Dagur


Dagur - 31.08.1984, Qupperneq 16

Dagur - 31.08.1984, Qupperneq 16
aawE Akureyri, föstudagur 31. ágúst 1984 Frá 2. september verður opið á Bauta frá kl. 9-23. Smiðjan opin alia daga bæði í hádeginu og á kvöldin. Stóriðja við Eyjafjörð: Ekki einkamál Eyfirðinga einna - segir Áskell Einarsson á Fjórðungsþingi Frá undirritun samningsins á miðvikudag, Hjörtur Eiríksson og V. Ouglev. Mynd: KGA. Sambandsverksmiðjurnar: Semja við Sovétmenn Á 26. Fjórðungsþingi Norð- lcndinga, sem hófst í gær- kvöld að Reykjum í Hrúta- firði, sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins m.a. í skýrslu sinni, að því færi fjarri að stað- arval stóriðju við Eyjafjörð væri einkamál Eyfirðinga. Þetta væri mál sem snerti alla Norðlendinga og raunar Aust- firðinga líka, þar sem ákvörð- un um virkjanaröð tengdist stóriðjuáformum og val virkjunarkosta og tímaröðun framkvæmda hefði áhrif á alla stærri iðnþróun í þessum landshlutum. Áskell sagði að ef ekki yrði far- ið út í stóriðju við Eyjafjörð yrði virkjunaráformum Alþingis breytt og þá yrðu næstu stór- virkjanir á Norður- og Austur- landi ekki fyrr en á næstu öld. Ekki þyrfti glögga menn til að sjá fyrir hvaða áhrif það hefði á staðsetningu stærri iðnaðar, þeg- ar valið stæði milli þessara landshluta og Suðvesturhornsins. „Það er því fjarri því að um einkamál Eyfirðinga sé að ræða, þegar rætt er um staðarval stór- iðju við Eyjafjörð,“ sagði Áskell. „Það skal ekki dregið úr þýð- ingu þessa máls fyrir Eyfirðinga. Eyjafjarðarsvæðið hefur til að bera það stóran vinnumarkað, að hann myndi þola stóriðju, án þess að veruleg röskun verði í öðrum greinum, þar sem núver- andi atvinnuframboð nægir ekki til að anna eftirspurn, ef nást á aftur búsetujafnvægi. Það er fjarri því að það sé hagsmunamál Eyfirðinga einna hvort stóriðja sé þar staðsett eða ekki. Þrátt fyrir einhvern ótta um búsetutil- færsiu í kjölfar stóriðnaðar er hitt þyngra á metunum að margfeldis- áhrif stóriðjunnar hafa jákvæð áhrif á nálægar byggðir.“ Áskell sagði síðan: „Þær hjá- róma raddir sem halda að atvinnuuppbygging í sambandi við stóriðju muni skaða þeirra byggðir, og því séu þeir á móti stóriðju við Eyjafjörð, eru með afstöðu sinni að kalla yfir sig stór- fellda búseturöskun suður á land, sem helst gæti minnt á Keflavík- urárin, þegar norðlenskir sveita- stjórnarmenn höfðu kvóta hjá ráðningastjóra vallarins fyrir sitt fólk.“ HS Á miðvikudaginn var undirrit- aður samningur milli Sam- bandsverksmiðjanna á Akur- eyri og sovéska samvinnu- sambandsins um sölu á mokka- kápum til Sovétríkjanna. Það verða alls 7.800 kápur sem seldar verða og er verðmæti þeirra um 38 milljónir króna. Strax verður byrjað að afgreiða upp í samninginn og mun af- greiðslan standa fram í janúar- lok. Hjörtur Eiríksson skrifaði undir samninginn af hálfu Sam- bandsverksmiðjanna, og fyrir hönd sovéska samvinnusam- bandsins V. Ouglev. - KGA Verð- launuð snyrti- mennska Garðyrkjufélag Akureyrar af- henti á miðvikudag viðurkenn- ingar fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu. Það voru þrjár einbýlishúsalóðir, raðhúslóð og tvö fyrirtæki sem viður- kenningu hlutu. Einbýlishúsalóðirnar voru að Stóragerði 12, þar sem eru hús- ráðendur Málfríður Torfadóttir og Arnar Sigtýsson; Búðasíða 3, húsráðendur Þórdís Þorleifsdótt- ir og Gunnar Þorsteinsson; Lyng- holt 17, húsráðendur Helga Hilmarsdóttir og Hermann Jónsson. Þá .hlaut raðhúsið að Borgarhlíð 2 viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi, og einnig fyrirtækin Olíufélagið Skeljungur að Hjalteyrargötu 8 og Vatns- veita Akureyrar á Rangárvöllum. í dómnefnd voru Arngrímur Kristjánsson, Kolbrún Magnús- dóttir og Matthildur Bjarnadótt- ir. Þetta er í annað sinn sem Garðyrkjufélagið veitir slíkar viðurkenningar í forföllum Fegr- unarfélags Akureyrar. - KGA. „Við ætlum að ná hér aukningu í síldarsöltun“ segir Bjami Aðalgeirsson bæjarstjóri Húsavík „Atvinnuástandið hefur verið nokkuð gott í sumar, en hins vegar er ekki að vita hvað verður þegar haustar,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri á Húsavík í samtali við Dag. „Bátarnir eru nokkuð al- mennt að verða búnir með sinn kvóta, en okkur sýnist að Kol- beinsey eigi að geta verið á veiðum út árið. Hún er að samnýta sinn kvóta og kvóta Júlíusar Havsteen, sem hefur verið á rækju síðan í byrjun apríl.“ Um síðustu mánaðamót voru komin á land á Húsavík 4.900 tonn af bolfiski, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 5.900 tonn. Rækjuaflinn nú er 538 tonn á móti 176 tonnum á sama tíma í fyrra. „Við sitjum auðvitað við sama borð og aðrir hvað varðar sölu á rækjunni," sagði Bjarni. „En hérna er rækjuvinnslan hlið- argrein í Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur, sem er verksmiðja sem hefur starfað í allmörg ár og er því ekki í þyngri kantinum í fjárfesting- um.“ Þeir á Húsavík stefna að því að þeirra hlutur í vinnslu síldar í haust verði meiri en áður. „Við ætlum að leggja áherslu á að ná hér aukningu í síldarsöltun í stað- inn fyrir þorskinn sem fer minnk- andi,“ sagði Bjarni. „Héðan verða gerðir út að minnsta kosti tveir bátar á síldarveiðar í nót, en það er ekki vitað hvort héðan verður gert út á síldveiðar í net.“ - KGA. Gert er ráð fyrir hægri norðanátt eða hæg- viðri á Norðurlandi um helgina. Trúlega verð- ur oftast nær skýjað, sagði Trausti í morgun, en að öðru leyti mein- laust veður. Það verð- ur kalt miðað við það sem hefur verið í sumar. Nýkomið Glansefiii 6 litir Ullareftii Stretchefni svart Gluggatjaldaefiii í miklu úrvali Bamafatnaður yst sem innst Póstsen(l",,,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.