið til allra átta. Veðurfar er nokkuð stöðugt, heitt á sumrin og mikil uppgufun, en kalt á vetrum að meðaltali -20 - -30 ° C og mikill snjór. Vegna þessara staðhátta er mengunin mest næst álverunum og er mjög óverleg í nokkra km fjarlægð frá bræðslunum. En jafnvel á álvershlaði nýjasta vers- ins er flúormagnið í grasi undir þeim mörkum sem yfirvöld setja. Einhverra hluta vegna telur Alc- an þó nauðsynlegt eða æskilegt að eiga sjálfir töluvert stór land- svæði umhverfis álverin. Nýjasta ver þeirra Grande-Baie þekur um 100 ha landsvæði, en Alcan keypti og samdi við bændur um að flytja á brott af um 1000 ha svæði umhverfis verið. Ég tel eðlilegt að álíta að í Arnarnes- hreppi yrði upp sama stefna og ber því fram þessa spurningu til umhugsunar: Eru bændur í Arn- arneshreppi tilbúnir að selja Alc- an jarðir sínar og hætta þar búskap, eða gerast leiguliðar og bjóða fram skepnur sínar sem til- raunadýr eins og bændurnir í Mistook, búgarðinum sem við heimsóttum? Alcan vill eiga ork- uverin í Saguenay - St.Jean héraði einu saman framleiðir Alcaan 3 sinn- um meiri orku en Landsvirkjun öll. Stór landsvæði hafa verið lögð undir lón og nýir árfarvegir búnir til og gamlir þurrkaðir upp, þar sem þótt hefur henta. Þarna eiga Þingeyingar greinilega ekki frændur. Með því að eiga orkuna sjálfir, geta þeir hagrætt verðinu eins og bókhaldinu best hentar og er það skynsamlegt. Ekki veit ég hvort þeir muni gera þetta að skilyrði hér á landi, við því fengum við aldrei fullnægjandi svör. En ef. . . erum við þá tilbúin að selja þeim t.d. Fljótsdalinn? Alcan er stórbóndi Alcan er nánast fullkomlega sjálfstæð eining, og velta þeirra árleg er meira en 8 sinnum meira lög íslenska ríksins. Þeir framleiða orkuna, þeir eiga báxítnámurnar, framleiða súrálið, flytja það milli landa, þeir ráða höfnum, leggja eigin járnbrautir, bræða álið, steypa álið og móta álið. Þeir endur- vinna flúorið (ég keypti hjá þeim Colgate með spes-flúor), þeir eiga hótelið sem við bjuggum á, flugvélarnar sem við flugum í, bílana sem við keyrðum í, þeir reka"eigin heilsugæslustöð, það eina sem þeir ekki reka eru dag- vistir. Á búgarðinum þeirrá, sem er rétt hjá Alma-álverinu eru eintómar verðlaunakýr, og að- eins þær elstu komnar með flúor- skemmdir í tennur. Á Jamaica kaupa þeir stór landsvæði, þar sem þeir grafa eftir báxíti og þeg- ar það er upp urið, þá rækta þeir svæðið upp að nýju og reka þar myndarlega búgarða. Alcan er einn stærsti mjólkur- og mjólkur- afurðaframleiðandr á Jamaica. Sömu sögu er að segja frá Malaysiu, nema hvað þeir rækta sauðfé, rækjur og endur þar. Allir sem ég talaði við, þ.á.m. aðstoðarframkvæmdarstjóri um- hverfisdeildar Alcan, sem reynd- ar er hin viðkunnanlegasta kona, voru að vonum stoltir af þessu framtaki auðhringsins. Mér datt hins vegar í hug: Hvað ætli kartöflubændur á Sval- barðsströnd, rækjuútgerð við Eyjafjörð eða kúabændur segðu, ef þeir lentu í samkeppni við „Mr Alcan"? Þessar vangaveltur mínar kunna að þykja broslegar og e.t.v. velta Gunnar Ragnars og Jón Arnþórsson því fyrir sér hvort mig sé nú enn að dreyma. En ég set þessar spurningar fram í fullri alvöru. Ég varð sum sé margs vísari í ferðinni góðu og það veit ég að við urðum öll 11. Það tekur tíma fyrir okkur hvert og eitt að vinna úr þeim upplýs- ingum sem við fengum. Ekki held ég þó að „margir í hópnum hafi skipt um skoðun" (sbr. Dag- ur 13.08.) þótt enginn geti hafa komist hjá því að hrífast af þeim tæknilegu framförum, sem orðið hafa í þessari iðngrein, og læra ýmislegt um það hvernig gott fyrirtæki býr að starfsfólki sínu, með allra hagnað í huga. Það sem hér fer á undan er ekki nema örlítið brot af því sem þarf að koma á framfæri eftir slíka ferð. Konurnar hjá Alcan, launastefna Alcan og manna- ráðningar, o.fl. o.fl. hefur orðið útundan hér, auk hins erfiða samanburðar á aðstæðum hér og þar, efnahagslegum og náttúr- farslegum. Eg vildi hins vegar ekki leggja undir mig allt blaðið og set því punkt nú, en aðeins í bili. Akureyri 24. ágúst '84 Valgerður H. Bjarnadóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.