Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 31.08.1984, Blaðsíða 15
31. ágúst 1984 - DAGUR - 15 Amtsbókasafnið á Akureyri. Biblíudagur í Amtsbókasafninu í tilefni „bíblíuársins" verður opnuð bókasýning í Amts- bókasafninu nk. sunnudag, 2. september, kl. 16.30. Þar verða sýnd eintök af Guð- brandsbíblíu og öllum síðari útgáfum Biblíunnar hérlendis auk eintaka af flestum Nýja testamentisútgáfum allt frá því Nýja testamentið kom fyrst út á íslensku í þýðingu Odds Gottskálkssonar, en það var prentað í Hróarskeldu áríð 1540. Einnig verða á þessari sýningu nokkrar mjög fágætar bækur úr gömlu Hólaprent- smiðjunni, svo sem Summaria Theologie, sem prentuð var í þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar um 1590 á Núpu- felli í Eyjafirði. Við opnun sýningarinnar mun Hermann Porsteinsson, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags, flytja er- indi og rekja sögu útgáfu- starfsins, en jafnframt kynna þau rit sem Biblíufélagið hefur nú á boðstólum. Sýningu þessari er komið á í tengslum við héraðsfund Eyjafjarðarprófastdæmis, sem settur verður við lok guös- þjónustu í Akureyrarkirkju sama dag. Allir eru velkomnir við opnun þessarar sérstöku sýningar en hún verður síðan opin virka daga til 12. septem- ber nk. á opnuna'rtíma safns- ins eða frá kl. 1 til 7 e.h. Astæða er til að hvetja fólk til að skoða þau verk sem ekki aðeins geyma grundvöll trúar. okkar og siðgæðisviðhorfa heldur höfðu ómæld áhrif á varðveislu móðurmálsins og allt menningarlíf gegnum aldirnar. Hörku- leikur á Siglufirði - Hin æsispennandi keppni í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu heldur áfram um helgina. FH hefur þegar tryggt sér sæti í 1. deild á næsta ári, en hvorki fleiri eða færri en 7 lið eiga enn möguleika á að fylgja þeim upp þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af keppninni. Línur skýrast væntanlega nokkuð um helgina í þessari miklu keppni því þá verður leikin heil umferð í 2. deild. Á Siglufirði leika tvö liðanna sem berjast á toppnum, KS og Völsungur, og væntanlega taka leikmenn þar hvern ann- an ekki neinum vettlinga- tökum ef að líkum lætur. Leikurinn hefst kl. 14 á morgun. Á Garðsvelli leika Víðir og FH í kvöld, UMFS og UMFN leika á morgun kl. 14, einnig ÍBV og Tindastóll og Einherji og ÍBL Úrslitakeppnin í 4. deild heldur áfram, og þar er einn leikur í Norður- Austurlands- riðlinum, lið Leiknis og Tjör- ness leika á Fáskrúðsfirði á morgun. Fjórir leikir eru í 1. deild, Valur-Breiðablik, Víkingur- Fram, KR-Akranes og ÍBK- Þór. Þórsarar þurfa stig til að komast endanlega af fallhættu- svæðinu. og gæti leikurinn í Keflavík orðið hörkuleikur. Diskódanskeppni í Sjallanum Unglingar munu væntanlega fjölmenna í Sjallann á sunnu- dagskvöldið, en þá fer þar fram úrslitakeppnin í Norður- landsriðli „Landskeppninnar í freestyledansi 1984". Forkeppnin hefur staðið yfir að undanförnu og hefur verið keppt á Akureyri, Húsavík, Golf Tvö mót verða hjá Golfklúbbi Akureyrar. Það fyrra hefst í fyrramálið kl. 10 og er það keppnin um Sjóvá-bikarinn, 18 holur með fullri forgjöf. A sunnudag hefst keppni um Nafnlausa bikarinn kl. 9, en þeir einir fá að taka þátt sem verða mættir á vallarsvæðið 15 mínútum fyrr. Hjá Golfklúbbi Húsavíkur er tveggja daga mót, „Frico- Scandia" keppnin, og á Ólafs- firði ætla þeir að leika um Út- gerðarfélagsbikarinn, 36 holur með og án forgjafar. Dalvík, Sauðárkróki og Egils- stöðum. Fjórir þeirra sem mæta í úrslitakeppnina í Sjallanum á sunnudagskvöldið munu síðan komast í úrslitakeppnina sem haldin verður í Reykjavík, í veitingahúsinu Brodway 9. september. Þeir fjórir munu fá vegleg verðlaun frá ACT í Sjallanum á sunnudagskvöld- ið. í dómnefnd verða Sigvaldi Þorgilsson danskennari, Helga Tómasdóttir dansari og Alice Jóhannsdóttir dansari. Aldurs- takmark í Sjallanum á sunnu- daginn verður 16 ár og keppn- in hefst kl. 21. Það er Sjallabandið sem skemmtir gestum Sjallans í kvöld og annað kvöld. Við höfum heyrt að þeir sem það skipa séu félagar í Hljómsveit Ingimars Eydal, ásamt tveim- ur þrautreyndum músik- öntum, hershöfðinginn er í fríi en hinir eru í fullu fjöri á fjöl- unum um helgina. Skákmót í Laxdalshúsi Útiskákmót verður haldið í garði Laxdalshúss á morgun klukkan þrjú. Par verða mætt- ir 20 skákmenn og tefla þeir hratt - sem sé hraðskákmót. Ef veðurguðirnir verða í slæmu skapi á laugardag verð- ur mótið flutt til sunnudags. Gera má ráð fyrir að þetta hraðskákmót verði sett mjög formlega klukkan þrjú stund- víslega. Basar að Kristnesi A laugardag klukkan 2 verður haldin basar að Kristnesspítala og verður hann úti ef veður leyfir. Á basarnum verður margt fallegra muna er vistfólk hefur gert, má þar nefna hann- yrðavörur ýmiss konar, sokka og vettlinga sem gott er að eiga fyrir veturinn, trévörur og leikföng, t.d. brúður og dýr. Starfsfólk spítalans leggur til kökur sem einnig verða til sölu. Það er því hægt að gera mjög góð kaup fram í Krist- nesi á laugardaginn, en verði er stillt í hóf. Það er því eins gott að mæta snemma. Að lok- um má geta þess að allur ágóði rennur í handavinnusjóð, en hann stendur undir efniskaup- um vistfólksins. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Fyrir helgina: Grillaðir kjúklingar Hrásalat þrjár tegundir Fjölbreytt únral í okkar glæsilega kjótborði Kjörmarkaður KEA Hrísalundi V Till _____* • tlt Tilboð óskast í MMC Colt, árgerö 1980. Bifreiðin er skemmd eftir árekstur og er til sýnis við skrif- stofu félagsins Glerárgötu 24. Tilboðum sé skilað fyrir fimmtudag 4. septem- ber nk. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Starfsmenn vantar á dagvistir Akureyrar hið fyrsta. Umsóknum skal beint til Félagsmálastofnunar Akureyrar Strandgötu 19b, á blöðum sem þar fást. Dagvistarfulltrúi. Norðlenskt málgagn Dagur er stærsta og útbreiddasta blaðið sem gefið er út irtan Reykjavíkur. Siminn er 96-24222. Opið laugardaga f rá kl.9-12 HAGKAUP Norðurgötu 62, Akureyri Sími 23999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.