Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 03.09.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3. september 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJARÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Afnám launaskattsins Ráðagerðir eru nú uppi um það að afnema tekju- skatt af almennum launatekjum. Svo sem vonlegt- er hafa skoðanir manna verið skiptar á þessum hugmyndum, ef til vill fyrst og fremst vegna þess að það er ekki sjálfgefið hvaðan ríkið á að fá þær tekjur sem það verður af með því að af- nema launaskattinn. Menn hafa einnig litið til þess að með tekjuskattinum hefur verið hægt að koma við tekjujöfnun í þjóðfólaginu, þar sem hann er stighækkandi með auknum tekjum, en ekki eins og útsvarið, sem er fast hlutfall af tekjum, burtséð frá því hvort þær eru háar eða lágar. Þrátt fyrir þessa vankanta virðist svo sem þeim hugmyndum, að afnema tekjuskattinn af almennum launatekjum, vaxi fylgi. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að þrátt fyrir þær jafnréttis- og jafnaðarhugmyndir sem að baki honum búa að nokkru leyti, hefur þessi skattur verið ákaf- lega ósanngjarn. Fjöldi vel stæðra einstaklinga hefur komist hjá því að greiða þennan skatt, á meðan fast- launafólk á hinum almenna vinnumarkaði hefur greitt tekjuskattinn samviskusamlega. Þar er engrar undankomu auðið, því fyrirtækin draga skattinn af launum fólks áður en þau koma til útborgunar. Vegna þessarar skattheimtu hefur þróast mik- il svartamarkaðsstarfsemi á ýmsum sviðum vinnumarkaðarins. Allir þekkja dæmi um það, að þjónusta af einhverju tagi er boðin á lægra verði ef samkomulag næst milli þess sem veitir þjón- ustuna og hins sem kaupir hana um að gefa ekk- ert upp um viðskiptin til skattayfirvalda. Sá sem selur þjónustuna losnar þannig við að greiða söluskatt og þarf ekki heldur að gefa upp tekjur sínar af viðskiptum. Þeir sem hafa tekjur sínar af öðru en föstum launum hafa með margvís- legum hætti getað svikið þær undan skatti og þetta er á allra vitorði. Tekjuskattur af almennum launatekjum ein- staklinga er ekki ýkja stórt hlutfall af heildar- tekjum ríkisins, rétt ríflega tíundi hluti, á meðan söluskattur nemur þriðjungi af heildartekjum ríkisins. Því hefur jafnvel verið haldið fram að með því að herða söluskattsinnheimtuna mætti auka tekjur ríkisins um svipaða upphæð og nemur af- námi launaskattsins. Ef til vill þyrfti að hækka söluskattinn eitthvað lítillega til að vinna upp tekjutap ríkissjóðs. Tekjujöfnun er eftir sem áður hægt að ná með persónuafslætti og barna- bótum. í hnotskurn er málið það, að þeir sem best eru stæðir losna við tekjuskattinn og því mismunar hann þegnunum. Því ber að fagna þeim hug- myndum að launaskatturinn verði afnuminn í áföngum. Það var fjölmenni í grillveislunni, enda kræsingar á boðstólum. Myndir: KGA. „Gengið framar björtustu vonum" - segir Guðbjörn Arngrímsson f ramkvæmda- stjóri hátíðahaldanna á Ólafsfirði Síðastliðna viku hafa Ólafs- firðingar haldið upjp á 100 ára afmæli byggðar í Olafsfirði og var eitthvað um að vera á hverju kvöldi alla vikuna. Blaðamenn Dags komu við í Ólafsfirði sl. föstudag og fylgd- ust með gangi mála. Þótt ótrú- legt megi virðast hittum við formann undirbúningsnefndar afmælishátíðarinnar Guðbjörn Arngrímsson að máli, en hann var mjög svo önnum kafinn maður. Hann þeyttist um allan fjörðinn að útvega hluti og undirbúa heibnikla grillveislu er halda átti um kvöldið. Við spurðum Guðbjörn fyrst hvernig hefði gengið. „Aldeilis hreint ljómandi vel, þátttaka hefur farið fram úr okk- ar björtustu vonum. Ég hef orðið var við að Ólafsfirðingar búsett- ir á Akureyri og í Eyjafirði hafa keyrt hingað á kvöldin og tekið þátt í hátíðahöldunum með okk- ur og það hefur verið óskaplega gaman. Á mánudagskvöld vorum við með harmonikukvöld sem tókst frábærlega vel. Áhorfendur um 150 og mikið fjör. Á eftir var dansað og menn skemmtu sér konunglega. Á þriðjudagskvöld var kvöldvaka í umsjá slysavarn- ardeildar kvenna, kirkjukórsins og menningarmálanefndar. Hún var vel heppnuð og viðtökur áhorfenda frábærar. Síðan var það á miðvikudagskvöldið sem algjört aðsóknarmet var sett í Tjarnarborg er þar var kabarett sem Jón B. Gunnlaugsson, Siggi Helgi og leikfélagið sáu um. Þetta voru leiknir brandarar, stuttir grínþættir, leiknar smá- sögur og yfirleitt allt það sem ekki gengur inn á hefðbundin menningarkvöld. Þetta var ákaf- lega skemmtilegt og eflaust lengi í minnum haft. Það þurftu margir að standa því sæti voru ekki nóg, en þetta tókst ljómandi vel og menn voru ánægðir. Á fimmtu- dagskvöldið voru kvikmynda- sýningar, kl. 5 sýndum við Foot- loose og kl. 9 var það stórmyndin Ég lifi. Ég var svolítið óánægður með hversu aðsókn að þeirri mynd var léleg, en það getur staf- að af því að menn hafi verið bún- ir að sækja skemmtanir öll kvöld- in í vikunni og hafi viljað vera heima eitt kvöld." - Hvernig gekk undirbúning- urinn? „Það verður að koma fram að ég hef ekki staðið einn að undir- búningi, með mér í nefndinni eru tvær ágætar konur, Klara Arin- björnsdóttir og Guðrún E. Víg- lundsdóttir, án þeirra væri ég lið- ið lík. Þá má nefna að ýmis fé- lagasamtök hafa lagt á sig óhemju mikla vinnu, við þrjú höfum ekki gert allt. Undirbún- ingur stóð í alllangan tíma, tvo mánuði eða svo, þannig að mikil vinna liggur að baki þessum há- tíðahöldum, enda eru þetta stærstu og mestu hátíðahöld sem Ólafsfirðingar hafa staðið í. Það get ég sagt ykkur að það er mikið andlegt álag að standa í þessu, sérstaklega í dag, því aðal- hátíðin er í kvöld (föstudag). Maður tautar fyrir munni sér: Hvernig verður veðrið? Ef hann fer að rigna, þá fellur dagurinn algerlega. í kvöld á að vera grill- veisla og hana þýðir ekkert að færa inn ef rignir, nú og flugelda- sýningin fellur þá einnig niður, þannig að við erum alveg á nálum. En vonum það besta." Við sáum okkur ekki fært að trufla Guðbjörn lengur, það var í nógu að snúast. En við getum upplýst lesendur Dags um það að föstudagskvöldið tókst ákaflega vel í Ólafsfirði. - mþþ. Guðbjörn Arngrúnsson mátti vart vera að því að stilla sér upp fyrir mynda- töku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.