Dagur - 03.09.1984, Síða 11

Dagur - 03.09.1984, Síða 11
3. september 1984 - DAGUR - 11 „Ég er bara frí- stundaráðskona“ - segir Alda Jónsdóttir í veiðihúsinu í Svartárdal 1 Svartárdal í Húna- vatnssýslu er veiðihús og er búið að vera þar í um 15 ár. Á ferð okk- ar blaðamanna um sýsluna var Svartárdal- ur síðastur á dag- skránni og meiningin var að heimsœkja þar veiðimenn og ráðs- konu í veiðihúsinu og kannski að gera eitt- hvað fleira, en mót- tökurnar voru það góðar í veiðihúsinu að fleira var ekki gert í dalnum þeim. Að vísu neituðu veiðimenn al- farið viðtölum, en ráðskonan, Alda Jóns- dóttir, var öllu sam- vinnuþýðari og sam- þykkti smá spjall. - Ert þú ráöskona hér allt sumarið? „Nei, nei, ég er bara þessa viku. Þeir sem eru að veiða hérna núna eru með húsið á leigu frá mánudegi og fram á föstudag og ég er bara fyrir þá. Þeir hringdu í mig kl. 11.30 á sunnudagskvöldið og þar sem ég var búin að heyja sló ég til. Þetta var stuttur fyrir- vari, ég var auðvitað ekkert búin að versla, en þetta blessaðist allt saman.“ - Er þá ekki föst ráðskona hérna? „Nei, hér er ekki föst ráðs- kona. Hver hópur sér um matinn fyrir sig. Það var einu sinni föst ráðskona hérna, en þessir sem ég elda ofan í nenntu ekki að elda sjálfir svo þeir báðu mig.“ - Ræður þú hvað þeir fá að borða? Alda við ráðskonustörfin. „Já, ég legg til matinn og ræð að mestu hvað er að borða. Þeir eru ekki með neitt múður, ég hafði það stuttan fyrirvara." - Er gott kaup fyrir ráðskonu- starfið? „Ég veit ekki ennþá hvað ég fæ, en þeir sögðust borga vel.“ - Hvar býrðu annars? „Ég bý í Húnaveri, ég og kær- astinn minn erum húsverðir þar. Við erum líka með nokkrar kind- ur og heyjum nokkuð mikið. Við ætlum að selja heyið, ef það er hægt núna.“ - Eru það bændurnir í dalnum sem leigja út ána? „Nei, Stangveiðifélag Reykja- víkur er með ána á leigu í sumar og þeir leigja síðan út dagana.“ - Hefur veiðst mikið hérna í sumar? „Það eru búnir að veiðast rúm- lega 100 laxar í sumar, það er fyr- ir ofan gildruna, hún er fyrir neð- an Svartárbrúna. Það er lítil veiði. Þeir sem eru hérna núna eru ekkert búnir að veiða nema nokkra litla sjóbirtinga." - Hefur þú eitthvað veitt sjálf? „Ég fór aðeins í morgun en fékk ekki neitt, það er svo lítil veiði.“ - Ertu að hugsa um að leggja ráðskonustarfið fyrir þig? „Ékki hef ég nú hugsað mér það. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri svona, ég er bara svona frístundaráðskona.“ - HJS Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner 28. sýning laugardag 8. sept. ki. 17.00. 29. sýning sunnudag 9. sept. kl. 17.00. Miðasala hefst í Samkomuhúsinu þríðjudag 4. sept. opin aiia daga ki. 15-19. sími 24073 Leikféiag Akureyrar. Súkkulaðiverksmiðjan Linda Vantar stúikur í vinnu nú þegar. Æskilegur aldur 18-35 ára. Góð heilsa skilyrði. Eyþór H. Tómasson. Oskum eftir að ráða starfsfólk Upplýsingar veitir verksmiðjustjóri. féMiol Efnaverksmiðjan Sjöfn. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 23., 25. og 27. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eign Kristjáns Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingarstofnunar ríkis- ins á eigninni sjálfri föstudaginn 7. september 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 30., 33. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Brekkugötu 41, efri hæð, Akureyri, þingl. eign Ingólfs Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Ragnars Stein- bergssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. september 1984 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Akurgerði 1d, Akureyri, þingl. eign Guðmundar Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. september 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Sunnuhlíð 1, Akureyri, þingl. eign Svein- björns Herbertssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. september 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 25. og 27. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Eiðsvallagötu 9 n.h., Akureyri, þingl. eign Sig- fúsar Hansen, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Is- lands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. september 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Ásabyggð 18, kjallara, Akureyri, þingl. eign Frí- manns Hallgrímsssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Ragnars Steinbergssonar hrl. á eiginni sjálfri föstudag- inn 7. september 1984 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.