Dagur - 05.09.1984, Page 1

Dagur - 05.09.1984, Page 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 5. september 1984 101. tölublað Stærsta gosiðtil þessa - um tíma var óttast að hraunstraumurinn rynni á Kröfluvirkjun, því sprunga opnaðist í Leirhnjúk Klukkan 12 mínútur fyrir miðnætti síðastliðna nótt hófst mikið gos í Gjástykki, líklega mesta gosið í Kröflueldum frá því þeir hófust í desember 1975. Giskað er á að gos- sprungan hafi verið um 7 km á lengd og þunnfljótandi hraun vall í norður, mest í vestur, en einnig í suður, sem olli því að menn voru á tímabili mjög uggandi um að Kröfluvirkjun væri í hættu. Gosið var stór- kostlegt sjónarspil. Frá Akur- eyri að sjá var austurhiminninn eídrauður og þegar Dagsmenn flugu yflr eldstöðvarnar um kl. 2 í nótt var gosið í hámarki. Himininninn var eins og logandi, upp í um 5 km hæð, rauðfljót- andi hraunið rann með miklum hraða og í jöðrum þess loguðu skærir eldar þegar gróðurinn brann. Það var laust fyrir kl. 9 í gær- kvöld sem vart varð mikils jarð- sigs á Kröflusvæðinu, en þar hafði land verið að rísa síðan eft- ir gosið í október 1981. Fyrst gaus á tveimur stöðum norðan við Leirhnjúk, en fljótlega stækk- uðu sprungurnar bæði í norður og suður. Um tíma var óttast að hraunstraumurinn færi að Kröfluvirkjun því hrauntota teygði sig í átt að virkjuninni, en stöðvaðist fljótlega. Gosið var gífurlega kröftugt í upphafi og að flestra mati hefur Kröflugos aldrei verið jafn kröft- ugt og í nótt. Gosið rénaði þegar leið á nóttina en við rismál var það þó enn mjög kröftugt. Mikill viðbúnaður var hjá almanna- vörnum í Mývatnssveit og Reykjavík, enda var hættuástand um tíma, þar sem hraunstraum- urinn virtist ætla að renna á Kröfluvirkjun. Sjá nánar frásögn og viðtöl GS á gosstöðvunum í opnu. HS. Yfir eldstöðvuniim klukkan tvö í nótt. Mynd: Kt ,Samdráttur“ í Reykja- vík er 9,4% - þyrfti að bæta við 13 stöðugildum kennara á Akureyri til a þjónustan jafnaðist á við það sem gerist í Reykjavík eða 13 stöðugildum kennara á Akureyri. Ef hins vegar Reykja- víkurþjónustunni væri haldið niðri til jafns við Akureyri, þá „Á Fjórðungsþinginu lágu fyr- ir upplýsingar um niðurskurð kennslu og þar kom fram að nokkuð misjafnlega virðist hafa verið staðið að þessum málum í fræðsluumdæmunum. Fræðsluumdæmin sjö utan Reykjavíkur hafa fengið ítrek- uð fyrirmæli um að fækka stundum um 2,5% frá sam- þykktri áætlun 1984. Á sama tíma hefur ráðuneytið gert til- lögu til Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar um 9,43% aukningu kennslu í Reykjavík,“ sagði Sturla Kristjánsson, fræðslu- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra í viðtali við Dag. „Ef borin er saman niðurstað- an í Reykjavík og á Akureyri, samkvæmt þessum tillögum menntamálaráðuneytisins, þá er um 12% mismun að ræða á fjölda kennslustunda á hvern nemanda. Sem dæmi má nefna, að ef þjón- ustan á Akureyri ætti að jafnast á við Reykjavík, þyrfti að bæta við 385 vikustundum í kennslu, þyrfti að fækka vikulegum kennslustundum í Reykjavík um 1.852, eða fækka grunnskóla- kennurum þar um 62. Þessi mis- munur er orðinn til vegna þess að kennslumagn skólahverfa ræðst af fjölda bekkjadeilda og ráðu- neytið samþykkir fámennari bekkjadeildir í Reykjavík en á Akureyri, sem reikningslegan grundvöll. Þessum upplýsingum hefur ekki verið mótmælt með neinum rökum, enda erfitt þar sem þær eru byggðar á áætlunum mennta- málaráðuneytisins til Fjárlaga- og hagsýslustofnunar,“ sagði Sturla Kristjánsson. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á veggspjöldum á Fjórð- ungsþingi á Reykjum. Engin skoðanaskipti gátu orðið um þessi mál vegna þéss hve mennta- málaráðherra lá á að komast til Reykjavíkur. HS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.