Dagur - 03.09.1984, Side 9

Dagur - 03.09.1984, Side 9
3. september 1984 - DAGUR - 9 Eflaust er mörgum í fersku minni Blöndudeilan svokall- aða. Deilan sú stóð um það hvort virkja ætti Blöndu eða ekki, sumir vildu fara sátta- leiðina og fá minna uppistöðu- lón og að bændum yrði tryggð vinna með vélar sínar við virkj- unina. Þeir sem vildu virkja stormuðu suður á fund ráða- manna undir slagorðinu „virkjum Blöndu“ og ætli megi ekki segja að þeir hafi sigrað. Nú hafa þessar deilur hljóðnað að mestu en þeir sem eru á móti og þeir sem vildu fara sáttaleiðina eru óánægðir og Iái þeim hver sem vill. Blöndubúðir voru fyrsti við- komustaður okkar á ferð um Húnavatnssýslur. Þar hittum við að máli Svein Þorgrímsson, stað- arverkfræðing og báðum hann að segja okkur örlítið frá fram- kvæmdum. „Núna erum við að hefja hinar eiginlegu virkjunarframkvæmdir. Sl. 1Vi ár hafa staðið yfir undir- búningsframkvæmdir. Undirbún- ingsframkvæmdir þessar eru í nokkrum þáttum. Við höfum byggt veg frá Syðri-Löngumýri. Vegurinn sem við höfum byggt er alls um 40 km, það er hluti af Kjalveginum. Við höfum líka byggt heiðavegi, í fyrra 93 km og á þessu ári um 15 km þá eru eftir um 70 km, en það er þó ekki al- veg ljóst. Við höfum byggt tvenn stíflustæði, það er Blöndustíflu og stíflu við Kolkuhól. Reising vinnubúða og önnur aðstöðusköpun er einn þáttur undirbúningsframkvæmdanna. Það er búið að reisa þrennar Eiginlegar virkjunar- framkvæmdir að hef jast vinnubúðir þar er svefnpláss fyrir 200 manns. Mest verða hér 650 manns að vinna 1986 og ’87. Önnur aðstöðusköpun er fyrir verktaka, hér á m.a. að reisa steypustöð sem verður tölvustýrð og alsjálfvirk. Á vegum Landsvirkjunar hefur verið uppgræðsla á landi. Sam- kvæmt samningum þurfa þeir að græða upp um 30 fkm og af þeim er búið að græða upp 8 fkm. Ver- ið er að leggja síðustu hönd á gangnamannaskála við Ströngu- kvísl á Eyvindarstaðaheiði. Við höfum lagt rafmagnslínur hingað og á ýmsa staði inni á virkjunar- svæðinu, það eru alls um 40 km. Þetta eru helstu undirbúnings- í þessu húsi eru skrifstofur. Framkvæmdir upp á 455 milljónir króna verða komnar í fullan gang um miðjan september. Myndir: mþþ. hér sé allt að verða vitlaust, allt að fara í fullan gang.“ - Verður margt fólk í vinnu hér í vetur? „Nei, það verður ekki margt fólk í vetur. Þetta er eiginlega lognið undan storminum. Ætli það verði ekki um 50 manns hérna, þetta er fyrst og fremst vélavinna í vetur. Þegar mann- fjöldinn hér verður orðinn 650 verður mestur hluti hans í stíflu- og skurðaðferð.“ - Hvað kemur virkjunin til með að verða mörg megawött? „Það verða 3 vélar og afl hverr- ar vélar verður 50 megawött, alls gefur virkjunin því af sér 150 megawött. Það er jafnt og í Sig- öldu. Fyrsta vélin verður gang- sett um mitt ár 1988.“ - Vinnur hér fólk alls staðar af landinu? „Það sem vinnur hérna núna er mest úr nærliggjandi byggðar- lögum. Þegar fer að fjölga verður það eflaust frá öllum lands- hlutum, það koma örugglega margir hingað í vinnu frá Akur- eyri.“ - Hvenær hófust framkvæmdir hérna? „Það var Rarik sem byrjaði með virkjunina, en síðla árs ’82 tók Landsvirkjun við. Undirbún- ingur var hafinn eitthvað fyrr en beinar framkvæmdir Landsvirkj- unar hófust í maí ’83.“ Það var beðið eftir Sveini og við gátum því ekki tafið hann lengur, en þökkuðum fyrir spjallið. - HJS uppsteyping á stöðvarhúsinu sem verður neðanjarðar. Þetta eru framkvæmdir upp á 400 milljón- ir. Hinn verkþátturinn er bygging botnrása við Blöndustíflu, það eru framkvæmdir upp á 55 millj- ónir króna. Það má því segja að framkvæmdir sem hér hafa verið taldar upp að framan og nú er þeim lokið og virkjunarfram- kvæmdir að hefjast, eins og áður sagði.“ - Hvaða framkvæmdir eru það sem nú hefjast? „Það eru 2 verkþættir sem búið er að semja um og þeir eiga að vera komnir í fullan gang um miðjan september. Þetta er neð- anjarðarvirkjun og annar verk- þátturinn er jarðgangnagerð. Það eru tvenn lóðrétt göng og svo er Stund milli stríða. Búið er að reisa vinnubúðir fyrir 200 manns.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.